Katrín Jakobsdóttir nýtur mestrar virðingar formanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:45 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér: Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér:
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira