Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2014 20:00 Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér: Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér:
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira