Við teljum okkur vita allt um FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sést hér hlusta á spurningu á blaðamannafundi í gær. Mynd/Arnþór FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira