Halló, Reykjavík! Kristján Freyr Halldórsson skrifar 15. maí 2014 17:30 Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun