Langflestir eru bara skítsæmilegir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. desember 2013 16:00 Jón Óttar Ólafsson Fréttablaðið/Daníel Það getur maður aldrei vitað,“ segir Jón Óttar Ólafsson, höfundur spennusögunnar Hlustað, spurður hvort síminn hans sé nokkuð hleraður. „Ég er í þannig vinnu að það gæti vel verið, en ég held nú samt ekki.“ Svo kemur hlátur sem erfitt er að ráða í hvort þýði að hann sé að grínast eða hvort honum sé bara alveg sama. Jón Óttar vinnur sem ráðgjafi á lögmannsstofunni Juralis auk þess að sinna skriftum af kappi. Hann er á förum til Cambridge daginn eftir að viðtalið er tekið þar sem hann hyggst sitja við skriftir á bók númer tvö um lögreglumanninn Davíð og afbrotin sem hann fæst við. Jón Óttar lærði afbrotafræði í Cambridge og lauk doktorsprófi í henni en segir markmiðið alltaf hafa verið að vinna hjá lögreglunni. Eftir heimkomuna frá Cambridge fór hann að vinna sem fangavörður, síðan hjá ríkislögreglustjóra og loks sem lögreglumaður fyrst hjá rannsóknarlögreglunni og síðan hjá sérstökum saksóknara. Hann hætti hins vegar í lögreglunni 2011 og fór að vinna sjálfstætt sem afbrotafræðingur, hvað olli því að hann hvarf frá lögreglunni. „Ég var bara orðinn þreyttur. Mér fannst mjög gaman að rannsaka fíkniefnamál og alls kyns afbrot en efnahagsbrotin þreyttu mig. Þar eru svo mörg vafamál, eiginlega þarf að byrja á að ákveða hvort lög hafi verið brotin eða hvort menn hafi bara tekið slæmar ákvarðanir. Ef þú ert með lík á gólfinu eða kíló af amfetamíni í vasanum liggur oftast nokkuð ljóst fyrir að um afbrot hafi verið að ræða, en efnahagsbrotin eru oft skilgreiningaratriði.“Lyktin af rannsókninni Hvað kveikti áhuga þinn á að nýta þér þennan heim lögreglumannsins í skrifum? „Ég fékk þessa hugmynd um áramótin 2007-8. Þá hafði ég verið að lesa mikið af sakamálasögum, aðallega Arnald og erlenda höfunda, og stundum fór það smávegis í taugarnar á mér þegar hlutirnir voru augljóslega langt frá raunveruleikanum. Þá fékk ég þá hugmynd að taka menntun mína og starfsreynslu og reyna að setja svona sögu í aðeins raunverulegri búning. Ég hafði enga reynslu af því að skrifa bækur þegar ég byrjaði og markmiðið með því að skrifa Hlustað var alls ekki að verða annar Arnaldur, enda gæti ég það ekkert, heldur að koma með öðruvísi hugmyndafræði inn í sakamálasögurnar. Láta aðferðirnar, tilfinninguna og nánast lyktina af rannsókninni skila sér til lesandans.“ Jón Óttar nýtir sér svo sannarlega reynsluna úr lögreglunni í skrifunum og Hlustað þykir lýsa raunverulegum störfum lögreglumanna með fádæma nákvæmni. Honum hefur jafnvel verið legið á hálsi fyrir að vera alltof nákvæmur í smáatriðalýsingunum. „Það er auðvitað alltaf hættan. Að aðferðirnar og lýsingar á þeim taki völdin. Ef stór hluti af bókinni gerist til dæmis inni á lögreglustöð þar sem lögreglumaðurinn er einn að störfum er möguleikinn á að láta hann vera í samskiptum við aðra og í samtölum við þá ekki fyrir hendi. Það gefur manni minna svigrúm til að skrifa flæðandi, flottan texta. Þetta er líka fyrsta bókin af þremur og ég vildi gefa mér tíma til að koma stemningunni vel til skila. Svo fer allt á flug í seinni hluta bókarinnar.“ Þú lætur lögreglumennina ekki vera barnanna besta þegar kemur að því að sveigja lögin, gera þeir mikið af því í raunveruleikanum? „Já, já, löggur eru bara eins og annað fólk. Þær taka „short cuts“ líka. Auðvitað er þetta skáldsaga en það er mjög fátt í bókinni sem ekki hefur eitthvert sannleikskorn í sér og ekkert sem gæti ekki gerst á Íslandi.“ Bókin hefur hlotið gríðargóðar viðtökur erlendra útgefenda, kemur út í Noregi í febrúar og í Frakklandi í maí. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir útgefendur einnig keypt réttinn að hinum bókunum tveimur í flokknum sem enn eru óskrifaðar. Áttirðu von á slíkum viðbrögðum? „Nei, ég átti alls ekki von á því að geta selt þetta erlendis því mér fannst bókin svo tengd Íslandi. Ég var ekkert að velta erlendum lesendum fyrir mér þegar ég var að skrifa. Það er bara gleðilegur bónus.“Er ekki Davíð Þótt Jón Óttar hafi nýtt reynslu sína af lögreglustörfum við skrifin harðneitar hann því að aðalpersónan Davíð sé að neinu leyti sjálfsmynd. „Alls ekki. Hann er bræðingur úr tveimur til þremur löggum sem ég þekki og reyndar eru allir karakterarnir í bókinni byggðir á fólki sem maður hefur hitt og kynnst og brætt saman, bæði löggurnar og bófarnir.“ Jólabókaflóðið fer misjafnlega með taugar höfunda og Jón Óttar viðurkennir að það taki á. „Þetta er bara eins og að vera stanslaust í munnlegu dönskuprófi með alla horfandi á. Auðvitað er maður stressaður út af gagnrýni og finnst maður berskjaldaður, en þegar maður er að lesa upp eða hittir fólk sem finnst bókin skemmtileg þá skilur maður af hverju maður er að þessu. Mér finnst líka bara svo ótrúlega gaman að sitja við og hugsa ekki um neitt nema plottið og þróun karakteranna. Ég hafði aldrei skrifað neitt nema það sem tengdist náminu og svo bara lögregluskýrslur. Þannig að það er kannski ekkert skrítið að sumum gagnrýnendum þyki þetta skýrslulegur texti. En það er einmitt það sem ég hef fram að færa, þessi smáatriði úr raunveruleikanum. Ég ætla ekkert að fara að keppa við Arnald í prósaskrifum, maður verður að velja sér orrustur.“ Eitt af því sem Jón Óttar dregur fram í Hlustað er að munurinn á milli löggu og bófa er ekkert svo gríðarlegur. Hann segist hafa lært það strax sem fangavörður að glæpamenn séu bara venjulegt fólk. „Það eru alveg afskaplega fáir gegnheilir skíthælar til. Langflestir eru bara svona skítsæmilegir og lenda í því að gera slæma hluti. Eitt af því sem ég er að reyna að gera í Hlustað er að sýna hvað gerist þegar maður fylgist svona lengi með sama manninum. Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman, hlustað símana þeirra og herbergin eins og löggurnar í bókinni gera. Þá fer maður að sjá mennina sem venjulegar manneskjur, það verður til nokkurs konar öfugt Stokkhólmssyndróm. Þótt maður sé í þeirri valdastöðu að vera að fylgjast með þeim án þess þeir viti af því þá fer manni ósjálfrátt að líka vel við þá og nánast halda með þeim, ef maður passar sig ekki. Ég man sérstaklega eftir einum sem var alveg brjálæðislega góður við konuna sína og mömmu sína og þá fór maður ósjálfrátt að skilgreina hann út frá því en ekki brotinu sem hann var grunaður um. Þetta er tilfinning sem maður þarf að læra að berja niður, en það eru alls konar svona skrítnir hlutir sem ég nota í bókinni sem ég hef ekki séð hjá öðrum höfundum. Það er ekkert í þessari bók sem ég hef ekki gert sjálfur í þeim málum sem ég hef rannsakað, nema það ólöglega auðvitað.“Ranglega ásakaður Ein af þeim spurningum sem Jón Óttar hefur fengið síðan bókin kom út er hvort hann sé ekki að hjálpa bófunum með því að ljóstra svona upp um starfsaðferðir lögreglunnar, en hann hefur enga trú á því að sú sé raunin. „Það þekkja allir bófar í Reykjavík starfsaðferðir löggunnar og það er ekkert í þessari bók sem ekki hefur komið fram í gögnum um opinber mál eða í fjölmiðlum. Ég er ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum, ég er bara að segja sögu.“ Þú hefur líka upplifað það að vera í stöðu grunaðs manns í sakamáli, dýpkaði það skilning þinn á bófunum í sögunni? „Ég var grunaður um alvarlegt afbrot sjálfur og var sýknaður algerlega af þeim grun eftir að hafa náð að sanna sakleysi mitt. Ég veit því vel hvernig það er að vera ranglega sakaður um afbrot. Það hefur að sjálfsögðu haft áhrif á það hvernig ég skrifa. Þær tilfinningar sem bærast með manni þegar maður lendir í slíkri stöðu verða skoðaðar betur á næstunni því sú innsýn sem ég fékk þegar ég gekk í gegnum þann hildarleik verður nýtt í næstum bókum. Fólk myndi aldrei trúa því hversu langt opinberir aðilar eru tilbúnir til að ganga til að ná fram því sem þeir vilja.“ Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það getur maður aldrei vitað,“ segir Jón Óttar Ólafsson, höfundur spennusögunnar Hlustað, spurður hvort síminn hans sé nokkuð hleraður. „Ég er í þannig vinnu að það gæti vel verið, en ég held nú samt ekki.“ Svo kemur hlátur sem erfitt er að ráða í hvort þýði að hann sé að grínast eða hvort honum sé bara alveg sama. Jón Óttar vinnur sem ráðgjafi á lögmannsstofunni Juralis auk þess að sinna skriftum af kappi. Hann er á förum til Cambridge daginn eftir að viðtalið er tekið þar sem hann hyggst sitja við skriftir á bók númer tvö um lögreglumanninn Davíð og afbrotin sem hann fæst við. Jón Óttar lærði afbrotafræði í Cambridge og lauk doktorsprófi í henni en segir markmiðið alltaf hafa verið að vinna hjá lögreglunni. Eftir heimkomuna frá Cambridge fór hann að vinna sem fangavörður, síðan hjá ríkislögreglustjóra og loks sem lögreglumaður fyrst hjá rannsóknarlögreglunni og síðan hjá sérstökum saksóknara. Hann hætti hins vegar í lögreglunni 2011 og fór að vinna sjálfstætt sem afbrotafræðingur, hvað olli því að hann hvarf frá lögreglunni. „Ég var bara orðinn þreyttur. Mér fannst mjög gaman að rannsaka fíkniefnamál og alls kyns afbrot en efnahagsbrotin þreyttu mig. Þar eru svo mörg vafamál, eiginlega þarf að byrja á að ákveða hvort lög hafi verið brotin eða hvort menn hafi bara tekið slæmar ákvarðanir. Ef þú ert með lík á gólfinu eða kíló af amfetamíni í vasanum liggur oftast nokkuð ljóst fyrir að um afbrot hafi verið að ræða, en efnahagsbrotin eru oft skilgreiningaratriði.“Lyktin af rannsókninni Hvað kveikti áhuga þinn á að nýta þér þennan heim lögreglumannsins í skrifum? „Ég fékk þessa hugmynd um áramótin 2007-8. Þá hafði ég verið að lesa mikið af sakamálasögum, aðallega Arnald og erlenda höfunda, og stundum fór það smávegis í taugarnar á mér þegar hlutirnir voru augljóslega langt frá raunveruleikanum. Þá fékk ég þá hugmynd að taka menntun mína og starfsreynslu og reyna að setja svona sögu í aðeins raunverulegri búning. Ég hafði enga reynslu af því að skrifa bækur þegar ég byrjaði og markmiðið með því að skrifa Hlustað var alls ekki að verða annar Arnaldur, enda gæti ég það ekkert, heldur að koma með öðruvísi hugmyndafræði inn í sakamálasögurnar. Láta aðferðirnar, tilfinninguna og nánast lyktina af rannsókninni skila sér til lesandans.“ Jón Óttar nýtir sér svo sannarlega reynsluna úr lögreglunni í skrifunum og Hlustað þykir lýsa raunverulegum störfum lögreglumanna með fádæma nákvæmni. Honum hefur jafnvel verið legið á hálsi fyrir að vera alltof nákvæmur í smáatriðalýsingunum. „Það er auðvitað alltaf hættan. Að aðferðirnar og lýsingar á þeim taki völdin. Ef stór hluti af bókinni gerist til dæmis inni á lögreglustöð þar sem lögreglumaðurinn er einn að störfum er möguleikinn á að láta hann vera í samskiptum við aðra og í samtölum við þá ekki fyrir hendi. Það gefur manni minna svigrúm til að skrifa flæðandi, flottan texta. Þetta er líka fyrsta bókin af þremur og ég vildi gefa mér tíma til að koma stemningunni vel til skila. Svo fer allt á flug í seinni hluta bókarinnar.“ Þú lætur lögreglumennina ekki vera barnanna besta þegar kemur að því að sveigja lögin, gera þeir mikið af því í raunveruleikanum? „Já, já, löggur eru bara eins og annað fólk. Þær taka „short cuts“ líka. Auðvitað er þetta skáldsaga en það er mjög fátt í bókinni sem ekki hefur eitthvert sannleikskorn í sér og ekkert sem gæti ekki gerst á Íslandi.“ Bókin hefur hlotið gríðargóðar viðtökur erlendra útgefenda, kemur út í Noregi í febrúar og í Frakklandi í maí. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir útgefendur einnig keypt réttinn að hinum bókunum tveimur í flokknum sem enn eru óskrifaðar. Áttirðu von á slíkum viðbrögðum? „Nei, ég átti alls ekki von á því að geta selt þetta erlendis því mér fannst bókin svo tengd Íslandi. Ég var ekkert að velta erlendum lesendum fyrir mér þegar ég var að skrifa. Það er bara gleðilegur bónus.