Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. desember 2013 09:00 Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir flesta fara til kirkju til að næra trú sína en á aðfangadagskvöld sé það líka hefð. "Jólin verða ekki söm þegar við sleppum einni af hefðum jóla, eins og Bolvíkingur á unglingsaldri gerði eitt sinn þegar hann nennti ekki í aftansöng og talar nú um að hafa þá misst af jólunum,“ segir biskup sem fer í sparifötum sem kirkjugestur í aftansöng í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld. MYND/GVA Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir flest mannanna börn verða snortin þegar jólin ganga í garð. Mikilvægast sé að taka á móti Jesúbarninu sem sannarlega geti gefið betra líf og gerir engan mann saman á eftir. „Jólin í mínu lífi hafa alla tíð einkennst af prestsstarfinu. Pabbi var prestur og því er ég í hlutverki bæði mömmu og pabba sem húsfreyja og prestur á aðfangadagskvöld,“ segir frú Agnes, sem bakar til jólanna og reynir að hafa jólamatinn tilbúinn áður en hún fer í aftansöng klukkan sex, svo hægt sé að setjast beint að borðum þegar heim kemur á ný. „Það getur verið heilmikil kúnst, ekki síst þegar börnin eru lítil.“ Í jólamat hjá biskupi Íslands er möndlugrautur, hamborgarhryggur og heimalagaður jólaís. „Hamborgarhryggur er hefð frá tengdafjölskyldu minni en á æskuheimili mínu var alltaf lambasteik á borðum og snædd klukkan 16 því pabbi þurfti að messa í þremur kirkjum á aðfangadagskvöld og kannski gifta eða skíra í heimahúsi líka. Svo tókum við upp jólapakkana þegar hann kom heim um kvöldið og fengum heitt súkkulaði og kökur, sem er siður sem ég hef reynt að halda í,“ segir frú Agnes og brosir að minningunni.Enginn samur á eftir Í huga Agnesar biskups snúast jólin um boðskapinn, kærleikann og birtuna hið ytra sem nær líka inn í sálir og hjörtu fólksins. „Ég hef líka orðið vör við að mörgum þykja jólin skemmtileg því þeir hafa yndi af því að skreyta og undirbúa jólahátíðina,“ segir Agnes og hefur ekkert við það að athuga. „Því má ekki gleyma að jólin eru sönn fjölskylduhátíð þegar fjölskyldan kemur saman til að styrkja tengsl og vináttu. Jólagjafir eru líka góðar en besta jólagjöf sem nokkrum manni hlotnast er að fá þess notið að vera með sínum nánustu. Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa verið ein um jól og án fjölskyldunnar í Bolungarvík en samt ekki ein því ég var hjá góðu fólki. Maður er því sannarlega þakklátur þegar allir geta verið saman.“ Mikilvægasta jólagjöfin, að mati biskups, er þó Jesúbarnið sjálft. „Við vitum flest hvernig lítið barn umbyltir öllu þegar það fæðist og lífið verður aldrei eins á eftir. Það er nákvæmlega eins þegar tekið er á móti Jesúbarninu því enginn verður samur á eftir. Þetta er bæði tilfinning og ákvörðun; að upplifa að koma hans geti skipt mann, persónulega og prívat, máli og gefið manni betra líf. Við þurfum því að gefa þessari dýrmætu gjöf tækifæri og leyfa henni að hafa áhrif á líf okkar í sannri trú,“ segir Agnes biskup. „Staða manns skiptir ekki máli þegar kemur að nánum tengslum við Guð; hvort ég sé biskup, prestur eða búðarkona. Hver og einn getur tekið upp samband við Guð hjá sjálfum sér. Ég hefði þó aldrei orðið prestur án trúar og það er eins með biskupsstarfið. Trúin og fullvissan um að ég standi ekki ein drífa mig áfram. Guð stendur með mér og ég hef fengið líf og kraft til að sinna starfi mínu fyrir Guð. Að öðru leyti er ég eins og hver önnur manneskja.“ Minningarnar ylja Þegar kirkjuklukkur hringja inn jólin á aðfangadagskvöld bærast bæði gleði og sorg í hjarta biskupsins yfir Íslandi. „Eftir því sem ég hef elst og haldið jólin víðar hefur breyst hvernig mér líður innanbrjósts. Ég er lítið fyrir tilfinningasemi en fæ þá tilfinningu að jólin eigi að vera fjölskylduhátíð og að allir eigi að geta átt heimili og verið saman í sátt og samlyndi. Um leið er mér ljóst að þannig er það alls ekki hjá öllum og þá verð ég döpur, en á sama tíma glöð að heyra boðskapinn sem flytur okkur boð frá himnum um að frelsarinn sé fæddur,“ segir frú Agnes og nefnir að flestir verði hrærðir þegar jólin loks koma og hátíðleikinn snerti strengi í hjörtum okkar. „Þess vegna eiga þeir um sárt að binda sem halda jól án ástvina sinna, hvort sem þeir eru farnir á undan héðan úr heimi eða búa á fjarlægum slóðum. Þeim megum við ekki gleyma. Best er að geta rifjað upp góðar minningar með þeim sem sakna og syrgja ástvini sína og gott er að fara í kirkjugarðinn og kveikja á kerti,“ segir frú Agnes, sem upplifði sorg og söknuð fyrstu jólin eftir að faðir hennar kvaddi jarðvistina. „Daginn eftir að pabbi dó fæddist mér barn og því fylgdi mikil gleði, eins og að eiga bros litla barnsins jólin á eftir. Ég var minnt á að lífið heldur áfram, þrátt fyrir allt, og ég varð þakklát fyrir lífið hans pabba um leið og ég saknaði hans sárt. Söknuður barna sem nú eiga fyrstu jólin án mömmu eða pabba er nístandi. Vonandi eiga þau góða stórfjölskyldu sem umvefur þau með kærleika og gerir allt eins gott og hægt er því á aðfangadagskvöld, af öllum kvöldum, finnur maður sárast að mikilvæga manneskju vantar í fjölskylduna.“ Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Álfadrottning í álögum Jól Gyðingakökur Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Uppsett en óreglulegt Jól
Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir flest mannanna börn verða snortin þegar jólin ganga í garð. Mikilvægast sé að taka á móti Jesúbarninu sem sannarlega geti gefið betra líf og gerir engan mann saman á eftir. „Jólin í mínu lífi hafa alla tíð einkennst af prestsstarfinu. Pabbi var prestur og því er ég í hlutverki bæði mömmu og pabba sem húsfreyja og prestur á aðfangadagskvöld,“ segir frú Agnes, sem bakar til jólanna og reynir að hafa jólamatinn tilbúinn áður en hún fer í aftansöng klukkan sex, svo hægt sé að setjast beint að borðum þegar heim kemur á ný. „Það getur verið heilmikil kúnst, ekki síst þegar börnin eru lítil.“ Í jólamat hjá biskupi Íslands er möndlugrautur, hamborgarhryggur og heimalagaður jólaís. „Hamborgarhryggur er hefð frá tengdafjölskyldu minni en á æskuheimili mínu var alltaf lambasteik á borðum og snædd klukkan 16 því pabbi þurfti að messa í þremur kirkjum á aðfangadagskvöld og kannski gifta eða skíra í heimahúsi líka. Svo tókum við upp jólapakkana þegar hann kom heim um kvöldið og fengum heitt súkkulaði og kökur, sem er siður sem ég hef reynt að halda í,“ segir frú Agnes og brosir að minningunni.Enginn samur á eftir Í huga Agnesar biskups snúast jólin um boðskapinn, kærleikann og birtuna hið ytra sem nær líka inn í sálir og hjörtu fólksins. „Ég hef líka orðið vör við að mörgum þykja jólin skemmtileg því þeir hafa yndi af því að skreyta og undirbúa jólahátíðina,“ segir Agnes og hefur ekkert við það að athuga. „Því má ekki gleyma að jólin eru sönn fjölskylduhátíð þegar fjölskyldan kemur saman til að styrkja tengsl og vináttu. Jólagjafir eru líka góðar en besta jólagjöf sem nokkrum manni hlotnast er að fá þess notið að vera með sínum nánustu. Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa verið ein um jól og án fjölskyldunnar í Bolungarvík en samt ekki ein því ég var hjá góðu fólki. Maður er því sannarlega þakklátur þegar allir geta verið saman.“ Mikilvægasta jólagjöfin, að mati biskups, er þó Jesúbarnið sjálft. „Við vitum flest hvernig lítið barn umbyltir öllu þegar það fæðist og lífið verður aldrei eins á eftir. Það er nákvæmlega eins þegar tekið er á móti Jesúbarninu því enginn verður samur á eftir. Þetta er bæði tilfinning og ákvörðun; að upplifa að koma hans geti skipt mann, persónulega og prívat, máli og gefið manni betra líf. Við þurfum því að gefa þessari dýrmætu gjöf tækifæri og leyfa henni að hafa áhrif á líf okkar í sannri trú,“ segir Agnes biskup. „Staða manns skiptir ekki máli þegar kemur að nánum tengslum við Guð; hvort ég sé biskup, prestur eða búðarkona. Hver og einn getur tekið upp samband við Guð hjá sjálfum sér. Ég hefði þó aldrei orðið prestur án trúar og það er eins með biskupsstarfið. Trúin og fullvissan um að ég standi ekki ein drífa mig áfram. Guð stendur með mér og ég hef fengið líf og kraft til að sinna starfi mínu fyrir Guð. Að öðru leyti er ég eins og hver önnur manneskja.“ Minningarnar ylja Þegar kirkjuklukkur hringja inn jólin á aðfangadagskvöld bærast bæði gleði og sorg í hjarta biskupsins yfir Íslandi. „Eftir því sem ég hef elst og haldið jólin víðar hefur breyst hvernig mér líður innanbrjósts. Ég er lítið fyrir tilfinningasemi en fæ þá tilfinningu að jólin eigi að vera fjölskylduhátíð og að allir eigi að geta átt heimili og verið saman í sátt og samlyndi. Um leið er mér ljóst að þannig er það alls ekki hjá öllum og þá verð ég döpur, en á sama tíma glöð að heyra boðskapinn sem flytur okkur boð frá himnum um að frelsarinn sé fæddur,“ segir frú Agnes og nefnir að flestir verði hrærðir þegar jólin loks koma og hátíðleikinn snerti strengi í hjörtum okkar. „Þess vegna eiga þeir um sárt að binda sem halda jól án ástvina sinna, hvort sem þeir eru farnir á undan héðan úr heimi eða búa á fjarlægum slóðum. Þeim megum við ekki gleyma. Best er að geta rifjað upp góðar minningar með þeim sem sakna og syrgja ástvini sína og gott er að fara í kirkjugarðinn og kveikja á kerti,“ segir frú Agnes, sem upplifði sorg og söknuð fyrstu jólin eftir að faðir hennar kvaddi jarðvistina. „Daginn eftir að pabbi dó fæddist mér barn og því fylgdi mikil gleði, eins og að eiga bros litla barnsins jólin á eftir. Ég var minnt á að lífið heldur áfram, þrátt fyrir allt, og ég varð þakklát fyrir lífið hans pabba um leið og ég saknaði hans sárt. Söknuður barna sem nú eiga fyrstu jólin án mömmu eða pabba er nístandi. Vonandi eiga þau góða stórfjölskyldu sem umvefur þau með kærleika og gerir allt eins gott og hægt er því á aðfangadagskvöld, af öllum kvöldum, finnur maður sárast að mikilvæga manneskju vantar í fjölskylduna.“
Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Álfadrottning í álögum Jól Gyðingakökur Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Uppsett en óreglulegt Jól