Sálfræðingur til hjálpar norsku strákunum Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar 14. október 2013 08:00 Per-Mathias Högmo, nýr þjálfari norska landsliðsins í gær. Mynd/Vilhelm Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur. Per-Mathias Högmo kynnti í gær leikmenn sína fyrir nýjasta meðlimi þjálfarateymisins. Sálfræðingurinn Anne Marte Pensgaard mun hafa það hlutverk að vinna með andlega þáttinn. „Ég hitti liðið í fyrsta skipti rétt áðan,“ sagði Pensgaard við Fréttablaðið á æfingu norska liðsins í gær. Því er ekki hægt að kenna henni um 3-0 tap norska liðsins í Slóveníu á föstudag í fyrsta leiknum undir stjórn Högmo. Pensgaard hefur unnið með Högmo hjá þeim norsku liðum sem hann hefur þjálfað í gegnum tíðina. Koma hennar hefur því ekkert með dapurt gengi norska liðsins að gera. „Það er hluti af stefnu Per-Mathiasar að hlúa að andlega þættinum,“ segir Pensgaard. Hún vakti töluverða athygli norskra blaðamanna í gær sem taka öllum nýjungum fagnandi. Fráfarandi þjálfari landsliðsins, Egil „Drillo“ Olsen, var löngum gagnrýndur fyrir leiðinlegt spil þótt hann hafi getað svarað með frábærum árangri fyrir 15 til 20 árum. Nú vilja þeir norsku nýja nálgun en eru ekki vissir hvort Högmo sé rétti maðurinn enda að einhverju leyti lærisveinn Olsen. Pensgaard hitti norska hópinn í heild sinni í gær en segir að í framhaldinu muni hún aðallega vinna með einn leikmann í einu. „Það er vel þekkt úr öðrum íþróttum hve mikilvægur andlegi þátturinn er til að ná árangri,“ segir sálfræðingurinn. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur. Per-Mathias Högmo kynnti í gær leikmenn sína fyrir nýjasta meðlimi þjálfarateymisins. Sálfræðingurinn Anne Marte Pensgaard mun hafa það hlutverk að vinna með andlega þáttinn. „Ég hitti liðið í fyrsta skipti rétt áðan,“ sagði Pensgaard við Fréttablaðið á æfingu norska liðsins í gær. Því er ekki hægt að kenna henni um 3-0 tap norska liðsins í Slóveníu á föstudag í fyrsta leiknum undir stjórn Högmo. Pensgaard hefur unnið með Högmo hjá þeim norsku liðum sem hann hefur þjálfað í gegnum tíðina. Koma hennar hefur því ekkert með dapurt gengi norska liðsins að gera. „Það er hluti af stefnu Per-Mathiasar að hlúa að andlega þættinum,“ segir Pensgaard. Hún vakti töluverða athygli norskra blaðamanna í gær sem taka öllum nýjungum fagnandi. Fráfarandi þjálfari landsliðsins, Egil „Drillo“ Olsen, var löngum gagnrýndur fyrir leiðinlegt spil þótt hann hafi getað svarað með frábærum árangri fyrir 15 til 20 árum. Nú vilja þeir norsku nýja nálgun en eru ekki vissir hvort Högmo sé rétti maðurinn enda að einhverju leyti lærisveinn Olsen. Pensgaard hitti norska hópinn í heild sinni í gær en segir að í framhaldinu muni hún aðallega vinna með einn leikmann í einu. „Það er vel þekkt úr öðrum íþróttum hve mikilvægur andlegi þátturinn er til að ná árangri,“ segir sálfræðingurinn.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira