Barna- og unglingabækur fá eigin flokk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. september 2013 10:00 Egill Örn segir umræðuna um sérstakan flokk barna- og unglingabóka hafa staðið lengi yfir. Fréttablaðið/Anton Það hefur verið í umræðunni í töluverðan tíma að það þurfi að gera barnabókum jafn hátt undir höfði og öðrum bókmenntagreinum og það má segja að við séum að koma til móts við þá umræðu,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, spurður um ástæðu þess að ákveðið hefur verið að bæta flokknum barna- og unglingabækur við verðlaunaflokka Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það verða því höfundar þriggja bóka sem hljóta munu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2013. Verðlaunafé í flokki barnabóka verður það sama og í hinum flokkunum, ein milljón.Eina barnabókin sem hlotið hefur Íslensku bókmenntaverðlaunin er Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.Fréttablaðið/StefánBarnabækur hafa reyndar alltaf verið gjaldgengar til tilnefninga og frá því til verðlaunanna var stofnað hafa þrjár slíkar verið tilnefndar: Sagan af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 1999, Skrýtnastur er maður sjálfur, eftir Auði Jónsdóttur – tilnefnd í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2002 og Öðruvísi fjölskylda, eftir Guðrúnu Helgadóttur – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 2004. Aðeins ein barnabók hefur hins vegar hlotið verðlaunin í þau 23 ár sem þau hafa verið veitt, það var Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Egill segir mikla grósku í ritun barna- og unglingabóka og að það séu á milli 45 og sextíu verk sem gjaldgeng verði til tilnefninga í haust. Spurður hvort það sé ekki líka meiri nýgræðingur í barnabókaskrifunum en öðrum bókmenntagreinum dregur hann við sig svarið og bendir á að það sé algengt að fólk byrji að fóta sig á ritvellinum með því að skrifa barnabækur en snúi sér síðar að ritun bóka fyrir fullorðna. „Það er þó engan veginn einhlítt, sem betur fer,“ segir hann. „Margir af okkar góðu höfundum hafa einbeitt sér að því að skrifa fyrir börn og unglinga, sem er mikið fagnaðarefni.“ Eins og tíðkast við val á bókum til tilnefninga í hinum flokkunum tveimur – fagurbókmenntum og flokki fræðirita og bóka almenns eðlis – verður skipuð þriggja manna valnefnd og tilnefningar birtar þann 1. desember í öllum flokkum. Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það hefur verið í umræðunni í töluverðan tíma að það þurfi að gera barnabókum jafn hátt undir höfði og öðrum bókmenntagreinum og það má segja að við séum að koma til móts við þá umræðu,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, spurður um ástæðu þess að ákveðið hefur verið að bæta flokknum barna- og unglingabækur við verðlaunaflokka Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það verða því höfundar þriggja bóka sem hljóta munu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2013. Verðlaunafé í flokki barnabóka verður það sama og í hinum flokkunum, ein milljón.Eina barnabókin sem hlotið hefur Íslensku bókmenntaverðlaunin er Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.Fréttablaðið/StefánBarnabækur hafa reyndar alltaf verið gjaldgengar til tilnefninga og frá því til verðlaunanna var stofnað hafa þrjár slíkar verið tilnefndar: Sagan af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 1999, Skrýtnastur er maður sjálfur, eftir Auði Jónsdóttur – tilnefnd í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2002 og Öðruvísi fjölskylda, eftir Guðrúnu Helgadóttur – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 2004. Aðeins ein barnabók hefur hins vegar hlotið verðlaunin í þau 23 ár sem þau hafa verið veitt, það var Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Egill segir mikla grósku í ritun barna- og unglingabóka og að það séu á milli 45 og sextíu verk sem gjaldgeng verði til tilnefninga í haust. Spurður hvort það sé ekki líka meiri nýgræðingur í barnabókaskrifunum en öðrum bókmenntagreinum dregur hann við sig svarið og bendir á að það sé algengt að fólk byrji að fóta sig á ritvellinum með því að skrifa barnabækur en snúi sér síðar að ritun bóka fyrir fullorðna. „Það er þó engan veginn einhlítt, sem betur fer,“ segir hann. „Margir af okkar góðu höfundum hafa einbeitt sér að því að skrifa fyrir börn og unglinga, sem er mikið fagnaðarefni.“ Eins og tíðkast við val á bókum til tilnefninga í hinum flokkunum tveimur – fagurbókmenntum og flokki fræðirita og bóka almenns eðlis – verður skipuð þriggja manna valnefnd og tilnefningar birtar þann 1. desember í öllum flokkum.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira