Fjölmiðlar verða að endurspegla samfélagið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun