Sósan má ekki klikka Vera Einarsdóttir skrifar 5. desember 2013 13:00 Það vill enginn lenda í því að klúðra sósunni með jólasteikinni. Ívar gefur hér greinargóðar leiðbeiningar með klassískum uppskriftum sem gott er að hafa við höndina. Góð sósa er ómissandi með flestum hátíðarréttum. Það er hins vegar nokkur kúnst að útbúa bragðgóða sósu og mikilvægt að hafa réttar leiðbeiningar við höndina. Kokkurinn Ívar Örn Hansen kann til verka og deilir uppskriftum af þremur klassískum sósum.Konungleg Sveppasósa Passar vel með – svínasteik, nauti, lambi og hreindýri Fyrir sex ½ smátt saxaður laukur 10 sveppir skornir í báta 2 msk. smjör 1 msk. hveiti 500 ml nautasoð (500 ml vatn og tveir nautateningar) ½ tsk. timian svartur pipar paprikuduft rósmarín á hnífsoddi 100 ml rjómi 3 ml koníak Setjið smjör í pott, steikið sveppi og lauk við vægan hita í 2-3 mínútur. Kryddið með timian, pipar, paprikudufti og rósmarín. Hrærið hveitið saman við þannig að smjörbolla myndist í botninum. Hellið nautasoðinu rólega saman við og hrærið í á meðan grunnurinn er að ná upp suðu aftur og setjið þá koníakið út í. Sjóðið við lágan hita í 15–20 mín. og hrærið í með jöfnu millibili. Þykkið meira ef vill með maiz- ena. Bætið rjómanum út í þegar fimm mínútur eru eftir af suðu- tímanum.Bearnaise Passar best með nauti en líka með lambi Fyrir sex 3 eggjarauður 300 g íslenskt smjör 2 msk. bearnaise-essens hvítur pipar eftir smekk 1 msk. estragon/fáfnisgras 10 ml volgt vatn 1 teningur kjötkraftur Bræðið smjörið við vægan hita í potti. Setjið annan pott á eldavélina með um það bil lítra af vatni í og látið mjög væga suðu koma upp. Setjið eggjarauðurnar í stálskál sem passar ofan í vatnspottinn. Setjið skálina ofan á hitann og hrærið með písk í eggjarauðum þangað til þær eru orðnar vel þykkar. Passið að lyfta skálinni reglulega af hitanum svo að eggin eldist ekki. Setjið essens, pipar, kjötkraft og örlítið af volgu vatni út í og hrærið allan tímann. Ausið hægt og rólega smávegis af smjörinu út í eggin og hrærið jafnóðum. Það má setja nokkra dropa af vatni út í inn á milli ef sósan er mjög þykk. Þetta er endurtekið þangað til smjörið er allt komið út í eggin og þá ætti besta steikarsósa í heimi að blasa við.Uppstúf Ómissandi með hangikjötinu 3 msk. smjör 1½ msk hveiti 500 ml mjólk múskat á hnífsoddi salt 3–5 msk. sykur Setjið smjör í pott á rúmlega hálfan hita og bræðið. Hrærið hveitið saman við og búið til smjörbollu. Hellið nú mjólkinni rólega út í og hrærið stanslaust í á meðan. Á meðan jafningurinn er að ná upp suðu þá er mikilvægt að hræra af og til svo að ekki brenni við í pottinum. Sjóðið í 10 mínútur á vægum hita. Bætið múskati og salti við og slökkvið undir. Að lokum er sykri blandað hægt og rólega saman við. Jólafréttir Mest lesið Lebkuchen-kaka með brenndu sykurkremi: Klassík með snúningi Jól Babbi segir Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin
Góð sósa er ómissandi með flestum hátíðarréttum. Það er hins vegar nokkur kúnst að útbúa bragðgóða sósu og mikilvægt að hafa réttar leiðbeiningar við höndina. Kokkurinn Ívar Örn Hansen kann til verka og deilir uppskriftum af þremur klassískum sósum.Konungleg Sveppasósa Passar vel með – svínasteik, nauti, lambi og hreindýri Fyrir sex ½ smátt saxaður laukur 10 sveppir skornir í báta 2 msk. smjör 1 msk. hveiti 500 ml nautasoð (500 ml vatn og tveir nautateningar) ½ tsk. timian svartur pipar paprikuduft rósmarín á hnífsoddi 100 ml rjómi 3 ml koníak Setjið smjör í pott, steikið sveppi og lauk við vægan hita í 2-3 mínútur. Kryddið með timian, pipar, paprikudufti og rósmarín. Hrærið hveitið saman við þannig að smjörbolla myndist í botninum. Hellið nautasoðinu rólega saman við og hrærið í á meðan grunnurinn er að ná upp suðu aftur og setjið þá koníakið út í. Sjóðið við lágan hita í 15–20 mín. og hrærið í með jöfnu millibili. Þykkið meira ef vill með maiz- ena. Bætið rjómanum út í þegar fimm mínútur eru eftir af suðu- tímanum.Bearnaise Passar best með nauti en líka með lambi Fyrir sex 3 eggjarauður 300 g íslenskt smjör 2 msk. bearnaise-essens hvítur pipar eftir smekk 1 msk. estragon/fáfnisgras 10 ml volgt vatn 1 teningur kjötkraftur Bræðið smjörið við vægan hita í potti. Setjið annan pott á eldavélina með um það bil lítra af vatni í og látið mjög væga suðu koma upp. Setjið eggjarauðurnar í stálskál sem passar ofan í vatnspottinn. Setjið skálina ofan á hitann og hrærið með písk í eggjarauðum þangað til þær eru orðnar vel þykkar. Passið að lyfta skálinni reglulega af hitanum svo að eggin eldist ekki. Setjið essens, pipar, kjötkraft og örlítið af volgu vatni út í og hrærið allan tímann. Ausið hægt og rólega smávegis af smjörinu út í eggin og hrærið jafnóðum. Það má setja nokkra dropa af vatni út í inn á milli ef sósan er mjög þykk. Þetta er endurtekið þangað til smjörið er allt komið út í eggin og þá ætti besta steikarsósa í heimi að blasa við.Uppstúf Ómissandi með hangikjötinu 3 msk. smjör 1½ msk hveiti 500 ml mjólk múskat á hnífsoddi salt 3–5 msk. sykur Setjið smjör í pott á rúmlega hálfan hita og bræðið. Hrærið hveitið saman við og búið til smjörbollu. Hellið nú mjólkinni rólega út í og hrærið stanslaust í á meðan. Á meðan jafningurinn er að ná upp suðu þá er mikilvægt að hræra af og til svo að ekki brenni við í pottinum. Sjóðið í 10 mínútur á vægum hita. Bætið múskati og salti við og slökkvið undir. Að lokum er sykri blandað hægt og rólega saman við.
Jólafréttir Mest lesið Lebkuchen-kaka með brenndu sykurkremi: Klassík með snúningi Jól Babbi segir Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin