Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Atletico Madrid er Spánarmeistari 2014. Vísir/Getty Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty
Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51
Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04