Innlent

Huga þarf að ræsum og niðurföllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk að moka vel frá niðurföllum og hreinsa frá þeim. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að storminum sem von er á muni fylgja mikil ofankoma. Svo mikil að vatnssvelgir gætu myndast á götum borgarinnar og við íbúðarhús.

Iðulega í svona veðrum er mikið að gera hjá slökkviliðinu við að hreinsa ræsi og dæla vatni. Íbúar geta þó fyrirbyggt það með því að ganga vel frá niðurföllum.

Þá biður slökkviliðið foreldra á höfuðborgarsvæðinu að huga að því hvort sækja þurfi börn í leikskóla, skóla eða frístundaheimili þegar stundaskrá lýkur.

Vísir mun fylgjast grannt með óveðrinu í dag. Við biðjum lesendur um að senda okkur ábendingar og myndir á netfangið [email protected]


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×