Stjórnlaus ríkisbanki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júlí 2013 07:30 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð (ÍLS) er í stíl við skýrslu fyrri rannsóknarnefndar um bankana; samfelldur áfellisdómur bæði yfir stjórnendum fjármálastofnunarinnar sem um ræðir, stjórnmálunum, stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum. Nefndin segir að það sé í meginatriðum rangt að skilgreina ÍLS sem félagslega þjónustustofnun. Hann beri flest einkenni fjármálafyrirtækis á húsnæðislánamarkaði, í beinni samkeppni við einkafyrirtæki. Í raun hafi sjóðurinn verið rekinn eins og fjárfestingarbanki, bara með minni kröfum um eigið fé, laust fé og menntun og reynslu stjórnarmanna en gerðar eru til annarra fjármálastofnana. Hann hafi heldur ekki lotið sama eftirliti og þær. Myndin sem dregin er upp í skýrslunni er af risastórum, stjórnlausum ríkisbanka með vanhæfa stjórnendur og starfsmenn, sem tóku alltof mikla áhættu með fé skattgreiðenda – með skelfilegum afleiðingum. Talið er að heildartapið á sjóðnum frá upphafi sé um 270 milljarðar. Upphafið að mestu ógæfunni í rekstri ÍLS má rekja til kosningaloforðs Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2003; um að fólk gæti fengið lánað fyrir 90% af andvirði íbúðar. Þrátt fyrir að gerð væru alvarleg mistök við innleiðingu 90% lánanna og upptöku nýs íbúðabréfakerfis, var hvergi slegið af heldur anað áfram í þágu pólitískra markmiða. Þegar viðskiptabankarnir byrjuðu að veita íbúðalán í samkeppni við ÍLS var enn gefið í, í stað þess að sjóðurinn héldi sig til hlés og reyndi að takmarka eigið tap, eins og rannsóknarnefndin telur eðlilegast að hann hefði gert. Sjóðurinn hélt áfram að lána og lána, sækja sér fé á markað sem hann þurfti ekki og fór auk þess út í stórfelldar lánveitingar til keppinautanna. Þeir notuðu peningana til að fjármagna samkeppnina við hann, sem olli aftur enn meiri uppgreiðslum hjá ÍLS, með tilheyrandi tapi og þenslu í hagkerfinu. Ríkisrekni bankinn óð um eins og fíll í postulínsbúð. Að mati rannsóknarnefndarinnar brást eftirlit með ÍLS meðal annars vegna pólitískra ráðninga stjórnenda í sjóðnum sjálfum og eftirlitsstofnunum. Þrátt fyrir veikburða viðleitni Ríkisábyrgðasjóðs til að hindra að ábyrgðir féllu á skattgreiðendur varð skortur á pólitískum stuðningi til þess að ekki var á hann hlustað. Nefndin segist ekki sjá nein rök fyrir því að ríkið veiti almenn húsnæðislán í núverandi markaðsumhverfi. Þær upplýsingar sem dregnar eru fram í skýrslu hennar benda líka eindregið til að ríkisrekni húsnæðislánabankinn sem starfaði í þágu pólitískra markmiða hafi gert meiri skaða en gagn. Á það höfðu alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) raunar bent árum saman. Á þær var ekki hlustað. Þetta eru að vísu sömu stofnanirnar og núverandi forsætisráðherra sagði um fyrir skemmstu að hann hefði „ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst“ þegar áform ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingu væru annars vegar. Það er þess vegna kannski óhófleg bjartsýni að vonast til að núverandi stjórnarflokkar, sem báru í sameiningu ábyrgð á vitlausustu ákvörðununum um Íbúðalánasjóð, bregðist myndarlega við rannsóknarskýrslunni. Það ættu þeir nú samt að gera, með mjög rækilegri uppstokkun á hlutverki og starfsemi sjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð (ÍLS) er í stíl við skýrslu fyrri rannsóknarnefndar um bankana; samfelldur áfellisdómur bæði yfir stjórnendum fjármálastofnunarinnar sem um ræðir, stjórnmálunum, stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum. Nefndin segir að það sé í meginatriðum rangt að skilgreina ÍLS sem félagslega þjónustustofnun. Hann beri flest einkenni fjármálafyrirtækis á húsnæðislánamarkaði, í beinni samkeppni við einkafyrirtæki. Í raun hafi sjóðurinn verið rekinn eins og fjárfestingarbanki, bara með minni kröfum um eigið fé, laust fé og menntun og reynslu stjórnarmanna en gerðar eru til annarra fjármálastofnana. Hann hafi heldur ekki lotið sama eftirliti og þær. Myndin sem dregin er upp í skýrslunni er af risastórum, stjórnlausum ríkisbanka með vanhæfa stjórnendur og starfsmenn, sem tóku alltof mikla áhættu með fé skattgreiðenda – með skelfilegum afleiðingum. Talið er að heildartapið á sjóðnum frá upphafi sé um 270 milljarðar. Upphafið að mestu ógæfunni í rekstri ÍLS má rekja til kosningaloforðs Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2003; um að fólk gæti fengið lánað fyrir 90% af andvirði íbúðar. Þrátt fyrir að gerð væru alvarleg mistök við innleiðingu 90% lánanna og upptöku nýs íbúðabréfakerfis, var hvergi slegið af heldur anað áfram í þágu pólitískra markmiða. Þegar viðskiptabankarnir byrjuðu að veita íbúðalán í samkeppni við ÍLS var enn gefið í, í stað þess að sjóðurinn héldi sig til hlés og reyndi að takmarka eigið tap, eins og rannsóknarnefndin telur eðlilegast að hann hefði gert. Sjóðurinn hélt áfram að lána og lána, sækja sér fé á markað sem hann þurfti ekki og fór auk þess út í stórfelldar lánveitingar til keppinautanna. Þeir notuðu peningana til að fjármagna samkeppnina við hann, sem olli aftur enn meiri uppgreiðslum hjá ÍLS, með tilheyrandi tapi og þenslu í hagkerfinu. Ríkisrekni bankinn óð um eins og fíll í postulínsbúð. Að mati rannsóknarnefndarinnar brást eftirlit með ÍLS meðal annars vegna pólitískra ráðninga stjórnenda í sjóðnum sjálfum og eftirlitsstofnunum. Þrátt fyrir veikburða viðleitni Ríkisábyrgðasjóðs til að hindra að ábyrgðir féllu á skattgreiðendur varð skortur á pólitískum stuðningi til þess að ekki var á hann hlustað. Nefndin segist ekki sjá nein rök fyrir því að ríkið veiti almenn húsnæðislán í núverandi markaðsumhverfi. Þær upplýsingar sem dregnar eru fram í skýrslu hennar benda líka eindregið til að ríkisrekni húsnæðislánabankinn sem starfaði í þágu pólitískra markmiða hafi gert meiri skaða en gagn. Á það höfðu alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) raunar bent árum saman. Á þær var ekki hlustað. Þetta eru að vísu sömu stofnanirnar og núverandi forsætisráðherra sagði um fyrir skemmstu að hann hefði „ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst“ þegar áform ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingu væru annars vegar. Það er þess vegna kannski óhófleg bjartsýni að vonast til að núverandi stjórnarflokkar, sem báru í sameiningu ábyrgð á vitlausustu ákvörðununum um Íbúðalánasjóð, bregðist myndarlega við rannsóknarskýrslunni. Það ættu þeir nú samt að gera, með mjög rækilegri uppstokkun á hlutverki og starfsemi sjóðsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun