Til atlögu við svefnsófann Pawel Bartoszek skrifar 28. júní 2013 06:00 Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun