Þurfum við að vera hrædd? Símon Birgisson skrifar 16. nóvember 2013 11:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Refurinn er hans fyrsta leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“ Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“
Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira