Helgarmaturinn - Bruschetta Duo Marín Manda skrifar 4. október 2013 09:30 Arnar Már Guðmundsson Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa. Hráefni Geitaostur, mozzarella, parmesan, 2 paprikur, tómatar í dós, 1-2 chilialdin, 1 stk. lime, ciabatta-brauð, rjómaostur, hvítlaukur, basilíkubúnt, myntubúnt Heimagert salsa 2 paprikur, 1 dós tómatar, 3 hvítlauksgeirar, 1 tsk. mexican-krydd, 1 tsk. reykt paprikukrydd, 2 laukar, 1 chllialdin, 1 lime Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim. Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota. Þetta verða allir að bragða á. Aðferð Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum. Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa. Hráefni Geitaostur, mozzarella, parmesan, 2 paprikur, tómatar í dós, 1-2 chilialdin, 1 stk. lime, ciabatta-brauð, rjómaostur, hvítlaukur, basilíkubúnt, myntubúnt Heimagert salsa 2 paprikur, 1 dós tómatar, 3 hvítlauksgeirar, 1 tsk. mexican-krydd, 1 tsk. reykt paprikukrydd, 2 laukar, 1 chllialdin, 1 lime Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim. Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota. Þetta verða allir að bragða á. Aðferð Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum. Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira