Barn er oss fætt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2013 07:00 Ung hjón í London, Katrín og Vilhjálmur, eignuðust barn í fyrradag. Það sama gerðu án efa þúsundir hjóna um allan heim. Af því fer litlum sögum. Nánast hver einasti fjölmiðill í heiminum hefur hins vegar fjallað um fæðingu sonar þeirra Kötu og Villa. Ástæðan er einföld: hann er ríkisarfi bresku krúnunnar. Það gerir hann sjálfkrafa að fréttamat frá því að hann tók fyrstu andköfin. Hvorki honum né foreldrum hans til mikillar ánægju reyndar en smelludólgum heimsins til gróða. Einkalíf kóngafólks og annars frægs fólks selur grimmt og smellunum fjölgar ótölulega í hvert sinn sem nýtt slúður um það birtist. Þannig gerast nú bara kaupin á fjölmiðlaeyrinni. Hvað veldur þessum ofuráhuga venjulegs fólks á kóngafólki er hins vegar erfitt að skýra. Hverjum er ekki sama hverjum Magdalena Svíaprinsessa giftist eða hvort Harry prins var nakinn eða í fötum í einhverju partýinu? Fáránleg spurning reyndar því svarið liggur ljóst fyrir; fólki er ekki sama. Milljónir manna um heim allan gleypa við hverjum einasta slúðurmola sem birtist og sá markaður virðist aldrei mettast. Gróa á Leiti þarf sitt slúður og ekkert múður og slúðurfréttir eru dag eftir dag og ár eftir ár mest lesnu fréttirnar á vefmiðlunum. Fréttir af kóngafólki eru í sérflokki í slúðurfréttaflórunni. Enn þann dag í dag leikur einhver ljómi um þetta fólk í hugum fólks, meira að segja hér á Íslandi þar sem við höfum áratugum saman stært okkur af stéttlausu samfélagi. Klisjan sú er náttúrulega gróf sögufölsun, en það er önnur saga. Hér er og hefur alltaf verið mikil stéttaskipting og hún er síður en svo að minnka. Sú staðreynd að aðalstign er ekki til staðar hér breytir engu um það og áhuginn á kóngafólkinu bendir til að fólk þyrsti í að búa í samfélagi þar sem nokkrir útvaldir eru „merkilegri“ en almúginn fyrir þá kosti eina að hafa fæðst inn í ákveðna fjölskyldu. Mannkostir þess, andlegt og líkamlegt atgervi eru algjört aukaatriði, um það leikur enn í dag einhver ljómi sem er angi af þeirri trú að kóngar hlytu vald sitt frá guði. Fólk vill að einhver sé merkilegri en það á sama hátt og það vill trúa því að líf þess stjórnist af einhverjum æðri mætti. Sett í þetta samhengi verður niðurstaða kosninganna í vor skiljanlegri. Tveir drengir fæddir með silfurskeiðar í munni leiða flokka sem gera út á að sumir séu merkilegri en aðrir höfða til þessarar þarfar fólks og það snýr fegið baki við þeim fáránleika að allir eigi að vera jafnir og hafa jafnan rétt. Fegið að hafa skýrar línur. Það er ekki að ófyrirsynju að nafnbætur eins og kvótakóngar og útgerðaraðall hafa orðið til og tilraunir til að draga alla niður á sama plan eru dæmdar til að mistakast. Fólkið vill sína kónga og fylgir þeim í blindni jafnvel þótt í ljós komi að þeir hafi fullkomna fyrirlitningu á þessari svokölluðu alþýðu sem vinnur fyrir þá. Kóngar vilja sigla og kjósendur gefa þeim byr. Er það ekki hin rétta skipan heimsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Ung hjón í London, Katrín og Vilhjálmur, eignuðust barn í fyrradag. Það sama gerðu án efa þúsundir hjóna um allan heim. Af því fer litlum sögum. Nánast hver einasti fjölmiðill í heiminum hefur hins vegar fjallað um fæðingu sonar þeirra Kötu og Villa. Ástæðan er einföld: hann er ríkisarfi bresku krúnunnar. Það gerir hann sjálfkrafa að fréttamat frá því að hann tók fyrstu andköfin. Hvorki honum né foreldrum hans til mikillar ánægju reyndar en smelludólgum heimsins til gróða. Einkalíf kóngafólks og annars frægs fólks selur grimmt og smellunum fjölgar ótölulega í hvert sinn sem nýtt slúður um það birtist. Þannig gerast nú bara kaupin á fjölmiðlaeyrinni. Hvað veldur þessum ofuráhuga venjulegs fólks á kóngafólki er hins vegar erfitt að skýra. Hverjum er ekki sama hverjum Magdalena Svíaprinsessa giftist eða hvort Harry prins var nakinn eða í fötum í einhverju partýinu? Fáránleg spurning reyndar því svarið liggur ljóst fyrir; fólki er ekki sama. Milljónir manna um heim allan gleypa við hverjum einasta slúðurmola sem birtist og sá markaður virðist aldrei mettast. Gróa á Leiti þarf sitt slúður og ekkert múður og slúðurfréttir eru dag eftir dag og ár eftir ár mest lesnu fréttirnar á vefmiðlunum. Fréttir af kóngafólki eru í sérflokki í slúðurfréttaflórunni. Enn þann dag í dag leikur einhver ljómi um þetta fólk í hugum fólks, meira að segja hér á Íslandi þar sem við höfum áratugum saman stært okkur af stéttlausu samfélagi. Klisjan sú er náttúrulega gróf sögufölsun, en það er önnur saga. Hér er og hefur alltaf verið mikil stéttaskipting og hún er síður en svo að minnka. Sú staðreynd að aðalstign er ekki til staðar hér breytir engu um það og áhuginn á kóngafólkinu bendir til að fólk þyrsti í að búa í samfélagi þar sem nokkrir útvaldir eru „merkilegri“ en almúginn fyrir þá kosti eina að hafa fæðst inn í ákveðna fjölskyldu. Mannkostir þess, andlegt og líkamlegt atgervi eru algjört aukaatriði, um það leikur enn í dag einhver ljómi sem er angi af þeirri trú að kóngar hlytu vald sitt frá guði. Fólk vill að einhver sé merkilegri en það á sama hátt og það vill trúa því að líf þess stjórnist af einhverjum æðri mætti. Sett í þetta samhengi verður niðurstaða kosninganna í vor skiljanlegri. Tveir drengir fæddir með silfurskeiðar í munni leiða flokka sem gera út á að sumir séu merkilegri en aðrir höfða til þessarar þarfar fólks og það snýr fegið baki við þeim fáránleika að allir eigi að vera jafnir og hafa jafnan rétt. Fegið að hafa skýrar línur. Það er ekki að ófyrirsynju að nafnbætur eins og kvótakóngar og útgerðaraðall hafa orðið til og tilraunir til að draga alla niður á sama plan eru dæmdar til að mistakast. Fólkið vill sína kónga og fylgir þeim í blindni jafnvel þótt í ljós komi að þeir hafi fullkomna fyrirlitningu á þessari svokölluðu alþýðu sem vinnur fyrir þá. Kóngar vilja sigla og kjósendur gefa þeim byr. Er það ekki hin rétta skipan heimsins?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun