Þurfti að læra alveg upp á nýtt að lifa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 12:00 Óður til gleðinnar Heiðrún segir fulla ástæðu til að fagna hressilega þessum tíu árum síðan flogaveikin hvarf.Fréttablaðið/Arnþór Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár. Hún segir líf sitt hafa gjörbreyst á þessum t "Ég fékk fyrsta flogið fimmtán ára gömul. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og því síður foreldrar mínir,“ segir Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, sem í dag heldur tónleika til að fagna því að hafa verið laus við flogaveikina í tíu ár. „Þetta voru svokölluð störuflog og ráðvilluflog þannig að ég datt algjörlega út og vissi ekki af mér, en var samt vakandi. Einu sinni færði ég til allar kökurnar á borðinu í fermingarveislu sem ég var gestur í án þess að hafa hugmynd um það fyrr en mér var sagt það eftir á. Þá langaði mig bara að láta mig hverfa,“ segir Heiðrún og hlær. Flogin komu reglulega nokkrum sinnum í mánuði í rúm tuttugu ár og við rannsóknir kom í ljós að þau stöfuðu af öri á heilanum. „Það var alveg sama hvað reynt var, ekkert kom að gagni,“ segir Heiðrún. „Ný lyf virkuðu vel í nokkrar vikur en svo fór allt í sama farið aftur.“ Það var ekki fyrr en hún komst í samband við bandaríska lækninn Gregory Cascino sem Heiðrún eygði lausn. „Ég hafði heyrt að það væri verið að gera svona aðgerðir á Mayo Clinic í Minnesota og með hjálp Elíasar Ólafssonar yfirlæknis á Landspítalanum komst ég í slíka aðgerð, en Landspítalinn er í samstarfi við Mayo Clinic.“ Lýsingarnar á aðgerðinni eru frekar ógnvekjandi, en Heiðrún segir að það hafi verið brotið gat á höfuðkúpuna og örið á heilanum fjarlægt. „Síðan hef ég aldrei fundið fyrir neinu og mér finnst eins og ég hafi vaknað til lífsins 38 ára gömul. Þetta er algjörlega nýtt líf. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra muninn fyrir „venjulegu“ fólki því það hefur alltaf tekið því sem ég er að upplifa sem sjálfsögðum hlut. En auðvitað þurfti ég tíma til að vinna í þessu og læra upp á nýtt að lifa.“ Heiðrún er alin upp við söng og tónlist frá blautu barnsbeini og söngurinn heillaði alltaf. „Ég ólst eiginlega upp í kirkjukór,“ segir hún. „Þegar ég var 17 eða 18 ára langaði mig að fara að læra söng en var of feimin. En draumurinn lifði alltaf með mér og eftir að ég var búin að eignast báðar dætur mínar ákvað ég að láta reyna á það hvort ég gæti ekki lært að syngja. Það tók tíma en ég kláraði fimmta stigið og fór svo í einkatíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í heilt ár og Heiðrún segist hafa sveiflast fram og aftur í því hvort henni tækist þetta nú. „ En Lauf, félag flogaveikra, hefur stappað í mig stálinu og ýtt mér áfram í því sem ég vil gera. Og ég hef lært það í gegnum tíðina að söngurinn gefur mér líf og hefur alltaf gert þannig að þetta verður nokkurs konar óður til gleðinnar. Enda full ástæða til að fagna þessum tíu árum af heilbrigði hressilega.“ Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár. Hún segir líf sitt hafa gjörbreyst á þessum t "Ég fékk fyrsta flogið fimmtán ára gömul. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og því síður foreldrar mínir,“ segir Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, sem í dag heldur tónleika til að fagna því að hafa verið laus við flogaveikina í tíu ár. „Þetta voru svokölluð störuflog og ráðvilluflog þannig að ég datt algjörlega út og vissi ekki af mér, en var samt vakandi. Einu sinni færði ég til allar kökurnar á borðinu í fermingarveislu sem ég var gestur í án þess að hafa hugmynd um það fyrr en mér var sagt það eftir á. Þá langaði mig bara að láta mig hverfa,“ segir Heiðrún og hlær. Flogin komu reglulega nokkrum sinnum í mánuði í rúm tuttugu ár og við rannsóknir kom í ljós að þau stöfuðu af öri á heilanum. „Það var alveg sama hvað reynt var, ekkert kom að gagni,“ segir Heiðrún. „Ný lyf virkuðu vel í nokkrar vikur en svo fór allt í sama farið aftur.“ Það var ekki fyrr en hún komst í samband við bandaríska lækninn Gregory Cascino sem Heiðrún eygði lausn. „Ég hafði heyrt að það væri verið að gera svona aðgerðir á Mayo Clinic í Minnesota og með hjálp Elíasar Ólafssonar yfirlæknis á Landspítalanum komst ég í slíka aðgerð, en Landspítalinn er í samstarfi við Mayo Clinic.“ Lýsingarnar á aðgerðinni eru frekar ógnvekjandi, en Heiðrún segir að það hafi verið brotið gat á höfuðkúpuna og örið á heilanum fjarlægt. „Síðan hef ég aldrei fundið fyrir neinu og mér finnst eins og ég hafi vaknað til lífsins 38 ára gömul. Þetta er algjörlega nýtt líf. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra muninn fyrir „venjulegu“ fólki því það hefur alltaf tekið því sem ég er að upplifa sem sjálfsögðum hlut. En auðvitað þurfti ég tíma til að vinna í þessu og læra upp á nýtt að lifa.“ Heiðrún er alin upp við söng og tónlist frá blautu barnsbeini og söngurinn heillaði alltaf. „Ég ólst eiginlega upp í kirkjukór,“ segir hún. „Þegar ég var 17 eða 18 ára langaði mig að fara að læra söng en var of feimin. En draumurinn lifði alltaf með mér og eftir að ég var búin að eignast báðar dætur mínar ákvað ég að láta reyna á það hvort ég gæti ekki lært að syngja. Það tók tíma en ég kláraði fimmta stigið og fór svo í einkatíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í heilt ár og Heiðrún segist hafa sveiflast fram og aftur í því hvort henni tækist þetta nú. „ En Lauf, félag flogaveikra, hefur stappað í mig stálinu og ýtt mér áfram í því sem ég vil gera. Og ég hef lært það í gegnum tíðina að söngurinn gefur mér líf og hefur alltaf gert þannig að þetta verður nokkurs konar óður til gleðinnar. Enda full ástæða til að fagna þessum tíu árum af heilbrigði hressilega.“
Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira