Með tónleikagestina nánast í fanginu Jónas Zen skrifar 18. júlí 2013 10:00 Peter Maté Tónleikar Peter Maté píanóleikari flutti verk eftir Rakmaninoff, Liszt, Beethoven og Þorkel Sigurbjörnsson í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 16. júlí. Að koma fram á tónleikum og spila erfið verk utanbókar er gríðarleg þolraun. Að minnsta kosti fyrir þá sem ekki halda marga tónleika á ári. Það er því mikilvægt fyrir tónlistarflytjandann að geta gleymt sér í tónlistinni og einangrað sig andlega frá áheyrendum. Ég gat ekki séð að þessi sjálfsagða krafa væri virt á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Salurinn er lítill og hann fylltist fljótt. Áheyrendur héldu áfram að streyma að. En í staðinn fyrir að tilkynna að það væri uppselt var stólum bætt við. Ég held að ég hafi aldrei séð fremsta áheyrendabekkinn eins nálægt flyglinum og þarna um kvöldið. Mér sýndist fjarlægðin vera um einn metri. Það var nánast eins og að vera með tónleikagestina í fanginu. Peter Maté píanóleikari kom fram á tónleikunum. Hann er af ungverskum ættum en var fæddur í gömlu Tékkóslóvakíu og hefur verið búsettur á Íslandi í lengri tíma. Miðað við erfiðar aðstæður var frammistaða hans aðdáunarverð. Fyrst á dagskrá voru tvær prelúdíur eftir Rakmaninoff, op. 32 nr. 12 og op. 23 nr. 2. Sú fyrri er auðveld viðureignar en hin síðari alls ekki. Maður heyrði að Peter var taugaóstyrkur. Túlkunin var dálítið óróleg, leikurinn var stundum órytmískur. Hápunktana í tónlistinni skorti þyngd; það vantaði kraftinn í þá. Það var eins og píanóleikarinn væri hræddur við að gefa sig tónlistinni algerlega á vald. En vissulega var margt prýðilega leikið. Hraðar nótnarunur voru t.d. tærar og glitrandi. Og túlkunin var almennt í anda Rakmaninoffs. Hún var lífleg og ástríðufull, fyrir utan þetta með hápunktana. Svipaða sögu er að segja um annað á dagskránni. Ástardraumar eftir Franz Liszt voru einkar fallegir, fullir af rómantískri mýkt og fegurð. En fantasíuna um Heilagan Frans sem gengur yfir öldurnar hefði mátt byggja betur upp. Hún var býsna óstöðug. Það var eins og píanóleikarinn væri að flýta sér. Fyrir bragðið vantaði glæsileikann í verkið. Tónlistin missti marks. Hin svokölluðu Hans tilbrigði, sem Þorkell Sigurbjörnsson tileinkaði sænska píanóleikaranum Hans Pålsson, komu hins vegar prýðilega út. Þorkell lést fyrr á árinu, en þennan dag, 16. júlí, hefði hann orðið 75 ára. Peter lék tilbrigðin hans af skáldlegu innsæi. Það er tregafullt andrúmsloft í verkinu, einmanaleiki sem komst fullkomlega til skila í vandaðri túlkuninni. Sónata nr. 26 eftir Beethoven var líka á margan hátt flott. Hún er titluð Les Adieux (kveðjurnar) og fjallar um aðskilnað, fjarveru og endurfundi. Peter sýndi þar að hann er frábær píanóleikari. Mjög erfiðar nótnastrófur voru fullkomnar. Spilamennskan var í heild dramatísk eins og hún átti að vera. Aftur saknaði ég þó kraftsins í hápunktunum. Fyrir bragðið var verkið aldrei almennilega fullnægjandi. Það var synd. Niðurstaða:Góður flutningur en taugaóstyrkur, sem má rekja til erfiðra aðstæðna í tónleikasal, spillti fyrir. Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Peter Maté píanóleikari flutti verk eftir Rakmaninoff, Liszt, Beethoven og Þorkel Sigurbjörnsson í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 16. júlí. Að koma fram á tónleikum og spila erfið verk utanbókar er gríðarleg þolraun. Að minnsta kosti fyrir þá sem ekki halda marga tónleika á ári. Það er því mikilvægt fyrir tónlistarflytjandann að geta gleymt sér í tónlistinni og einangrað sig andlega frá áheyrendum. Ég gat ekki séð að þessi sjálfsagða krafa væri virt á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Salurinn er lítill og hann fylltist fljótt. Áheyrendur héldu áfram að streyma að. En í staðinn fyrir að tilkynna að það væri uppselt var stólum bætt við. Ég held að ég hafi aldrei séð fremsta áheyrendabekkinn eins nálægt flyglinum og þarna um kvöldið. Mér sýndist fjarlægðin vera um einn metri. Það var nánast eins og að vera með tónleikagestina í fanginu. Peter Maté píanóleikari kom fram á tónleikunum. Hann er af ungverskum ættum en var fæddur í gömlu Tékkóslóvakíu og hefur verið búsettur á Íslandi í lengri tíma. Miðað við erfiðar aðstæður var frammistaða hans aðdáunarverð. Fyrst á dagskrá voru tvær prelúdíur eftir Rakmaninoff, op. 32 nr. 12 og op. 23 nr. 2. Sú fyrri er auðveld viðureignar en hin síðari alls ekki. Maður heyrði að Peter var taugaóstyrkur. Túlkunin var dálítið óróleg, leikurinn var stundum órytmískur. Hápunktana í tónlistinni skorti þyngd; það vantaði kraftinn í þá. Það var eins og píanóleikarinn væri hræddur við að gefa sig tónlistinni algerlega á vald. En vissulega var margt prýðilega leikið. Hraðar nótnarunur voru t.d. tærar og glitrandi. Og túlkunin var almennt í anda Rakmaninoffs. Hún var lífleg og ástríðufull, fyrir utan þetta með hápunktana. Svipaða sögu er að segja um annað á dagskránni. Ástardraumar eftir Franz Liszt voru einkar fallegir, fullir af rómantískri mýkt og fegurð. En fantasíuna um Heilagan Frans sem gengur yfir öldurnar hefði mátt byggja betur upp. Hún var býsna óstöðug. Það var eins og píanóleikarinn væri að flýta sér. Fyrir bragðið vantaði glæsileikann í verkið. Tónlistin missti marks. Hin svokölluðu Hans tilbrigði, sem Þorkell Sigurbjörnsson tileinkaði sænska píanóleikaranum Hans Pålsson, komu hins vegar prýðilega út. Þorkell lést fyrr á árinu, en þennan dag, 16. júlí, hefði hann orðið 75 ára. Peter lék tilbrigðin hans af skáldlegu innsæi. Það er tregafullt andrúmsloft í verkinu, einmanaleiki sem komst fullkomlega til skila í vandaðri túlkuninni. Sónata nr. 26 eftir Beethoven var líka á margan hátt flott. Hún er titluð Les Adieux (kveðjurnar) og fjallar um aðskilnað, fjarveru og endurfundi. Peter sýndi þar að hann er frábær píanóleikari. Mjög erfiðar nótnastrófur voru fullkomnar. Spilamennskan var í heild dramatísk eins og hún átti að vera. Aftur saknaði ég þó kraftsins í hápunktunum. Fyrir bragðið var verkið aldrei almennilega fullnægjandi. Það var synd. Niðurstaða:Góður flutningur en taugaóstyrkur, sem má rekja til erfiðra aðstæðna í tónleikasal, spillti fyrir.
Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira