Innlent

Maí heldur áfram að boða sumar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Það er kannski smá bið í að hægt verði að spóka sig um á sundfötum í Nauthólsvík, en biðin verður að öllum líkindum ekki löng.
Það er kannski smá bið í að hægt verði að spóka sig um á sundfötum í Nauthólsvík, en biðin verður að öllum líkindum ekki löng. vísir/stefán
Það hefur löngum verið þannig að maí hefur svikið landann og brugðið til beggja vona. Samkvæmt veðurspá Sigurðar Þóris Ragnarssonar sem alla jafna er kallaður Siggi Stormur, eru ekki miklar líkur á að sú verði raunin þetta árið.

„Það er í það minnsta kominn vísir að góðu sumri. Fyrrasumar var kalt en allt bendir til þess að sumarið verði betra í ár. Flott ferðaveður og fínasta sumar,“ segir Siggi.

Hann segir að það dragi heldur úr hita víðast hvar á landinu á morgun og fram að helgi en þá fari aftur að hlýna og hlýindin verði töluverð þegar líða tekur á mánuðinn.

„Maí á það til að snúast í andhvörfum sínum, sú hegðun er vel þekkt, en ég sé ekkert sem bendir til þess. Maí mun halda áfram að boða sumar.“ 

Ertu að njóta veðurblíðunnar? Sendu okkur skemmtilegar sumarmyndir á [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×