Áleit stofnanir fáránlegar í fyrstu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 11:00 Ég var lítil leikhúsrotta og ekki skrýtið að ég skyldi velja þessa leið,“ segir Arnar. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Arnar Jónsson frumsýnir einleikinn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson á stóra sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöld, 10. nóvember. Þannig kveður hann Þjóðleikhúsið eftir 35 ára farsælan feril sem fastur starfsmaður. Ég er formlega að kveðja Þjóðleikhúsið og þakka fyrir hálfa öld á sviði. Samt er ég ekkert hættur,“ segir hinn sjötugi en síungi Arnar Jónsson leikari um tilefni sýningar sinnar á einleiknum Sveinsstykki á sunnudaginn kemur. Við höfum tyllt okkur niður í herbergi sem Arnar hefur útaf fyrir sig í Þjóðleikhúsinu en áður hafði tilheyrt Bessa Bjarnasyni, þar áður Rúrik Haraldssyni og enn áður Lárusi Pálssyni. Á veggjunum hanga leikaramyndir, meðal annars af Arnari í hlutverkum Péturs Gauts og Lés konungs. Ég spyr hvort Sveinsstykki sé stórt stykki. „Það er þetta,“ segir Arnar og réttir mér blaðabunka upp á 40 síður. „Þetta er ansi massíft og ég verð að halda athygli áhorfenda allan tímann.“ Leikritið fjallar um reglumanninn, íslenskumanninn og lagerstarfsmanninn Svein Kristinsson sem á bæði stórafmæli og starfsafmæli og fagnar þeim tímamótum með því að bjóða til veislu. „Sveinn er að semja ræðu til að flytja en minningarnar sækja á og áhorfendur fá innsýn í líf hans gegnum þær, hins vegar reynist honum æ erfiðara að koma saman ræðunni. Þetta er alveg dásamlegur texti,“ lýsir Arnar. Arndís bauð dús eftir ár Arnar hefur reyndar leikið Sveinsstykki áður, fyrir tíu árum. „Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði þetta leikrit gagngert fyrir mig þegar ég átti 40 ára leikferilsafmæli en mér finnst ég skulda honum að ég taki aðeins betur á því. Nú er hann farinn frá okkur, langt fyrir aldur fram og mér fannst þetta stykki hans hæfa mjög vel þessu tilefni.“ Spurður hvernig honum sé innanbrjósts á þessum tímamótum svarar Arnar: „Þetta hefur einhvern veginn ekki alveg dagað yfir mig ennþá. Kannski af því að ég er ekki að hætta alfarið að leika, ég verð í stóru hlutverki í Í deiglunni eftir Arthur Miller hér í þessu húsi á útmánuðum, þannig að ég stoppa ekki neitt. Óneitanlega er þetta samt dálítið skrítið. Það verður öðru vísi að koma í þetta hús. (Lítur upp á veggina) Þetta verður til dæmis ekki mitt herbergi lengur. En drottinn minn dýri. Ég er svo heppinn maður. Ég á stóra fjölskyldu og áhugamál, fyrir utan endalausar vanrækslusyndir sem ég get farið að sinna.“Viltu nefna einhverjar? „Ég hef til dæmis ekki haft tíma til að fara yfir og skrásetja listamannshlutann af lífi mínu. Sem mér finnst ég þurfi eiginlega að gera því ég álít að ég tengi saman tíma. Ég byrjaði í áhugaleikfélagi og var síðan í sjálfstæðum leikhópum sem komu eiginlega fram á öllum sviðum landsins. Ég náði líka að kynnast frumkvöðlunum í þessu húsi, Haraldi Björnssyni, Lárusi Pálssyni, Indriða Waage, Regínu Þórðardóttur, Val Gíslasyni. Hér var allt þetta fólk. Frú Arndís Björnsdóttir og fleiri og fleiri. Hún bauð mér dús eftir ár!“Kunnir þú að þéra? „Já, ég kunni það vel. Það voru þéringar í Menntaskólanum á Akureyri.“Lítil leikhúsrotta Arnar er semsagt að norðan. Sonur Arnþrúðar Ingimarsdóttur frá Þórshöfn og Eyfirðingsins Jóns Kristinssonar sem var um tíma formaður Leikfélags Akureyrar, lék þar og seldi miðana heima. „Ég sá pabba leika Georg í Mýs og menn og horfði á hann skjóta Lenna, besta vin sinn. Ég grét úr mér augun á eftir,“ rifjar Arnar upp. „Mamma var samt mesti leikarinn, hermdi eftir og hafði augljósa hæfileika en lék aldrei utan heimilisins.“ Sjálfur hefur Arnar leikið frá því hann var smástrákur. „Ég var lítil leikhúsrotta og ekki skrýtið að ég skyldi velja þessa leið,“ segir hann. „Lék Hans í Hans og Grétu þegar ég var tólf ára og í mörgum sýningum eftir það hjá Leikfélagi Akureyrar meðan það var öflugt áhugamannaleikfélag.“ Síðar átti Arnar eftir að taka þátt í að gera Leikfélag Akureyrar að atvinnuleikhúsi. En áður dreif hann sig í leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Það var árið 1962 og strax á öðrum vetri lék hann í Gísl á stóra sviðinu. Jafnframt fór hann að vinna með Grímu, fyrsta sjálfstæða leikhópi landsins, er lét að sér kveða á 7. áratugnum og sýndi í Tjarnarbíói. „Ég réð mig ekki hér við Þjóðleikhúsið fyrr en árið 1978. Ég áleit stofnanir fáránlegar í fyrstu og fannst alveg nauðsynlegt að þenja vængina annars staðar. Ég var með í að stofna Leiksmiðjuna 1968 sem lifði í rúmt ár en náði að gera þrjár sýningar, Frísir kalla, Litla prinsinn og Galdra-Loft. Við fórum með Galdra-Loft og Litla prinsinn í einum pakka um landið að vetri til. Ég var mikið á vegunum á þessum árum.“ Arnar og Þórhildur Þorleifsdóttir, kona hans, stofnuðu Alþýðuleikhúsið fyrir norðan sem ferðaleikhús 1975 með sex öðrum pörum. „Við ferðuðumst um allt land og til útlanda með Skollaleik Böðvars Guðmundssonar,“ rifjar Arnar upp. „Þannig að útrásin er ekkert ný!“Pétur Gautur áhrifavaldur Þegar hér var komið sögu höfðu bæði Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið lagt niður sína skóla en nemendur sjálfir stofnað skóla sem þeir nefndu Sál. Arnar var meðal kennara þar og sameinaði skólann Alþýðuleikhúsinu suðurdeild sem setti upp fjölda sýninga og var með tvær deildir, bæði barnaleikhús og fullorðinsleikhús. Þórhildur leikstýrir eiginmanninum í kveðjusýningunni. „Við Þórhildur höfum fylgst að mjög lengi og unnið mikið saman,“ segir Arnar og brosir. „Við hittumst hér í Þjóðleikhúsinu. Hún var kornung þegar hún byrjaði hér í ballettinum og var hér öllum stundum. Hún var að dansa í Pétri Gaut þegar ég lék í honum 1962. Seinna setti hún upp með mér Pétur Gaut og enn síðar setti sonur okkar, Þorleifur, upp Pétur Gaut úti í Þýskalandi og sú sýning var sýnd hér. Hann fylgir okkur, hann Pétur Gautur. En ég hugsa að ég hafi oft verið Þórhildi erfiður þegar hún er að leikstýra mér og það reynir á núna líka enda er þetta dálítil glíma við hann Svein.“ Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Arnar Jónsson frumsýnir einleikinn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson á stóra sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöld, 10. nóvember. Þannig kveður hann Þjóðleikhúsið eftir 35 ára farsælan feril sem fastur starfsmaður. Ég er formlega að kveðja Þjóðleikhúsið og þakka fyrir hálfa öld á sviði. Samt er ég ekkert hættur,“ segir hinn sjötugi en síungi Arnar Jónsson leikari um tilefni sýningar sinnar á einleiknum Sveinsstykki á sunnudaginn kemur. Við höfum tyllt okkur niður í herbergi sem Arnar hefur útaf fyrir sig í Þjóðleikhúsinu en áður hafði tilheyrt Bessa Bjarnasyni, þar áður Rúrik Haraldssyni og enn áður Lárusi Pálssyni. Á veggjunum hanga leikaramyndir, meðal annars af Arnari í hlutverkum Péturs Gauts og Lés konungs. Ég spyr hvort Sveinsstykki sé stórt stykki. „Það er þetta,“ segir Arnar og réttir mér blaðabunka upp á 40 síður. „Þetta er ansi massíft og ég verð að halda athygli áhorfenda allan tímann.“ Leikritið fjallar um reglumanninn, íslenskumanninn og lagerstarfsmanninn Svein Kristinsson sem á bæði stórafmæli og starfsafmæli og fagnar þeim tímamótum með því að bjóða til veislu. „Sveinn er að semja ræðu til að flytja en minningarnar sækja á og áhorfendur fá innsýn í líf hans gegnum þær, hins vegar reynist honum æ erfiðara að koma saman ræðunni. Þetta er alveg dásamlegur texti,“ lýsir Arnar. Arndís bauð dús eftir ár Arnar hefur reyndar leikið Sveinsstykki áður, fyrir tíu árum. „Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði þetta leikrit gagngert fyrir mig þegar ég átti 40 ára leikferilsafmæli en mér finnst ég skulda honum að ég taki aðeins betur á því. Nú er hann farinn frá okkur, langt fyrir aldur fram og mér fannst þetta stykki hans hæfa mjög vel þessu tilefni.“ Spurður hvernig honum sé innanbrjósts á þessum tímamótum svarar Arnar: „Þetta hefur einhvern veginn ekki alveg dagað yfir mig ennþá. Kannski af því að ég er ekki að hætta alfarið að leika, ég verð í stóru hlutverki í Í deiglunni eftir Arthur Miller hér í þessu húsi á útmánuðum, þannig að ég stoppa ekki neitt. Óneitanlega er þetta samt dálítið skrítið. Það verður öðru vísi að koma í þetta hús. (Lítur upp á veggina) Þetta verður til dæmis ekki mitt herbergi lengur. En drottinn minn dýri. Ég er svo heppinn maður. Ég á stóra fjölskyldu og áhugamál, fyrir utan endalausar vanrækslusyndir sem ég get farið að sinna.“Viltu nefna einhverjar? „Ég hef til dæmis ekki haft tíma til að fara yfir og skrásetja listamannshlutann af lífi mínu. Sem mér finnst ég þurfi eiginlega að gera því ég álít að ég tengi saman tíma. Ég byrjaði í áhugaleikfélagi og var síðan í sjálfstæðum leikhópum sem komu eiginlega fram á öllum sviðum landsins. Ég náði líka að kynnast frumkvöðlunum í þessu húsi, Haraldi Björnssyni, Lárusi Pálssyni, Indriða Waage, Regínu Þórðardóttur, Val Gíslasyni. Hér var allt þetta fólk. Frú Arndís Björnsdóttir og fleiri og fleiri. Hún bauð mér dús eftir ár!“Kunnir þú að þéra? „Já, ég kunni það vel. Það voru þéringar í Menntaskólanum á Akureyri.“Lítil leikhúsrotta Arnar er semsagt að norðan. Sonur Arnþrúðar Ingimarsdóttur frá Þórshöfn og Eyfirðingsins Jóns Kristinssonar sem var um tíma formaður Leikfélags Akureyrar, lék þar og seldi miðana heima. „Ég sá pabba leika Georg í Mýs og menn og horfði á hann skjóta Lenna, besta vin sinn. Ég grét úr mér augun á eftir,“ rifjar Arnar upp. „Mamma var samt mesti leikarinn, hermdi eftir og hafði augljósa hæfileika en lék aldrei utan heimilisins.“ Sjálfur hefur Arnar leikið frá því hann var smástrákur. „Ég var lítil leikhúsrotta og ekki skrýtið að ég skyldi velja þessa leið,“ segir hann. „Lék Hans í Hans og Grétu þegar ég var tólf ára og í mörgum sýningum eftir það hjá Leikfélagi Akureyrar meðan það var öflugt áhugamannaleikfélag.“ Síðar átti Arnar eftir að taka þátt í að gera Leikfélag Akureyrar að atvinnuleikhúsi. En áður dreif hann sig í leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Það var árið 1962 og strax á öðrum vetri lék hann í Gísl á stóra sviðinu. Jafnframt fór hann að vinna með Grímu, fyrsta sjálfstæða leikhópi landsins, er lét að sér kveða á 7. áratugnum og sýndi í Tjarnarbíói. „Ég réð mig ekki hér við Þjóðleikhúsið fyrr en árið 1978. Ég áleit stofnanir fáránlegar í fyrstu og fannst alveg nauðsynlegt að þenja vængina annars staðar. Ég var með í að stofna Leiksmiðjuna 1968 sem lifði í rúmt ár en náði að gera þrjár sýningar, Frísir kalla, Litla prinsinn og Galdra-Loft. Við fórum með Galdra-Loft og Litla prinsinn í einum pakka um landið að vetri til. Ég var mikið á vegunum á þessum árum.“ Arnar og Þórhildur Þorleifsdóttir, kona hans, stofnuðu Alþýðuleikhúsið fyrir norðan sem ferðaleikhús 1975 með sex öðrum pörum. „Við ferðuðumst um allt land og til útlanda með Skollaleik Böðvars Guðmundssonar,“ rifjar Arnar upp. „Þannig að útrásin er ekkert ný!“Pétur Gautur áhrifavaldur Þegar hér var komið sögu höfðu bæði Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið lagt niður sína skóla en nemendur sjálfir stofnað skóla sem þeir nefndu Sál. Arnar var meðal kennara þar og sameinaði skólann Alþýðuleikhúsinu suðurdeild sem setti upp fjölda sýninga og var með tvær deildir, bæði barnaleikhús og fullorðinsleikhús. Þórhildur leikstýrir eiginmanninum í kveðjusýningunni. „Við Þórhildur höfum fylgst að mjög lengi og unnið mikið saman,“ segir Arnar og brosir. „Við hittumst hér í Þjóðleikhúsinu. Hún var kornung þegar hún byrjaði hér í ballettinum og var hér öllum stundum. Hún var að dansa í Pétri Gaut þegar ég lék í honum 1962. Seinna setti hún upp með mér Pétur Gaut og enn síðar setti sonur okkar, Þorleifur, upp Pétur Gaut úti í Þýskalandi og sú sýning var sýnd hér. Hann fylgir okkur, hann Pétur Gautur. En ég hugsa að ég hafi oft verið Þórhildi erfiður þegar hún er að leikstýra mér og það reynir á núna líka enda er þetta dálítil glíma við hann Svein.“
Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira