Ég, fréttabarnið Stígur Helgason skrifar 19. júlí 2013 07:00 Í nóvember var ég fenginn sem gestur í Kastljós ásamt kollega mínum til að tjá mig um dómsmál sem var þá áberandi í fréttum. Þessi heimsókn varð gamalli blaðakonu tilefni til vangaveltna á Facebook um það hvort „aldursmörk“ íslenskra fjölmiðlamanna væru almennt lægri en gerist erlendis. Við vorum þá 28 og 33 ára. Blaðakonan fyrrverandi stillti sig um að nota hnjóðsyrði sem uppfinningasamir áhugamenn um íslenska fjölmiðla smíðuðu ekki alls fyrir löngu og sést nú æ oftar í umræðunni: „Fréttabörn.“ Uppruni orðsins er ekki þekktur en það er mest notað á bloggvefjum tveggja fyrrverandi fréttajöfra sem hafa sterkar skoðanir á deginum og veginum og finnst fáir standast þeim snúning í stíl og almennri snilligáfu. Orðið lepja svo kommentörar fréttavefja upp eftir þeim linnulítið. Fréttabarnið, samkvæmt óformlegri skilgreiningu, er óþroskað, ekki á pari við gömlu meistarana, kann ekki íslensku og þekkir ekkert til umheimsins. Og er auðvitað ungt. Það er varla furða að fólk óttist að ungviðið sé að ná fótfestu í íslenskri blaðamennsku. Nema að þetta barnalega uppnefni er tómt rugl. Ég hef, þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, öðlast ríflega sjö og hálfs árs reynslu af fjölmiðlastörfum og hún hefur kennt mér að það er síður en svo bein fylgni á milli aldurs fréttamanna og gæða. Margt hæfileikaríkasta fólk sem ég hef kynnst í þessum bransa er kornungt – jafnvel mun yngra en ég. Og vel að merkja; Eiður Guðnason hóf sjálfur störf á dagblaði 23 ára – 28 ára var hann orðinn ritstjórnarfulltrúi. Jónas Kristjánsson varð fréttastjóri Vísis 24 ára og ritstjóri 26 ára. En þeir voru auðvitað óvenjubráðgerir og miklir yfirburðamenn. Það er eins og þessir höfðingjar haldi að vond blaðamennska hafi fyrst orðið til um það leyti sem þeir hættu sjálfir afskiptum af henni. Ég get fullvissað þá um að svo er ekki. Eins og er oft heilmikið til í aðfinnslum þeirra þá hefðu þær líklega mun meiri áhrif ef þær væru ekki svona yfirlætisfullar og dónalegar. Allt fjas um „fréttabörn“ er til óþurftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Í nóvember var ég fenginn sem gestur í Kastljós ásamt kollega mínum til að tjá mig um dómsmál sem var þá áberandi í fréttum. Þessi heimsókn varð gamalli blaðakonu tilefni til vangaveltna á Facebook um það hvort „aldursmörk“ íslenskra fjölmiðlamanna væru almennt lægri en gerist erlendis. Við vorum þá 28 og 33 ára. Blaðakonan fyrrverandi stillti sig um að nota hnjóðsyrði sem uppfinningasamir áhugamenn um íslenska fjölmiðla smíðuðu ekki alls fyrir löngu og sést nú æ oftar í umræðunni: „Fréttabörn.“ Uppruni orðsins er ekki þekktur en það er mest notað á bloggvefjum tveggja fyrrverandi fréttajöfra sem hafa sterkar skoðanir á deginum og veginum og finnst fáir standast þeim snúning í stíl og almennri snilligáfu. Orðið lepja svo kommentörar fréttavefja upp eftir þeim linnulítið. Fréttabarnið, samkvæmt óformlegri skilgreiningu, er óþroskað, ekki á pari við gömlu meistarana, kann ekki íslensku og þekkir ekkert til umheimsins. Og er auðvitað ungt. Það er varla furða að fólk óttist að ungviðið sé að ná fótfestu í íslenskri blaðamennsku. Nema að þetta barnalega uppnefni er tómt rugl. Ég hef, þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, öðlast ríflega sjö og hálfs árs reynslu af fjölmiðlastörfum og hún hefur kennt mér að það er síður en svo bein fylgni á milli aldurs fréttamanna og gæða. Margt hæfileikaríkasta fólk sem ég hef kynnst í þessum bransa er kornungt – jafnvel mun yngra en ég. Og vel að merkja; Eiður Guðnason hóf sjálfur störf á dagblaði 23 ára – 28 ára var hann orðinn ritstjórnarfulltrúi. Jónas Kristjánsson varð fréttastjóri Vísis 24 ára og ritstjóri 26 ára. En þeir voru auðvitað óvenjubráðgerir og miklir yfirburðamenn. Það er eins og þessir höfðingjar haldi að vond blaðamennska hafi fyrst orðið til um það leyti sem þeir hættu sjálfir afskiptum af henni. Ég get fullvissað þá um að svo er ekki. Eins og er oft heilmikið til í aðfinnslum þeirra þá hefðu þær líklega mun meiri áhrif ef þær væru ekki svona yfirlætisfullar og dónalegar. Allt fjas um „fréttabörn“ er til óþurftar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun