Um líf Kambans og þó aðallega störf Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 12. desember 2013 11:00 Kamban – eftir Svein Einarsson Bækur: Kamban – Líf hans og störf Sveinn Einarsson Mál og menning Ævi Guðmundar Kambans hefur lengi verið mönnum nokkur ráðgáta og skyldi engan undra. Ævilok hans, þegar hann var skotinn til bana af dönskum andspyrnumanni í stríðslok, eru ein og sér nóg til að vekja forvitni flestra. Sveinn Einarsson rekur ævi og störf Kambans í nýrri bók sinni með áherslu á störfin, Sveinn fjallar um öll helstu verk Kambans, leikrit, skáldsögur og kvikmyndir og bregður nýju ljósi á margt á ferli hans bæði sem rithöfundar og leikhúsmanns. Sé Guðmundur Kamban borinn saman við stærstu höfunda íslenskrar bókmenntasögu, Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson, er einn áberandi munur á. Kamban gerði aldrei eigin ævi að uppistöðu í skáldskap sínum. Raunar er mjög lítið til af persónulegum heimildum frá hendi hans. Það hafa ekki varðveist bréf þar sem hann opnar inn í innstu sálarkima og hann virðist ekki hafa átt marga trúnaðarvini. Margt í lífi hans hefur þess vegna verið fræðimönnum ráðgáta og svo er enn. Enginn veit hvað hann aðhafðist í Ameríku á árunum 1915 til 1917 og eyðurnar í heimildum um ævi hans eru fleiri. Vegna þessa hlýtur ævisaga Kambans fyrst og fremst að fjalla um opinbert líf hans og þá hlið persónunnar sem sneri að öðrum. Með þeim takmörkunum sem heimildaleysið setur að þessu leyti hefur Sveini Einarssyni tekist vel að draga upp mynd af Kamban, hann er ekki alltaf þægilegur í viðkynningu, stór upp á sig og þrjóskur en á líka oft innistæðu fyrir stórlyndinu. Sveinn velur að rekja æviferil Guðmundar í fyrsta kafla verksins en fjalla svo um einstakar listgreinar í sérköflum. Þessi aðferð hefur bæði kosti og galla. Hún gefur færi á ítarlegri umfjöllun um einstök verk og samræðu við aðra fræðimenn sem skrifað hafa um Kamban en stóri gallinn við þessa aðferð er sá að það er alltof mikið um endurtekningar í bókinni, einstök efnisatriði eru endurtekin, en þetta á líka við um stílinn, einstakar setningar og glósur koma óþarflega oft fyrir, stundum með stuttu millibili. Þegar kemur að viðkvæmasta þættinum í ævi Kambans, samskiptum hans við Þjóðverja á stríðsárunum stígur Sveinn varlega til jarðar, en það er þó ljóst að hann lítur svo á að Kamban hefði aldrei verið dæmdur fyrir framgöngu sína á stríðsárunum. Hann byggir ályktanir sínar á eigin rannsóknum og annarra, ekki síst Ásgeirs Guðmundssonar og bókar hans Berlínarblús. Sveinn heldur uppi vörnum fyrir sinn mann, eins og algengt er í ævisögum og það á líka við um umfjöllun hans um verk Kambans, jafnvel þau sem hafa fengið misjafnasta dóma annarra fræðimanna. Þessi afstaða litar auðvitað alla umfjöllun bókarinnar en aldrei um of. Sveinn færir ávallt góð rök fyrir mati sínu á einstökum verkum og sá sem les bók hans um Kamban alla þarf ekki að velkjast í vafa um það að hann var meðal merkustu leikskálda tuttugustu aldarinnar og að skáldsagnabálkur hans um Skálholt skipar honum á bekk meðal fremstu höfunda sögulegra skáldsagna.Niðurstaða: Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Kamban – Líf hans og störf Sveinn Einarsson Mál og menning Ævi Guðmundar Kambans hefur lengi verið mönnum nokkur ráðgáta og skyldi engan undra. Ævilok hans, þegar hann var skotinn til bana af dönskum andspyrnumanni í stríðslok, eru ein og sér nóg til að vekja forvitni flestra. Sveinn Einarsson rekur ævi og störf Kambans í nýrri bók sinni með áherslu á störfin, Sveinn fjallar um öll helstu verk Kambans, leikrit, skáldsögur og kvikmyndir og bregður nýju ljósi á margt á ferli hans bæði sem rithöfundar og leikhúsmanns. Sé Guðmundur Kamban borinn saman við stærstu höfunda íslenskrar bókmenntasögu, Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson, er einn áberandi munur á. Kamban gerði aldrei eigin ævi að uppistöðu í skáldskap sínum. Raunar er mjög lítið til af persónulegum heimildum frá hendi hans. Það hafa ekki varðveist bréf þar sem hann opnar inn í innstu sálarkima og hann virðist ekki hafa átt marga trúnaðarvini. Margt í lífi hans hefur þess vegna verið fræðimönnum ráðgáta og svo er enn. Enginn veit hvað hann aðhafðist í Ameríku á árunum 1915 til 1917 og eyðurnar í heimildum um ævi hans eru fleiri. Vegna þessa hlýtur ævisaga Kambans fyrst og fremst að fjalla um opinbert líf hans og þá hlið persónunnar sem sneri að öðrum. Með þeim takmörkunum sem heimildaleysið setur að þessu leyti hefur Sveini Einarssyni tekist vel að draga upp mynd af Kamban, hann er ekki alltaf þægilegur í viðkynningu, stór upp á sig og þrjóskur en á líka oft innistæðu fyrir stórlyndinu. Sveinn velur að rekja æviferil Guðmundar í fyrsta kafla verksins en fjalla svo um einstakar listgreinar í sérköflum. Þessi aðferð hefur bæði kosti og galla. Hún gefur færi á ítarlegri umfjöllun um einstök verk og samræðu við aðra fræðimenn sem skrifað hafa um Kamban en stóri gallinn við þessa aðferð er sá að það er alltof mikið um endurtekningar í bókinni, einstök efnisatriði eru endurtekin, en þetta á líka við um stílinn, einstakar setningar og glósur koma óþarflega oft fyrir, stundum með stuttu millibili. Þegar kemur að viðkvæmasta þættinum í ævi Kambans, samskiptum hans við Þjóðverja á stríðsárunum stígur Sveinn varlega til jarðar, en það er þó ljóst að hann lítur svo á að Kamban hefði aldrei verið dæmdur fyrir framgöngu sína á stríðsárunum. Hann byggir ályktanir sínar á eigin rannsóknum og annarra, ekki síst Ásgeirs Guðmundssonar og bókar hans Berlínarblús. Sveinn heldur uppi vörnum fyrir sinn mann, eins og algengt er í ævisögum og það á líka við um umfjöllun hans um verk Kambans, jafnvel þau sem hafa fengið misjafnasta dóma annarra fræðimanna. Þessi afstaða litar auðvitað alla umfjöllun bókarinnar en aldrei um of. Sveinn færir ávallt góð rök fyrir mati sínu á einstökum verkum og sá sem les bók hans um Kamban alla þarf ekki að velkjast í vafa um það að hann var meðal merkustu leikskálda tuttugustu aldarinnar og að skáldsagnabálkur hans um Skálholt skipar honum á bekk meðal fremstu höfunda sögulegra skáldsagna.Niðurstaða: Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu.
Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira