Ekki illt á milli mín og þjálfarans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2013 06:30 Rúrik leggst yfir boltann með Cristiano Ronaldo á bakinu á dögunum. Króatinn Luka Modric fylgist spenntur með.Nordiphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira