Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2014 06:45 Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. vísir/pjetur Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45