Eygló fer ekki til Sotsjí Snærós Sindradóttir skrifar 5. mars 2014 16:16 Íslenski hópurinn er kominn til Sotsjí. Eygló Harðardóttir fer ekki. MYND/Íþróttasamband fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fer ekki út að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí eins og áætlað var. Vísir hefur heimildir fyrir því að Eygló hafi hætt við ferðina í samráði við ráðherra annarra Norðurlanda vegna íhlutunar Rússlands í málefni Úkraínu og ítrekaðra mannréttindabrota Rússa gagnvart samkynhneigðum.Íslensku keppendurnir mættu til Sotsjí í nótt eins og greint var frá á Vísi í dag.Uppfært: Vefur velferðarráðuneytisins hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim.Ég hlakkaði mikið til að vera viðstödd keppnina í Sotsjí til að fylgjast með og sýna íslensku keppendunum stuðning og verðskuldaða virðingu. Á mótinu keppa þátttakendur sín á milli í anda friðar, án tillits til litarháttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana og ákvörðun mín á sínum tíma um að fara til Sotsjí byggðist á þeim anda mótsins. Vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga er það hins vegar mat mitt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það sé ekki rétt að ég heimsæki Rússland á þessum tíma. Ég fundaði með Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, í dag til að segja honum frá þessari ákvörðun og biðja hann fyrir kveðjur mínar til íslensku keppendanna; Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar. Ég veit að þau verða okkur öllum til sóma.“Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra og norrænn samstarfsráðherra. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30 Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fer ekki út að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí eins og áætlað var. Vísir hefur heimildir fyrir því að Eygló hafi hætt við ferðina í samráði við ráðherra annarra Norðurlanda vegna íhlutunar Rússlands í málefni Úkraínu og ítrekaðra mannréttindabrota Rússa gagnvart samkynhneigðum.Íslensku keppendurnir mættu til Sotsjí í nótt eins og greint var frá á Vísi í dag.Uppfært: Vefur velferðarráðuneytisins hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim.Ég hlakkaði mikið til að vera viðstödd keppnina í Sotsjí til að fylgjast með og sýna íslensku keppendunum stuðning og verðskuldaða virðingu. Á mótinu keppa þátttakendur sín á milli í anda friðar, án tillits til litarháttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana og ákvörðun mín á sínum tíma um að fara til Sotsjí byggðist á þeim anda mótsins. Vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga er það hins vegar mat mitt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það sé ekki rétt að ég heimsæki Rússland á þessum tíma. Ég fundaði með Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, í dag til að segja honum frá þessari ákvörðun og biðja hann fyrir kveðjur mínar til íslensku keppendanna; Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar. Ég veit að þau verða okkur öllum til sóma.“Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra og norrænn samstarfsráðherra.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30 Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30
Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45