“Er ekki Davíð Þótt Jón Óttar hafi nýtt reynslu sína af lögreglustörfum við skrifin harðneitar hann því að aðalpersónan Davíð sé að neinu leyti sjálfsmynd. „Alls ekki. Hann er bræðingur úr tveimur til þremur löggum sem ég þekki og reyndar eru allir karakterarnir í bókinni byggðir á fólki sem maður hefur hitt og kynnst og brætt saman, bæði löggurnar og bófarnir.“ Jólabókaflóðið fer misjafnlega með taugar höfunda og Jón Óttar viðurkennir að það taki á. „Þetta er bara eins og að vera stanslaust í munnlegu dönskuprófi með alla horfandi á. Auðvitað er maður stressaður út af gagnrýni og finnst maður berskjaldaður, en þegar maður er að lesa upp eða hittir fólk sem finnst bókin skemmtileg þá skilur maður af hverju maður er að þessu. Mér finnst líka bara svo ótrúlega gaman að sitja við og hugsa ekki um neitt nema plottið og þróun karakteranna. Ég hafði aldrei skrifað neitt nema það sem tengdist náminu og svo bara lögregluskýrslur. Þannig að það er kannski ekkert skrítið að sumum gagnrýnendum þyki þetta skýrslulegur texti. En það er einmitt það sem ég hef fram að færa, þessi smáatriði úr raunveruleikanum. Ég ætla ekkert að fara að keppa við Arnald í prósaskrifum, maður verður að velja sér orrustur.“ Eitt af því sem Jón Óttar dregur fram í Hlustað er að munurinn á milli löggu og bófa er ekkert svo gríðarlegur. Hann segist hafa lært það strax sem fangavörður að glæpamenn séu bara venjulegt fólk. „Það eru alveg afskaplega fáir gegnheilir skíthælar til. Langflestir eru bara svona skítsæmilegir og lenda í því að gera slæma hluti. Eitt af því sem ég er að reyna að gera í Hlustað er að sýna hvað gerist þegar maður fylgist svona lengi með sama manninum. Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman, hlustað símana þeirra og herbergin eins og löggurnar í bókinni gera. Þá fer maður að sjá mennina sem venjulegar manneskjur, það verður til nokkurs konar öfugt Stokkhólmssyndróm. Þótt maður sé í þeirri valdastöðu að vera að fylgjast með þeim án þess þeir viti af því þá fer manni ósjálfrátt að líka vel við þá og nánast halda með þeim, ef maður passar sig ekki. Ég man sérstaklega eftir einum sem var alveg brjálæðislega góður við konuna sína og mömmu sína og þá fór maður ósjálfrátt að skilgreina hann út frá því en ekki brotinu sem hann var grunaður um. Þetta er tilfinning sem maður þarf að læra að berja niður, en það eru alls konar svona skrítnir hlutir sem ég nota í bókinni sem ég hef ekki séð hjá öðrum höfundum. Það er ekkert í þessari bók sem ég hef ekki gert sjálfur í þeim málum sem ég hef rannsakað, nema það ólöglega auðvitað.“Ranglega ásakaður Ein af þeim spurningum sem Jón Óttar hefur fengið síðan bókin kom út er hvort hann sé ekki að hjálpa bófunum með því að ljóstra svona upp um starfsaðferðir lögreglunnar, en hann hefur enga trú á því að sú sé raunin. „Það þekkja allir bófar í Reykjavík starfsaðferðir löggunnar og það er ekkert í þessari bók sem ekki hefur komið fram í gögnum um opinber mál eða í fjölmiðlum. Ég er ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum, ég er bara að segja sögu.“ Þú hefur líka upplifað það að vera í stöðu grunaðs manns í sakamáli, dýpkaði það skilning þinn á bófunum í sögunni? „Ég var grunaður um alvarlegt afbrot sjálfur og var sýknaður algerlega af þeim grun eftir að hafa náð að sanna sakleysi mitt. Ég veit því vel hvernig það er að vera ranglega sakaður um afbrot. Það hefur að sjálfsögðu haft áhrif á það hvernig ég skrifa. Þær tilfinningar sem bærast með manni þegar maður lendir í slíkri stöðu verða skoðaðar betur á næstunni því sú innsýn sem ég fékk þegar ég gekk í gegnum þann hildarleik verður nýtt í næstum bókum. Fólk myndi aldrei trúa því hversu langt opinberir aðilar eru tilbúnir til að ganga til að ná fram því sem þeir vilja.“
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira