Vigdís á að víkja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Vitað var að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætti hvorki Íslandsmet í snjöllum pólitískum tímasetningum né dómgreind. Ummæli hennar um Ríkisútvarpið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun eru hins vegar meira en bara broslegur klaufaskapur. Þau eru grafalvarlegt mál, stöðu þingmannsins vegna. Hótun Vigdísar í garð RÚV var alveg ódulbúin og umbúðalaus. Hún er örg út í RÚV fyrir að hafa haft rangt eftir sér – sem raunar var leiðrétt í sama fréttatíma. Svo finnst henni fréttastofa RÚV líka bæði of vinstrisinnuð og of Evrópusinnuð. Þegar þáttarstjórnandi Bylgjunnar spurði hana hvort hún hygðist fara lengra með þessar umkvartanir sínar, svaraði hún: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Með öðrum orðum: Af því að fréttaflutningur almannaútvarpsins er ekki Vigdísi Hauksdóttur þóknanlegur, vill hún lækka fjárveitingar til þess. Auðvitað getur fólk gagnrýnt fréttaflutning RÚV, rétt eins og annarra fjölmiðla, og rökstutt þá gagnrýni. Það er hins vegar algjörlega galið af þingmanninum að tengja gagnrýni sína við fjármögnun fyrirtækisins, sem hún er í lykilstöðu til að hafa áhrif á, bæði sem formaður fjárlaganefndar og nefndarmaður í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Svona getur stjórnmálamaður í vestrænu lýðræðisríki einfaldlega ekki leyft sér að tala. Ef ummæli Vigdísar standa óhögguð og hún situr áfram í báðum nefndum, er hægt að gera hvers kyns niðurskurð á því fé sem Alþingi skammtar Ríkisútvarpinu tortryggilegan. Og það væri miður, því að það er full ástæða til spara í rekstri RÚV og draga saman samkeppnishamlandi umsvif fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaðnum. Það er til dæmis fullkominn óþarfi að ríkið reki heila útvarpsstöð til að útvarpa dægurtónlist og að fé skattgreiðenda fari í að fjármagna innkaup og útsendingar á íþróttaleikjum og bandarísku afþreyingarefni. Þessum verkefnum sinna einkarekin fyrirtæki ágætlega. Vilji menn á annað borð reka ríkisútvarp á áherzlan að vera á upplýsinga- og menningarhlutverk þess. Afstaða þingmannsins vekur líka upp spurningar um hvort hefnigirnin og misbeiting fjárveitingarvaldsins eigi að gilda á öðrum sviðum í ríkisrekstrinum. Vill Vigdís Hauksdóttir taka fjárveitingar af fleiri ríkisstofnunum af því að hún er ósammála starfsmönnunum, en ekki af því að spara þarf fé skattgreiðenda? Til dæmis af háskólunum? Eini kosturinn sem Vigdís á er að segja af sér í báðum nefndum. Annars spillir hún og þvælist fyrir þeirri nauðsynlegu sparnaðarvinnu sem fram undan er í ríkisrekstrinum. Ef hún skilur það ekki, hljóta félagar hennar í Framsóknarflokknum að skilja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Vitað var að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætti hvorki Íslandsmet í snjöllum pólitískum tímasetningum né dómgreind. Ummæli hennar um Ríkisútvarpið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun eru hins vegar meira en bara broslegur klaufaskapur. Þau eru grafalvarlegt mál, stöðu þingmannsins vegna. Hótun Vigdísar í garð RÚV var alveg ódulbúin og umbúðalaus. Hún er örg út í RÚV fyrir að hafa haft rangt eftir sér – sem raunar var leiðrétt í sama fréttatíma. Svo finnst henni fréttastofa RÚV líka bæði of vinstrisinnuð og of Evrópusinnuð. Þegar þáttarstjórnandi Bylgjunnar spurði hana hvort hún hygðist fara lengra með þessar umkvartanir sínar, svaraði hún: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Með öðrum orðum: Af því að fréttaflutningur almannaútvarpsins er ekki Vigdísi Hauksdóttur þóknanlegur, vill hún lækka fjárveitingar til þess. Auðvitað getur fólk gagnrýnt fréttaflutning RÚV, rétt eins og annarra fjölmiðla, og rökstutt þá gagnrýni. Það er hins vegar algjörlega galið af þingmanninum að tengja gagnrýni sína við fjármögnun fyrirtækisins, sem hún er í lykilstöðu til að hafa áhrif á, bæði sem formaður fjárlaganefndar og nefndarmaður í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Svona getur stjórnmálamaður í vestrænu lýðræðisríki einfaldlega ekki leyft sér að tala. Ef ummæli Vigdísar standa óhögguð og hún situr áfram í báðum nefndum, er hægt að gera hvers kyns niðurskurð á því fé sem Alþingi skammtar Ríkisútvarpinu tortryggilegan. Og það væri miður, því að það er full ástæða til spara í rekstri RÚV og draga saman samkeppnishamlandi umsvif fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaðnum. Það er til dæmis fullkominn óþarfi að ríkið reki heila útvarpsstöð til að útvarpa dægurtónlist og að fé skattgreiðenda fari í að fjármagna innkaup og útsendingar á íþróttaleikjum og bandarísku afþreyingarefni. Þessum verkefnum sinna einkarekin fyrirtæki ágætlega. Vilji menn á annað borð reka ríkisútvarp á áherzlan að vera á upplýsinga- og menningarhlutverk þess. Afstaða þingmannsins vekur líka upp spurningar um hvort hefnigirnin og misbeiting fjárveitingarvaldsins eigi að gilda á öðrum sviðum í ríkisrekstrinum. Vill Vigdís Hauksdóttir taka fjárveitingar af fleiri ríkisstofnunum af því að hún er ósammála starfsmönnunum, en ekki af því að spara þarf fé skattgreiðenda? Til dæmis af háskólunum? Eini kosturinn sem Vigdís á er að segja af sér í báðum nefndum. Annars spillir hún og þvælist fyrir þeirri nauðsynlegu sparnaðarvinnu sem fram undan er í ríkisrekstrinum. Ef hún skilur það ekki, hljóta félagar hennar í Framsóknarflokknum að skilja það.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun