Börnin flýja átök fullorðinna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2013 10:00 Sigrún Eldjárn: "Fólki hættir til að taka ekki almennilegt mark á barnabókum sem er náttúrulega fáránlegt.“ „Þetta er spennandi saga um börn sem strjúka að heiman vegna þess að fullorðna fólkið hefur brugðist þeim,“ segir Sigrún Eldjárn beðin að segja í stuttu máli frá innihaldi bókar sinnar, Strokubörnin á Skuggaskeri. „Þau búa í dal sem heitir Fagridalur. Áin sem rennur eftir dalnum skiptir honum í tvennt. Öðrum megin er þorpið Vesturhlíð og hinum megin Austurhlíð og þar hefur allt leikið í lyndi og íbúar þorpanna hafa alltaf verið vinir. Það breytist hins vegar þegar í ljós kemur að í hólma úti í miðri ánni er auðlind í jörðu.“ Er þetta sem sagt pólitísk allegoría? „Ja, ástæðan fyrir því að börnin strjúka að heiman er að líf þeirra verður óbærilegt þegar fullorðna fólkið fer að berjast um þennan hólma. Fyrst fylgir sagan börnum úr Vesturhlíð sem flýja á báti út í drungalegt sker sem heitir Skuggasker og koma sér þar fyrir, síðar koma krakkar úr Austurhlíð og setjast þar að og sagan fjallar mest um samskipti þessara krakka sem hittast á Skuggaskeri.“ Spurð hvort sögutími og -staður sé Ísland samtímans segir Sigrún að það komi reyndar hvergi fram að þetta sé á Íslandi en sagan sé samtímasaga. Hún dregur hins vegar seiminn þegar spurt er hvort sagan sé að einhverju leyti fantasía. „Nei, ekki beinlínis,“ segir hún. „Mér finnst reyndar svona flokkun óþægileg. Í sögum mínum gerist reyndar oft eitthvað yfirnáttúrulegt, en það er minna af því í þessari sögu en oft áður, þótt vissulega sé ýmislegt skrítið sem gerist í sambandi við þessa auðlind og hólmann.“ Bókin er tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna og hefur fengið rífandi dóma. „Ég er mjög glöð með það,“ segir Sigrún. „Ég hef reynt að vanda mig, eins og ég geri reyndar alltaf. Eins og í öllum mínum bókum er í þessari mikið af myndum, enda legg ég mikið upp úr því, það er bara partur af minni sköpun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem barnabækur fá sérstakan flokk í Íslensku bókmenntaverðlaununum, en hingað til hafa þær verið gjaldgengar í hinum flokkunum. Sigrún segir það skipta máli fyrir barnabókmenntirnar að hljóta þessa viðurkenningu. „Ég held að tvær bækur hafi verið tilnefndar í flokki fagurbókmennta og ein í flokki fræðibóka á þessum 25 árum sem verðlaunin hafa verið veitt, þannig að það er augljóst að þær hafa átt erfitt uppdráttar. Fólki hættir til að taka ekki almennilegt mark á barnabókum sem er náttúrulega fáránlegt, því þær skipta miklu máli. Vonandi breytist það með tilkomu þessa flokks og því að barnabækur hafa fengið sinn flokk í Norrænu bókmenntaverðlaununum.“ Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er spennandi saga um börn sem strjúka að heiman vegna þess að fullorðna fólkið hefur brugðist þeim,“ segir Sigrún Eldjárn beðin að segja í stuttu máli frá innihaldi bókar sinnar, Strokubörnin á Skuggaskeri. „Þau búa í dal sem heitir Fagridalur. Áin sem rennur eftir dalnum skiptir honum í tvennt. Öðrum megin er þorpið Vesturhlíð og hinum megin Austurhlíð og þar hefur allt leikið í lyndi og íbúar þorpanna hafa alltaf verið vinir. Það breytist hins vegar þegar í ljós kemur að í hólma úti í miðri ánni er auðlind í jörðu.“ Er þetta sem sagt pólitísk allegoría? „Ja, ástæðan fyrir því að börnin strjúka að heiman er að líf þeirra verður óbærilegt þegar fullorðna fólkið fer að berjast um þennan hólma. Fyrst fylgir sagan börnum úr Vesturhlíð sem flýja á báti út í drungalegt sker sem heitir Skuggasker og koma sér þar fyrir, síðar koma krakkar úr Austurhlíð og setjast þar að og sagan fjallar mest um samskipti þessara krakka sem hittast á Skuggaskeri.“ Spurð hvort sögutími og -staður sé Ísland samtímans segir Sigrún að það komi reyndar hvergi fram að þetta sé á Íslandi en sagan sé samtímasaga. Hún dregur hins vegar seiminn þegar spurt er hvort sagan sé að einhverju leyti fantasía. „Nei, ekki beinlínis,“ segir hún. „Mér finnst reyndar svona flokkun óþægileg. Í sögum mínum gerist reyndar oft eitthvað yfirnáttúrulegt, en það er minna af því í þessari sögu en oft áður, þótt vissulega sé ýmislegt skrítið sem gerist í sambandi við þessa auðlind og hólmann.“ Bókin er tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna og hefur fengið rífandi dóma. „Ég er mjög glöð með það,“ segir Sigrún. „Ég hef reynt að vanda mig, eins og ég geri reyndar alltaf. Eins og í öllum mínum bókum er í þessari mikið af myndum, enda legg ég mikið upp úr því, það er bara partur af minni sköpun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem barnabækur fá sérstakan flokk í Íslensku bókmenntaverðlaununum, en hingað til hafa þær verið gjaldgengar í hinum flokkunum. Sigrún segir það skipta máli fyrir barnabókmenntirnar að hljóta þessa viðurkenningu. „Ég held að tvær bækur hafi verið tilnefndar í flokki fagurbókmennta og ein í flokki fræðibóka á þessum 25 árum sem verðlaunin hafa verið veitt, þannig að það er augljóst að þær hafa átt erfitt uppdráttar. Fólki hættir til að taka ekki almennilegt mark á barnabókum sem er náttúrulega fáránlegt, því þær skipta miklu máli. Vonandi breytist það með tilkomu þessa flokks og því að barnabækur hafa fengið sinn flokk í Norrænu bókmenntaverðlaununum.“
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira