Golf rafmagnsspyrnukerra Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 13:23 Volkswagen Golf GTE tvinnbíllinn. Handhafi vegtyllunnar bíll ársins í heiminum er til í afar mörgum gerðum. Sá nýjasti er þessi tvinnútgáfa hans, Volkswagen Golf GTE, sem með bruna- og rafmagnsaflrás sinni er 201 hestafl og aðeins 7,6 sekúndur í hundraðið. Slík framístaða er ekki svo algeng hjá tvinnbílum nútímans. Golf GTE er ennfremur fær um að komast á 130 km hraða eingöngu á rafmagninu, en hámarkshraðinn er 217 km/klst. Það besta við þennan bíl er þó enn óupptalið, en Volkswagen segir að eyðsla hans sé einungis 1,26 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Útlit bílsins svipar mjög til Golf GTI en rauðar innsetningar í GTI hefur verið skipt út fyrir bláar. Brunavélin í Golf GTE er 1,4 lítra auk forþjöppu. Hún er eins og sér 148 hestöfl og rafhlöðurnar skila 101 hestafli, en bíllinn er settur uppá þann hátt að samtals skila þessar aflrásir 201 hestafli er þær vinna saman. Þessi aflrás bílsins er sú sama og í Audi A3 E-Tron. Golf GTE mun kosta eitthvað aðeins meira en Golf GTI sem nú býðst á Íslandi á um 6 milljónir króna og hann kemur á markað í september í Þýskalandi. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent
Handhafi vegtyllunnar bíll ársins í heiminum er til í afar mörgum gerðum. Sá nýjasti er þessi tvinnútgáfa hans, Volkswagen Golf GTE, sem með bruna- og rafmagnsaflrás sinni er 201 hestafl og aðeins 7,6 sekúndur í hundraðið. Slík framístaða er ekki svo algeng hjá tvinnbílum nútímans. Golf GTE er ennfremur fær um að komast á 130 km hraða eingöngu á rafmagninu, en hámarkshraðinn er 217 km/klst. Það besta við þennan bíl er þó enn óupptalið, en Volkswagen segir að eyðsla hans sé einungis 1,26 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Útlit bílsins svipar mjög til Golf GTI en rauðar innsetningar í GTI hefur verið skipt út fyrir bláar. Brunavélin í Golf GTE er 1,4 lítra auk forþjöppu. Hún er eins og sér 148 hestöfl og rafhlöðurnar skila 101 hestafli, en bíllinn er settur uppá þann hátt að samtals skila þessar aflrásir 201 hestafli er þær vinna saman. Þessi aflrás bílsins er sú sama og í Audi A3 E-Tron. Golf GTE mun kosta eitthvað aðeins meira en Golf GTI sem nú býðst á Íslandi á um 6 milljónir króna og hann kemur á markað í september í Þýskalandi.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent