Alltaf að ögra viðteknum hugmyndum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 16:00 Jón Karl segir Jón Sigurðsson skora hæst Íslendinga á kvarða þjóðardýrlinga. Fréttablaðið/GVA Ódáinsakur – helgifesta þjóðardýrlinga nefnist nýútkomin bók eftir Jón Karl Helgason prófessor. Þar rekur hann hvernig nokkrir einstaklingar, íslenskir og erlendir, hafa náð þeim status að verða þjóðardýrlingar og varpar ljósi á það ferli sem að baki liggur. En hvað er þjóðardýrlingur? Þjóðardýrlingar eru eins konar þjóðartákn líkt og fáninn og skjaldarmerkið. Mín hugmynd er að kannski hafi þjóðríkin tekið upp þá hefð sem ríkust er hjá kaþólsku kirkjunni að nýta ákveðna einstaklinga til að verða holdgervingar viðtekinna hugmynda og hugsana. Þetta er gert með því að safna saman leifum af lífi tiltekinna karla og kvenna og er auðvitað áþreifanlegast þegar verið er að safna saman beinaleifum eða eigum, varðveita húsnæði eða eitthvað slíkt. Svo er þetta líka gert með því að endurgera líkama í styttum eða mynd á peningaseðlum eða varðveita afmælisdag með því að gera hann að hluta af almanaki þjóðríkisins.“Það eru ekki margir Íslendingar sem náð hafa þeim status, er það?„Nei, Jón Sigurðsson skorar flest stig á þessum kvarða. Afmælisdagur hans er þjóðhátíðardagur okkar. Hann er á öllum seðlum sem vatnsmynd, komst fyrstur á frímerki og það eru hús á tveimur stöðum þar sem verið er að minnast lífs hans. Kjólfötin hans eru meira að segja á Þjóðminjasafninu. En ef maður skoðar þetta í evrópsku samhengi á þetta náttúrulega við um fjölmarga.“Hvenær eru menn opinberlega búnir að ná þessum status?„Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir en hugmynd mín er sú að þegar opinberar stofnanir þjóðríkisins, ráðuneyti, þing, seðlabanki eða skólakerfi og svo framvegis, eru farnar að taka minningu einstaklings svona upp á sína arma sé um raunverulegan þjóðardýrling að ræða.“Eru þessir útvöldu einstaklingar ekki stundum notaðir til að upphefja einhverja ákveðna hugmyndafræði sem er stjórnvöldum þóknanleg?„Í víðasta skilningi er þetta náttúrulega leið til að skapa þjóðum sameiginlegar minningar. En svo er í rauninni hægt að nýta þessa einstaklinga í ólíkum pólitískum tilgangi og oft eru líka stjórnmálamenn svona svolítið veikir fyrir því að snerta ódauðleikann og baða sig í honum, það er að segja tengja sig við svona minningu. Mig langar að vekja athygli á því hver formin eru og hvaða ferli á sér stað. Manni finnst að þegar einhver hefur verið tekinn inn á svona opinberan ódáinsakur sé það bara náttúrulegt og sjálfsagt og óhjákvæmilegt, en að baki liggur oft mjög flókið ferli og hápólitískt. Eitt af því sem ég er að skoða þarna er hvers vegna Jónas Hallgrímsson er þjóðardýrlingur en ekki til dæmis Bjarni Thorarensen sem var alveg eins líklegt að yrði í þessu hlutverki ef maður skoðar umræðuna um þá á nítjándu öld.“Þú snertir þarna við ýmsum viðkvæmum málum, er meiningin sú að ögra viðteknum hugmyndum?„Já, ég er alltaf að því. Maður reynir alltaf að hafa smábrodd í því sem maður gerir. Viðtökurnar getur hins vegar aldrei neinn séð fyrir.“ Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ódáinsakur – helgifesta þjóðardýrlinga nefnist nýútkomin bók eftir Jón Karl Helgason prófessor. Þar rekur hann hvernig nokkrir einstaklingar, íslenskir og erlendir, hafa náð þeim status að verða þjóðardýrlingar og varpar ljósi á það ferli sem að baki liggur. En hvað er þjóðardýrlingur? Þjóðardýrlingar eru eins konar þjóðartákn líkt og fáninn og skjaldarmerkið. Mín hugmynd er að kannski hafi þjóðríkin tekið upp þá hefð sem ríkust er hjá kaþólsku kirkjunni að nýta ákveðna einstaklinga til að verða holdgervingar viðtekinna hugmynda og hugsana. Þetta er gert með því að safna saman leifum af lífi tiltekinna karla og kvenna og er auðvitað áþreifanlegast þegar verið er að safna saman beinaleifum eða eigum, varðveita húsnæði eða eitthvað slíkt. Svo er þetta líka gert með því að endurgera líkama í styttum eða mynd á peningaseðlum eða varðveita afmælisdag með því að gera hann að hluta af almanaki þjóðríkisins.“Það eru ekki margir Íslendingar sem náð hafa þeim status, er það?„Nei, Jón Sigurðsson skorar flest stig á þessum kvarða. Afmælisdagur hans er þjóðhátíðardagur okkar. Hann er á öllum seðlum sem vatnsmynd, komst fyrstur á frímerki og það eru hús á tveimur stöðum þar sem verið er að minnast lífs hans. Kjólfötin hans eru meira að segja á Þjóðminjasafninu. En ef maður skoðar þetta í evrópsku samhengi á þetta náttúrulega við um fjölmarga.“Hvenær eru menn opinberlega búnir að ná þessum status?„Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir en hugmynd mín er sú að þegar opinberar stofnanir þjóðríkisins, ráðuneyti, þing, seðlabanki eða skólakerfi og svo framvegis, eru farnar að taka minningu einstaklings svona upp á sína arma sé um raunverulegan þjóðardýrling að ræða.“Eru þessir útvöldu einstaklingar ekki stundum notaðir til að upphefja einhverja ákveðna hugmyndafræði sem er stjórnvöldum þóknanleg?„Í víðasta skilningi er þetta náttúrulega leið til að skapa þjóðum sameiginlegar minningar. En svo er í rauninni hægt að nýta þessa einstaklinga í ólíkum pólitískum tilgangi og oft eru líka stjórnmálamenn svona svolítið veikir fyrir því að snerta ódauðleikann og baða sig í honum, það er að segja tengja sig við svona minningu. Mig langar að vekja athygli á því hver formin eru og hvaða ferli á sér stað. Manni finnst að þegar einhver hefur verið tekinn inn á svona opinberan ódáinsakur sé það bara náttúrulegt og sjálfsagt og óhjákvæmilegt, en að baki liggur oft mjög flókið ferli og hápólitískt. Eitt af því sem ég er að skoða þarna er hvers vegna Jónas Hallgrímsson er þjóðardýrlingur en ekki til dæmis Bjarni Thorarensen sem var alveg eins líklegt að yrði í þessu hlutverki ef maður skoðar umræðuna um þá á nítjándu öld.“Þú snertir þarna við ýmsum viðkvæmum málum, er meiningin sú að ögra viðteknum hugmyndum?„Já, ég er alltaf að því. Maður reynir alltaf að hafa smábrodd í því sem maður gerir. Viðtökurnar getur hins vegar aldrei neinn séð fyrir.“
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira