Tíminn hann er trunta Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2013 09:00 Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann BÆKUR:Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann.Rachel Joyce.Þýðing: Ingunn Snædal.Bjartur Rachel Joyce sló hressilega í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, Hinni ótrúlegu pílagrímsgöngu Harolds Fry. Allir og amma þeirra lásu þá bók og flestir hrifust upp úr skónum. Það er því með mikilli eftirvæntingu sem lesturinn á Árinu sem tvær sekúndur bættust við tímann hefst. Skyldi henni takast jafn vel upp í bók númer tvö? Sagan fer hægt af stað og lesandinn er smástund að átta sig á hvernig sögusviðin tvö, saga drengsins Byrons árið 1972 og saga utangarðsmannsins Jims í nútímanum, tengjast. Sagan stekkur fram og til baka í tíma; við fáum að fylgjast með því þegar Byron verður óvart valdur að slysi sem setur niðurnjörvað miðstéttarlíf fjölskyldunnar í uppnám og þess á milli fylgjumst við með Jim reyna að fóta sig utan veggja geðsjúkrahússins þar sem hann hefur dvalið meira og minna frá unga aldri. Báðar persónurnar eru dálítið sér á parti en höfundurinn hefur greinilega samúð með þeim og þrátt fyrir ótrúlega pirrandi ávana þeirra beggja smeygja þeir sér inn undir húð lesandans og honum fer smátt og smátt að þykja jafnvænt um þá og höfundinum. Vinur Byrons, James, og Díana móðir hans eru líka spennandi persónur sem vekja áhuga en aðrar persónur eru ansi steríótýpískar og einhliða. Lágstéttarkonan Beverley sem lýgur sig inn á gafl hjá fjölskyldunni er dæmigert „hvítt drasl“ og liggur við að það örli á fordómum í persónulýsingu hennar og eiginmaður Díönu, faðir Byrons, er eins og snýttur út úr nefi breskra gamanþátta sem byggjast á að gera grín að rembingi millistéttarinnar. Þessi óbalans í persónusköpuninni er stór galli, sérstaklega verða endurteknar lýsingar á lágstéttarlævísi Beverley hvimleiðar til lengdar. Það er í rauninni saga Jims sem gerir söguna áhugaverða og eins og kemur í ljós er saga Byrons og fjölskyldu hans nauðsynlegur inngangur að henni, þannig að þegar allt seint og um síðir smellur saman í höfði lesandans verða áhrifin sterk og hann fyrirgefur höfundi fúslega allar krókaleiðir og óþarfa dramatík. Joyce er nefnilega fjáranum betri sögumaður og vefnaður sögunnar er meistaraverk í sjálfu sér, burtséð frá innihaldinu. Hinn óhjákvæmilegi samanburður við Pílagrímsgönguna hans Harolds er þó því miður ekki Árinu sem tvær sekúndur bættust við tímann í vil, enda er það kannski óraunhæf og óréttmæt krafa að höfundar bæti sig með hverri bók. Þýðing Ingunnar Snædal er flott og vel unnin, skemmtilega sérviskuleg á köflum og á stóran þátt í að gera söguna eins ánægjulega aflestrar og raun ber vitni.Niðurstaða:Vel fléttuð saga með sympatískum persónum, en dálítið lengi í gang og krókaleiðirnar að móral sögunnar aðeins of langar. Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
BÆKUR:Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann.Rachel Joyce.Þýðing: Ingunn Snædal.Bjartur Rachel Joyce sló hressilega í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, Hinni ótrúlegu pílagrímsgöngu Harolds Fry. Allir og amma þeirra lásu þá bók og flestir hrifust upp úr skónum. Það er því með mikilli eftirvæntingu sem lesturinn á Árinu sem tvær sekúndur bættust við tímann hefst. Skyldi henni takast jafn vel upp í bók númer tvö? Sagan fer hægt af stað og lesandinn er smástund að átta sig á hvernig sögusviðin tvö, saga drengsins Byrons árið 1972 og saga utangarðsmannsins Jims í nútímanum, tengjast. Sagan stekkur fram og til baka í tíma; við fáum að fylgjast með því þegar Byron verður óvart valdur að slysi sem setur niðurnjörvað miðstéttarlíf fjölskyldunnar í uppnám og þess á milli fylgjumst við með Jim reyna að fóta sig utan veggja geðsjúkrahússins þar sem hann hefur dvalið meira og minna frá unga aldri. Báðar persónurnar eru dálítið sér á parti en höfundurinn hefur greinilega samúð með þeim og þrátt fyrir ótrúlega pirrandi ávana þeirra beggja smeygja þeir sér inn undir húð lesandans og honum fer smátt og smátt að þykja jafnvænt um þá og höfundinum. Vinur Byrons, James, og Díana móðir hans eru líka spennandi persónur sem vekja áhuga en aðrar persónur eru ansi steríótýpískar og einhliða. Lágstéttarkonan Beverley sem lýgur sig inn á gafl hjá fjölskyldunni er dæmigert „hvítt drasl“ og liggur við að það örli á fordómum í persónulýsingu hennar og eiginmaður Díönu, faðir Byrons, er eins og snýttur út úr nefi breskra gamanþátta sem byggjast á að gera grín að rembingi millistéttarinnar. Þessi óbalans í persónusköpuninni er stór galli, sérstaklega verða endurteknar lýsingar á lágstéttarlævísi Beverley hvimleiðar til lengdar. Það er í rauninni saga Jims sem gerir söguna áhugaverða og eins og kemur í ljós er saga Byrons og fjölskyldu hans nauðsynlegur inngangur að henni, þannig að þegar allt seint og um síðir smellur saman í höfði lesandans verða áhrifin sterk og hann fyrirgefur höfundi fúslega allar krókaleiðir og óþarfa dramatík. Joyce er nefnilega fjáranum betri sögumaður og vefnaður sögunnar er meistaraverk í sjálfu sér, burtséð frá innihaldinu. Hinn óhjákvæmilegi samanburður við Pílagrímsgönguna hans Harolds er þó því miður ekki Árinu sem tvær sekúndur bættust við tímann í vil, enda er það kannski óraunhæf og óréttmæt krafa að höfundar bæti sig með hverri bók. Þýðing Ingunnar Snædal er flott og vel unnin, skemmtilega sérviskuleg á köflum og á stóran þátt í að gera söguna eins ánægjulega aflestrar og raun ber vitni.Niðurstaða:Vel fléttuð saga með sympatískum persónum, en dálítið lengi í gang og krókaleiðirnar að móral sögunnar aðeins of langar.
Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira