Innlent

Syngjandi furðuverur um allt land

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kötturinn sleginn úr tunnunni.
Kötturinn sleginn úr tunnunni. VÍSIR/STEFÁN

Öskudagurinn er genginn í garð og bendir allt til þess að syngjandi furðuverur, ofurhetjur, prinsessur og skrímsli verði á vegi flestra Íslendinga í dag.

Vísir hefur mikinn áhuga á að fylgjast með furðuverum landsins. Við biðjum lesendur, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, að senda okkur myndir af flottum öskudagsbúningum á netfangið [email protected].

Einnig biðjum við þá sem vilja miðla myndum eða athugasemdum til Vísis í gegnum Instagram eða Twitter að merkja færslurnar með #visir.

Ljósmyndirnar hér að ofan eru myndir sem okkur eru sendar ásamt ljósmyndum frá ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, Valgarði Gíslasyni sem fór á stúfana fyrr í dag.



Þessi klæddi sig upp sem Sölmundur úr teiknimyndinni Skrímsli hf.

.

Þessir kátu krakkar klæddu sig upp eins og meðlimir hljómsveitarinnar KISS.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×