IPA-styrkir og óstyrk utanríkispólitík Þorsteinn Pálsson skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Umræður um þá ákvörðun Evrópusambandsins að hætta svokölluðum IPA-styrkjum hafa varpað ljósi á óstyrka utanríkispólitík Íslands. Viðbrögðin sýna hvernig lögmál hreppapólitíkurinnar verða alls ráðandi jafnvel þegar utanríkisstefnan á í hlut. Rétt er í þessu samhengi að hafa nokkur kjarnaatriði á hreinu: Í fyrsta lagi eru þessir styrkir veittir gegn mótframlagi frá umsóknarríkinu til að flýta því að það geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru. Það eru sameiginlegir hagsmunir. Ávinningur Íslands er að tengjast bestu og virkustu viðskiptafrelsisreglum sem þekkjast í alþjóðasamstarfi. Í öðru lagi fólst í aðildarumsókninni að Ísland stefndi að aðild. Ella sækja ríki ekki um. Það var hins vegar veikleiki vinstri stjórnarinnar að geta ekki vegna innbyrðis ágreinings viðurkennt þetta. Umsókn Íslands eins og annarra ríkja var einfaldlega háð þeim fyrirvara að endanlegur samningur fullnægði heildarhagsmunum landsins og þjóðin samþykkti hann. Það liggur í náttúru beggja þessara atriða að fyrir fram er ekki unnt að staðhæfa um niðurstöður. Í þriðja lagi greiðir Ísland umtalsverða fjármuni í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildarinnar að evrópska efnahagssvæðinu og fær á móti verulega styrki á ýmsum sviðum. Verði af aðild mun framlag Íslands hækka til muna og styrkirnir að sama skapi. Þó að IPA-styrkirnir létti undir á erfiðum tímum í ríkisfjármálum mun Ísland í raun og veru endurgreiða þá með aðildargjöldum á löngum tíma. Þeir byggja á gagnkvæmni eins og allt heilbrigt alþjóðlegt samstarf. Að þessu virtu er deginum ljósara að forsætisráðherra minnkar sjálfan sig þegar hann líkir þessum styrkjum við mútur. Það er ógott. En hitt er verra að um leið rýrir hann orðspor landsins.Tvöfeldni eða ráðleysi? Ríkisstjórnin hefur sýnt tvöfeldni við meðferð aðildarumsóknarinnar. Utanríkisráðherra stöðvaði aðildarviðræðurnar þegar í stað með því að binda endahnút á starf samninganefndarinnar án þess þó að leysa hana formlega frá störfum. Á fundi í Brussel tilkynnti hann að hlé hefði verið gert á viðræðunum. Þegar heim kom sagði hann þjóðinni hins vegar að ekki yrði staðið við fyrirheit forystu Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðunum áfram. Rökin voru þau að slíkt væri út í hött því að ríkisstjórnin ætlaði ekki að leggja það til og myndi aldrei hefja viðræður að nýju. Nú furðar forsætisráðherra sig á því að Evrópusambandið skuli hafa stöðvað IPA-styrkina því að Ísland hafi enn stöðu umsóknarríkis. Allur þessi málatilbúnaður sýnir að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi talað tungum tveim á heimavelli og í útlöndum; ef til vill í þeirri von að engin snurða hlypi á styrkjaþráðinn frá Evrópusambandinu. Það felst í fullveldi Alþingis að þeirri stefnu sem það hefur samþykkt verður ekki breytt nema með nýrri ákvörðun þess. En staðan er sú að einn daginn talar forsætisráðherra um að ákvörðuninni hafi í raun verið breytt í kosningunum og fyrir atbeina utanríkisráðherra. Hinn daginn talar hann um að Ísland eigi að njóta þeirrar stöðu að vera enn umsóknarland. Einhverjir kunna að líta svo á að þessi málafærsla beri fremur vott um ráðleysi en tvöfeldni. Það er mildari skýring.Málamiðlun gefið langt nef Áköfustu andstæðingar aðildar ganga út frá því að heimabrúksyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar séu stjórnarstefnan. Þeir gagnrýna hana því harkalega fyrir að hafa látið Evrópusambandið skrúfa fyrir IPA-styrkina. Að þeirra áliti hefði ríkisstjórn Íslands átt að taka af skarið í þessu efni. Það er rökrétt og skiljanleg afstaða frá því sjónarhorni. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins lofuðu aftur á móti þjóðaratkvæði um hvort halda ætti viðræðunum áfram. Í því felst að Ísland raski ekki þeirri stöðu sem viðræðurnar eru í fyrr en þjóðin fær að taka ákvörðun. Ella væri loforðið innihaldslaust. Sú staða sem nú er komin upp sýnir að þetta hefur mistekist. Ríkisstjórnin fær því líka réttmæta og enn þyngri gagnrýni frá þeirri hlið. Eðlilegt er að hér eins og annars staðar hafi menn ólík viðhorf til Evrópusambandsins. Stundum bregðast stjórnvöld við gagnrýni sem kemur úr gagnstæðum áttum með því að staðhæfa að hún sýni best að menn séu á réttri braut mitt á milli. Slík röksemd á alls ekki við í þessu tilviki. Ástæðan er sú að hugmyndin um þjóðaratkvæði til að ákveða framhald viðræðnanna var málamiðlun. Þó að ekki eigi að hrapa að ályktunum virðist ríkisstjórnin vera langt komin með að klúðra möguleikanum á henni, annaðhvort af ásetningi eða gáleysi. Með því gefur hún skýrum meirihlutavilja þjóðarinnar sem styður málamiðlunina langt nef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Umræður um þá ákvörðun Evrópusambandsins að hætta svokölluðum IPA-styrkjum hafa varpað ljósi á óstyrka utanríkispólitík Íslands. Viðbrögðin sýna hvernig lögmál hreppapólitíkurinnar verða alls ráðandi jafnvel þegar utanríkisstefnan á í hlut. Rétt er í þessu samhengi að hafa nokkur kjarnaatriði á hreinu: Í fyrsta lagi eru þessir styrkir veittir gegn mótframlagi frá umsóknarríkinu til að flýta því að það geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru. Það eru sameiginlegir hagsmunir. Ávinningur Íslands er að tengjast bestu og virkustu viðskiptafrelsisreglum sem þekkjast í alþjóðasamstarfi. Í öðru lagi fólst í aðildarumsókninni að Ísland stefndi að aðild. Ella sækja ríki ekki um. Það var hins vegar veikleiki vinstri stjórnarinnar að geta ekki vegna innbyrðis ágreinings viðurkennt þetta. Umsókn Íslands eins og annarra ríkja var einfaldlega háð þeim fyrirvara að endanlegur samningur fullnægði heildarhagsmunum landsins og þjóðin samþykkti hann. Það liggur í náttúru beggja þessara atriða að fyrir fram er ekki unnt að staðhæfa um niðurstöður. Í þriðja lagi greiðir Ísland umtalsverða fjármuni í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildarinnar að evrópska efnahagssvæðinu og fær á móti verulega styrki á ýmsum sviðum. Verði af aðild mun framlag Íslands hækka til muna og styrkirnir að sama skapi. Þó að IPA-styrkirnir létti undir á erfiðum tímum í ríkisfjármálum mun Ísland í raun og veru endurgreiða þá með aðildargjöldum á löngum tíma. Þeir byggja á gagnkvæmni eins og allt heilbrigt alþjóðlegt samstarf. Að þessu virtu er deginum ljósara að forsætisráðherra minnkar sjálfan sig þegar hann líkir þessum styrkjum við mútur. Það er ógott. En hitt er verra að um leið rýrir hann orðspor landsins.Tvöfeldni eða ráðleysi? Ríkisstjórnin hefur sýnt tvöfeldni við meðferð aðildarumsóknarinnar. Utanríkisráðherra stöðvaði aðildarviðræðurnar þegar í stað með því að binda endahnút á starf samninganefndarinnar án þess þó að leysa hana formlega frá störfum. Á fundi í Brussel tilkynnti hann að hlé hefði verið gert á viðræðunum. Þegar heim kom sagði hann þjóðinni hins vegar að ekki yrði staðið við fyrirheit forystu Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðunum áfram. Rökin voru þau að slíkt væri út í hött því að ríkisstjórnin ætlaði ekki að leggja það til og myndi aldrei hefja viðræður að nýju. Nú furðar forsætisráðherra sig á því að Evrópusambandið skuli hafa stöðvað IPA-styrkina því að Ísland hafi enn stöðu umsóknarríkis. Allur þessi málatilbúnaður sýnir að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi talað tungum tveim á heimavelli og í útlöndum; ef til vill í þeirri von að engin snurða hlypi á styrkjaþráðinn frá Evrópusambandinu. Það felst í fullveldi Alþingis að þeirri stefnu sem það hefur samþykkt verður ekki breytt nema með nýrri ákvörðun þess. En staðan er sú að einn daginn talar forsætisráðherra um að ákvörðuninni hafi í raun verið breytt í kosningunum og fyrir atbeina utanríkisráðherra. Hinn daginn talar hann um að Ísland eigi að njóta þeirrar stöðu að vera enn umsóknarland. Einhverjir kunna að líta svo á að þessi málafærsla beri fremur vott um ráðleysi en tvöfeldni. Það er mildari skýring.Málamiðlun gefið langt nef Áköfustu andstæðingar aðildar ganga út frá því að heimabrúksyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar séu stjórnarstefnan. Þeir gagnrýna hana því harkalega fyrir að hafa látið Evrópusambandið skrúfa fyrir IPA-styrkina. Að þeirra áliti hefði ríkisstjórn Íslands átt að taka af skarið í þessu efni. Það er rökrétt og skiljanleg afstaða frá því sjónarhorni. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins lofuðu aftur á móti þjóðaratkvæði um hvort halda ætti viðræðunum áfram. Í því felst að Ísland raski ekki þeirri stöðu sem viðræðurnar eru í fyrr en þjóðin fær að taka ákvörðun. Ella væri loforðið innihaldslaust. Sú staða sem nú er komin upp sýnir að þetta hefur mistekist. Ríkisstjórnin fær því líka réttmæta og enn þyngri gagnrýni frá þeirri hlið. Eðlilegt er að hér eins og annars staðar hafi menn ólík viðhorf til Evrópusambandsins. Stundum bregðast stjórnvöld við gagnrýni sem kemur úr gagnstæðum áttum með því að staðhæfa að hún sýni best að menn séu á réttri braut mitt á milli. Slík röksemd á alls ekki við í þessu tilviki. Ástæðan er sú að hugmyndin um þjóðaratkvæði til að ákveða framhald viðræðnanna var málamiðlun. Þó að ekki eigi að hrapa að ályktunum virðist ríkisstjórnin vera langt komin með að klúðra möguleikanum á henni, annaðhvort af ásetningi eða gáleysi. Með því gefur hún skýrum meirihlutavilja þjóðarinnar sem styður málamiðlunina langt nef.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun