Passar að jólin týnist ekki Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2013 16:00 Benedikt Grétarsson í Jólagarðinum. myndir/auðunn Jólin hafa tekið sér bólstað í ægifagurri Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið í Jólagarði Benedikts Grétarssonar. Þar gerast galdrar og þangað koma þeir sem hafa týnt jólunum til að finna bernskujólin í hjarta sínu á ný.Jólin eru árið um kring í Jólagarðinum þótt dagar til jóla séu líka taldir.„Jólasveinninn er til, en ég er að rembast við að leika mann,“ segir Benedikt og brosir þar sem hann færir ilmandi furu í snarkandi arin Jólagarðsins, þangað sem margir sækja jólin. „Jólin koma þegar ég sé eftirvæntingu og glampa í augum gesta minna í Jólagarðinum. Sumir hafa týnt jólunum en finna þau oftar en ekki hér,“ segir Benedikt sem trúir statt og stöðugt á Grýlu og jólaköttinn, því hvað er þjóðtrú án trúar? Benedikt er ástríðubakari þegar kemur að jólasmákökum. „Jólunum tilheyrir að fá bökunarlykt í húsið, hnoða deig og fletja það út. Jólasiðir fjölskyldunnar hafa breyst talsvert eftir að við byrjuðum með Jólagarðinn og nú þurfum við að ljúka smákökubakstrinum fyrir miðjan nóvember því eftir það hefst annasamasti tíminn í Jólagarðinum.“ Að sögn Benedikts koma gestir Jólagarðsins með öðru hugarfari í aðdraganda jóla en á sumrin. „Hér gerast galdrar þegar líður að jólum og erfitt að lýsa andrúmsloftinu með orðum. Því segi ég stundum við Sunnlendinga að spái nú snjókomu fyrir norðan ættu þeir að drífa sig í jólabíltúr á aðventunni. Bætist við töfrana frost og logndrífa ljóma hreinlega andlitin.“Benedikt býður gestum Jólagarðsins upp á hangikjöt allt árið og sem bragð er af.Benedikt kveðst vanur því að vera í jólaskapi allt árið í Jólagarðinum. „Krakkar spyrja mig gjarnan hví ég haldi jól á sumrin og þá segist ég vera að passa að þau týnist ekki. Þau skilja það kannski ekki þá en munu átta sig á því seinna.“Benedikt segir marga verða sem börn á ný þegar þeir sjá jólaskraut sem minnir á æskujólin.Í Jólagarðinum er næstum áþreifanlegur jólaandi og Benedikt segist oft finna fyrir honum. „Ég veit að hér svífur andi sem hjálpar. Ég er ekki alltaf vel fyrirkallaður en þegar ég er búinn að kveikja upp í arninum finnst mér ég vera að gera það rétta og eiga að halda því áfram. Af sömu ástæðu koma þeir ekki að ástæðulausu hingað sem týnt hafa jólunum og mér þykir vænt um sjá þá fara sæla í hjarta og sál.“ Í huga Benedikts snúast jól um kærleika og frið. „Á jólum hugsa flestir hlýlegar til náungans. Maður finnur kærleika jólanna læsa sig um í fólki því allt verður með öðrum blæ. Við fáum leyfi til að stíga út úr hversdagsleikanum, setja á stall hluti sem okkur þykir vænt um og þá eru jólin komin. Flestum þykir vænt um jólin því þau tilheyra minningum. Það sé ég glöggt þegar fólk gleymir sér yfir jólaskrauti sem minnir það á bernskujólin. Jólin brúa líka kynslóðabil því öll verðum við börn um jól og hingað koma ungir og aldnir, jafnt sem háir og lágir, og öllum finnst gaman.“ Í Jólagarðinum ómar jólatónlist á öllum árstíðum og uppáhalds jólalag Benedikts er Mary's Boy Child með Boney M. „Ég hef ekkert við það að athuga að útvarpsstöðvar byrji snemma að spila jólalögin en þykir sorglegt að þær hætti því nær alfarið á annan í jólum. Á Íslandi standa jólin fram á þrettándann og því eigum við ekki að taka þau niður á annan dag jóla.“Benedikt er ekki nýjungagjarn þegar kemur að eigin jólaskrauti og lætur því sjaldan freistast í Jólagarðinum.Á aðfangadagskvöld borðar fjölskylda Benedikts kalkún heima og á jóladag hangikjöt hjá foreldrum Benedikts. „Faðir minn býður upp á þrjár tegundir hangikjöts, heimareykt, aðkeypt og gamlan sauð af sterkari gerðinni. Mér þykir heimareykta kjötið frá föðurbróður mínum best og þykir vænt um það.“Að koma í Jólagarðinn er eins og að koma í hús jólasveinsins.Þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld hlustar fjölskyldan á aftansöng í útvarpinu. „Á æskuárunum fór ég alltaf í aftansöng með foreldrum mínum en þótti ósanngjarnt að maðurinn við hliðina á mér mætti sofa en ekki ég,“ segir Benedikt sem er mikið fyrir jólahefðir og alls ekki nýjungagjarn þegar kemur að jólaskrauti. „Ég vil helst hafa gamla skrautið uppi við, þótt brotið sé. Svo hef ég afskaplega gaman af flugeldum og styrki vitaskuld hjálparsveitirnar. Áramótin eru fjölskyldustund og þá borðum við súkkulaði-fondue með ávöxtum fram á rauða nótt." Jólafréttir Mest lesið Lebkuchen-kaka með brenndu sykurkremi: Klassík með snúningi Jól Babbi segir Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin
Jólin hafa tekið sér bólstað í ægifagurri Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið í Jólagarði Benedikts Grétarssonar. Þar gerast galdrar og þangað koma þeir sem hafa týnt jólunum til að finna bernskujólin í hjarta sínu á ný.Jólin eru árið um kring í Jólagarðinum þótt dagar til jóla séu líka taldir.„Jólasveinninn er til, en ég er að rembast við að leika mann,“ segir Benedikt og brosir þar sem hann færir ilmandi furu í snarkandi arin Jólagarðsins, þangað sem margir sækja jólin. „Jólin koma þegar ég sé eftirvæntingu og glampa í augum gesta minna í Jólagarðinum. Sumir hafa týnt jólunum en finna þau oftar en ekki hér,“ segir Benedikt sem trúir statt og stöðugt á Grýlu og jólaköttinn, því hvað er þjóðtrú án trúar? Benedikt er ástríðubakari þegar kemur að jólasmákökum. „Jólunum tilheyrir að fá bökunarlykt í húsið, hnoða deig og fletja það út. Jólasiðir fjölskyldunnar hafa breyst talsvert eftir að við byrjuðum með Jólagarðinn og nú þurfum við að ljúka smákökubakstrinum fyrir miðjan nóvember því eftir það hefst annasamasti tíminn í Jólagarðinum.“ Að sögn Benedikts koma gestir Jólagarðsins með öðru hugarfari í aðdraganda jóla en á sumrin. „Hér gerast galdrar þegar líður að jólum og erfitt að lýsa andrúmsloftinu með orðum. Því segi ég stundum við Sunnlendinga að spái nú snjókomu fyrir norðan ættu þeir að drífa sig í jólabíltúr á aðventunni. Bætist við töfrana frost og logndrífa ljóma hreinlega andlitin.“Benedikt býður gestum Jólagarðsins upp á hangikjöt allt árið og sem bragð er af.Benedikt kveðst vanur því að vera í jólaskapi allt árið í Jólagarðinum. „Krakkar spyrja mig gjarnan hví ég haldi jól á sumrin og þá segist ég vera að passa að þau týnist ekki. Þau skilja það kannski ekki þá en munu átta sig á því seinna.“Benedikt segir marga verða sem börn á ný þegar þeir sjá jólaskraut sem minnir á æskujólin.Í Jólagarðinum er næstum áþreifanlegur jólaandi og Benedikt segist oft finna fyrir honum. „Ég veit að hér svífur andi sem hjálpar. Ég er ekki alltaf vel fyrirkallaður en þegar ég er búinn að kveikja upp í arninum finnst mér ég vera að gera það rétta og eiga að halda því áfram. Af sömu ástæðu koma þeir ekki að ástæðulausu hingað sem týnt hafa jólunum og mér þykir vænt um sjá þá fara sæla í hjarta og sál.“ Í huga Benedikts snúast jól um kærleika og frið. „Á jólum hugsa flestir hlýlegar til náungans. Maður finnur kærleika jólanna læsa sig um í fólki því allt verður með öðrum blæ. Við fáum leyfi til að stíga út úr hversdagsleikanum, setja á stall hluti sem okkur þykir vænt um og þá eru jólin komin. Flestum þykir vænt um jólin því þau tilheyra minningum. Það sé ég glöggt þegar fólk gleymir sér yfir jólaskrauti sem minnir það á bernskujólin. Jólin brúa líka kynslóðabil því öll verðum við börn um jól og hingað koma ungir og aldnir, jafnt sem háir og lágir, og öllum finnst gaman.“ Í Jólagarðinum ómar jólatónlist á öllum árstíðum og uppáhalds jólalag Benedikts er Mary's Boy Child með Boney M. „Ég hef ekkert við það að athuga að útvarpsstöðvar byrji snemma að spila jólalögin en þykir sorglegt að þær hætti því nær alfarið á annan í jólum. Á Íslandi standa jólin fram á þrettándann og því eigum við ekki að taka þau niður á annan dag jóla.“Benedikt er ekki nýjungagjarn þegar kemur að eigin jólaskrauti og lætur því sjaldan freistast í Jólagarðinum.Á aðfangadagskvöld borðar fjölskylda Benedikts kalkún heima og á jóladag hangikjöt hjá foreldrum Benedikts. „Faðir minn býður upp á þrjár tegundir hangikjöts, heimareykt, aðkeypt og gamlan sauð af sterkari gerðinni. Mér þykir heimareykta kjötið frá föðurbróður mínum best og þykir vænt um það.“Að koma í Jólagarðinn er eins og að koma í hús jólasveinsins.Þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld hlustar fjölskyldan á aftansöng í útvarpinu. „Á æskuárunum fór ég alltaf í aftansöng með foreldrum mínum en þótti ósanngjarnt að maðurinn við hliðina á mér mætti sofa en ekki ég,“ segir Benedikt sem er mikið fyrir jólahefðir og alls ekki nýjungagjarn þegar kemur að jólaskrauti. „Ég vil helst hafa gamla skrautið uppi við, þótt brotið sé. Svo hef ég afskaplega gaman af flugeldum og styrki vitaskuld hjálparsveitirnar. Áramótin eru fjölskyldustund og þá borðum við súkkulaði-fondue með ávöxtum fram á rauða nótt."
Jólafréttir Mest lesið Lebkuchen-kaka með brenndu sykurkremi: Klassík með snúningi Jól Babbi segir Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin