Jan Mayen-olían komin á auðlindareikning Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2014 09:30 Jan Mayen-svæðið. Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn reiknað áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. Nýtt mat um vinnanlega olíu á norska landgrunninu hækkar um 586 milljónir rúmmetra milli ára og standa suðausturhluti Barentshafs og Jan Mayen-svæðið fyrir 60% af aukningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar. Olíustofnunin hefur orð á sér fyrir að vera afar varkár og íhaldssöm í birtingu upplýsinga af þessu tagi. Að stofnunin skuli nú taka Jan Mayen-svæðið inn undirstrikar að sérfræðingar stofnunarinnar telja að þegar liggi fyrir nægilega traustar vísindalegar niðurstöður sem leggja megi til grundvallar við mat á vinnanlegum auðlindum í olíu og gasi á svæðinu. Matið er í samræmi við sérstakt auðlindamat um norska hluta Jan Mayen-svæðisins sem Olíustofnunin birti í byrjun síðasta árs. Það þóttu gleðifréttir fyrir Íslendinga, bæði vegna 25% nýtingarréttar Íslands á stórum hluta svæðisins, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar kalla Drekasvæðið. Talan fyrir Jan Mayen-svæðið, sem nú fór inn á auðlindareikning Noregs, er 90 milljónir rúmmetra. Það er ein lægsta talan úr nokkrum sviðsmyndum sem birtar voru í fyrra en sú hæsta var upp á 640 milljónir rúmmetra, sem eru um fjórir milljarðar olíutunna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki birt samsvarandi mat á kolvetnisauðlindum Íslendinga. Olíuleitarfélagið Eykon áætlaði hins vegar í haust á grundvelli norska matsins hvað væri á Drekasvæðinu og taldi auðlindirnar þar helmingi meiri en þær sem væru Noregsmegin, eða sex milljarðar olíutunna. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn reiknað áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. Nýtt mat um vinnanlega olíu á norska landgrunninu hækkar um 586 milljónir rúmmetra milli ára og standa suðausturhluti Barentshafs og Jan Mayen-svæðið fyrir 60% af aukningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar. Olíustofnunin hefur orð á sér fyrir að vera afar varkár og íhaldssöm í birtingu upplýsinga af þessu tagi. Að stofnunin skuli nú taka Jan Mayen-svæðið inn undirstrikar að sérfræðingar stofnunarinnar telja að þegar liggi fyrir nægilega traustar vísindalegar niðurstöður sem leggja megi til grundvallar við mat á vinnanlegum auðlindum í olíu og gasi á svæðinu. Matið er í samræmi við sérstakt auðlindamat um norska hluta Jan Mayen-svæðisins sem Olíustofnunin birti í byrjun síðasta árs. Það þóttu gleðifréttir fyrir Íslendinga, bæði vegna 25% nýtingarréttar Íslands á stórum hluta svæðisins, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar kalla Drekasvæðið. Talan fyrir Jan Mayen-svæðið, sem nú fór inn á auðlindareikning Noregs, er 90 milljónir rúmmetra. Það er ein lægsta talan úr nokkrum sviðsmyndum sem birtar voru í fyrra en sú hæsta var upp á 640 milljónir rúmmetra, sem eru um fjórir milljarðar olíutunna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki birt samsvarandi mat á kolvetnisauðlindum Íslendinga. Olíuleitarfélagið Eykon áætlaði hins vegar í haust á grundvelli norska matsins hvað væri á Drekasvæðinu og taldi auðlindirnar þar helmingi meiri en þær sem væru Noregsmegin, eða sex milljarðar olíutunna.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45
Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37
Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38