Kom þú, kom vor Immanúel Jónas Sen skrifar 5. desember 2013 10:04 Schola Cantorum Mynd/Gunnar Freyr Steinsson Tónlist: Hátíðartónleikar kammerkórsins Schola cantorum Stjórnandi: Hörður Áskelsson fyrsta sunnudag í aðventu í Hallgrímskirkju Á aðventutónleikum Schola cantorum kenndi margra grasa. Þar bar hæst frumflutning þriggja verka eftir Hafliða Hallgrímsson. Þetta voru Earth Grown Old, The King‘s Birthday og Christ Was Born. Þar að auki flutti kórinn Joseph and the Angel eftir Hafliða. Allt voru það einstaklega fallegir sálmar. Tónmálið var blátt áfram og tilgerðarlaust, söngurinn tær og himneskur. Hafliði hefur samið margt fallegt í gegnum tíðina, eitt það glæsilegasta er Passían hans. Hér var músíkin einfaldari og þægilegri áheyrnar og hún rann ljúflega niður. Óþarfi er að telja upp allt á efnisskránni, enda var hún býsna margbrotin. En almennt talað var hún sérlega smekkleg, verkunum raðað þannig að það skapaði áhrifamikla heild. Fyrir utan fáein þjóðlög var tónlistin fremur nýleg. Hún kallaðist þó alltaf á við fortíðina, við hefðirnar og tónlistina sem tengist jólunum. Eins konar tímaleysi einkenndi því stemninguna á tónleikunum. Ekki verður hjá því komist að nefna Christus vincit eftir James MacMillan. Það var fullt af hrífandi blæbrigðum. Þau voru kórónuð með ákaflega fallegum einsöng Telmu Hrannar Sigurdórsdóttur. Jólalag eftir Hauk Tómasson var líka frábært, allt öðru vísi en „framúrstefnan“ sem maður á að venjast frá honum. Þetta var bara fábrotið lag á borð við Skreytum hús með grænum greinum. Haukur getur greinilega samið hvað sem er. Tónleikunum lauk með verki eftir Arvo Pärt, Sieben Magnificat-Antiphonen. Titillinn var á þýsku vegna þess að kórinn söng þýska þýðingu á andstefjum (andstef er nokkurs konar viðlag við sálm) við Lofsöng Maríu. Það er hið svokallaða Magnificat, sem er ævaforn sálmur; hann er að finna í Lúkasarguðspjalli. Tónlistin var dulúðug eins og margt eftir Pärt. Hún byggðist á endurtekningu grípandi tónhendinga sem voru skreyttar heillandi hljómum. Útkoman var seiðmögnuð. Kórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar var einfaldlega frábær. Söngurinn var hreinn og nákvæmur, bjartur og samtaka. Túlkunin var ávallt einlæg og tilfinningarík. Maður gekk út í náttmyrkrið á eftir í jólaskapi. Óhætt er að fullyrða að einn helsti fjársjóður þjóðkirkjunnar sé hið metnaðarfulla og vandaða tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir nú voru frábært dæmi um hvað þar fer fram, stundum í hverjum mánuði, ár eftir ár. Megi þetta tónlistarstarf vaxa og dafna um ókomna tíð.Niðurstaða: Tónleikar Schola cantorum voru áhrifamikil byrjun á aðventunni. Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Hátíðartónleikar kammerkórsins Schola cantorum Stjórnandi: Hörður Áskelsson fyrsta sunnudag í aðventu í Hallgrímskirkju Á aðventutónleikum Schola cantorum kenndi margra grasa. Þar bar hæst frumflutning þriggja verka eftir Hafliða Hallgrímsson. Þetta voru Earth Grown Old, The King‘s Birthday og Christ Was Born. Þar að auki flutti kórinn Joseph and the Angel eftir Hafliða. Allt voru það einstaklega fallegir sálmar. Tónmálið var blátt áfram og tilgerðarlaust, söngurinn tær og himneskur. Hafliði hefur samið margt fallegt í gegnum tíðina, eitt það glæsilegasta er Passían hans. Hér var músíkin einfaldari og þægilegri áheyrnar og hún rann ljúflega niður. Óþarfi er að telja upp allt á efnisskránni, enda var hún býsna margbrotin. En almennt talað var hún sérlega smekkleg, verkunum raðað þannig að það skapaði áhrifamikla heild. Fyrir utan fáein þjóðlög var tónlistin fremur nýleg. Hún kallaðist þó alltaf á við fortíðina, við hefðirnar og tónlistina sem tengist jólunum. Eins konar tímaleysi einkenndi því stemninguna á tónleikunum. Ekki verður hjá því komist að nefna Christus vincit eftir James MacMillan. Það var fullt af hrífandi blæbrigðum. Þau voru kórónuð með ákaflega fallegum einsöng Telmu Hrannar Sigurdórsdóttur. Jólalag eftir Hauk Tómasson var líka frábært, allt öðru vísi en „framúrstefnan“ sem maður á að venjast frá honum. Þetta var bara fábrotið lag á borð við Skreytum hús með grænum greinum. Haukur getur greinilega samið hvað sem er. Tónleikunum lauk með verki eftir Arvo Pärt, Sieben Magnificat-Antiphonen. Titillinn var á þýsku vegna þess að kórinn söng þýska þýðingu á andstefjum (andstef er nokkurs konar viðlag við sálm) við Lofsöng Maríu. Það er hið svokallaða Magnificat, sem er ævaforn sálmur; hann er að finna í Lúkasarguðspjalli. Tónlistin var dulúðug eins og margt eftir Pärt. Hún byggðist á endurtekningu grípandi tónhendinga sem voru skreyttar heillandi hljómum. Útkoman var seiðmögnuð. Kórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar var einfaldlega frábær. Söngurinn var hreinn og nákvæmur, bjartur og samtaka. Túlkunin var ávallt einlæg og tilfinningarík. Maður gekk út í náttmyrkrið á eftir í jólaskapi. Óhætt er að fullyrða að einn helsti fjársjóður þjóðkirkjunnar sé hið metnaðarfulla og vandaða tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir nú voru frábært dæmi um hvað þar fer fram, stundum í hverjum mánuði, ár eftir ár. Megi þetta tónlistarstarf vaxa og dafna um ókomna tíð.Niðurstaða: Tónleikar Schola cantorum voru áhrifamikil byrjun á aðventunni.
Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira