Við grátmúrinn Guðmundur Andri Thorsson. skrifar 24. júní 2013 07:00 Fyrir tveimur árum var hér á ferð einn af þessum forvitnu, góðviljuðu og skynugu erlendu blaðamönnum sem hafa verið tíðir gestir á Íslandi eftir Hrun. Sam Knight heitir hann og skrifar fyrir enska tímaritið Prospect. Hann hafði áhuga á kvótakerfinu, var nokkuð hrifinn af því, en vildi kynna sér allar hliðar málsins eins og tíðkast meðal raunverulegra blaðamanna á raunverulegum fjölmiðlum. Meðal annars fór hann á fund Friðriks J. Arngrímssonar sem blaðamanninum þótti hafa margt til síns máls þegar kom að rökum fyrir hagkvæmni íslenska kvótakerfisins. En svo barst talið að samfélagslegri ábyrgð útvegsmanna. Knight skrifar í grein sinni, sem birtist árið 2011: „Angistin virðist tilheyra öllum á Íslandi um þessar mundir, ekki aðeins þeim sem finnst þeir hafa orðið undir í lífinu eða lent á vonarvöl að ósekju vegna hrunsins. Undir lok samtalsins spurði ég Friðrik hvort hann héldi að sjávarútvegsfyrirtækin hefðu skyldum að gegna við að hjálpa til við endurreisn þjóðarinnar. „Það höfum við svo sannarlega,“ sagði hann. En svo þagnaði hann og sagði trúnaðarfullur: „Ég veit ekki hversu mikið þú hefur heyrt af þessu, umræðunni. Í augum sumra stjórnmálamanna erum við eins og …“ Friðrik leitaði að rétta orðinu. „Okkur er kennt um allt.“ „Mafían?“ stakk ég upp á. „Það má kannski nota það orð,“ svaraði hann. „Þetta er samt frekar eins og Gyðingarnir í landi sem við þekkjum fyrir 60 árum síðan. Þetta er ótrúlegt.“* Ótrúlegt? Að sumir íslenskir stjórnmálamenn hafi sömu viðhorf til íslenskra útgerðarmanna og nasistar höfðu til Gyðinga í Þýskalandi? Vilji myrða þá? Útrýma þeim? Að til hafi staðið að koma upp þrælkunar- og útrýmingarbúðum og senda alla útgerðarmenn landsins þangað eftir að eigur þeirra hafi verið gerðar upptækar? Að umræður um að útgerðarmenn greiði til samfélagsins svolitla rentu af þeirri auðlind sem lög segja vera í þjóðareigu, séu sambærilegar við þá orðræðu sem nasistar viðhöfðu um Gyðinga? Ótrúlegt? Það má kannski nota það orð.„Okkur er kennt um allt“ Ummæli Friðriks J. Arngrímssonar í þessu viðtali fyrir tveimur árum eru vissulega til vitnis um þann þjóðarlöst að líta á það sem einhvers konar vígstöðu í lífsbaráttunni að vera ofsóttur, og hyllast menn þá til að útmála ofsóknirnar á hendur sér sem átakanlegast. Það þekkjum við. Þetta er viss tegund af íslenskum frekjukúltúr. En þessi ummæli eru eiginlega handan við hefðbundna íslenska kveinstafi. Þau sýna mann sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvað er við hæfi að segja við þokkalega upplýsta Evrópubúa og hvað ekki – heimaríkan heimalning, sem virðist ekki þekkja vel til sögu Evrópu. En fyrst og fremst sýna þessi ummæli stórundarlega sjálfsmynd íslenskra útgerðarmanna. Það er sérlega eftirtektarvert hvernig Friðrik hraðar sér í hlutskipti fórnarlambsins þegar hann er spurður um ábyrgð. Það er eins og hann kunni ekki aðra orðræðu. Hann tekur undir að íslenskir útgerðarmenn hafi samfélagslegum skyldum að gegna við þjóðfélagið, en í stað þess að útlista í hverju þær kunni að vera fólgnar leiða hugrenningartengslin hann óðara út í að að líkja kvótagreifum Íslands við örlög Gyðinga í Þýskalandi nasismans. Hann notar ekki tækifærið hér til að segja eitthvað jákvætt, uppbyggilegt, sameinandi, ábyrgðarfullt. Hann er fullur tortryggni – nei: hann er fullur ofsóknaróra. Hann gefur til kynna að ef þeir láti svo mikið sem tommu eftir þá sé þeim búin glötun og gasklefar. Það sorglega við þetta allt saman er að Íslendingar eru upp til hópa stoltir af sjávarútvegi sínum; þeir líta upp til íslensku sjómannanna sem er hugsanlega sú stétt hér á landi sem mestrar almennrar virðingar nýtur. Íslendingar vilja upp til hópa að útgerðin gangi vel, sjómenn hafi miklar tekjur, gróði sé í greininni, sjávarþorpin dafni og vel sé gengið um auðlindina. Flestir Íslendingar tengjast sjónum á einn eða annan hátt, hafa verið sjálfir til sjós eða eiga nána ættingja sem hann hafa stundað.Brjótum þennan múr! Útgerðarmenn þurfa að fara að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki Ísraelsmenn, lítill og harðsnúinn hópur sem býr við stöðugt umsátursástand þeirra sem vilja þá feiga. Slíkt viðhorf er einungis vitnisburður um einhvers konar allsherjar hópsefjun meðal þeirra sem komin er handan velsæmismarka. Þeir verða að fara að koma til byggða í hugmyndum sínum. Þeir eru partur af okkur hinum og við erum partur af þeim. Því fyrr sem þeir gera sér grein fyrir þessu því betra fyrir okkur öll – líka þá. Þeir verða þá að byrja á því að rífa þann grátmúr sem þeir hafa hlaðið kringum sig, allt frá því að fyrirrennari Friðriks J. Arngrímssonar hóf að ganga við sinn grátstaf í fjölmiðlum, eins og við munum öll sem komin erum á miðjan aldur. Þeir eiga að vera jákvæðir. Menn sem eiga svona mikið af skipum og fiskveiðiheimildum og Range-Roverum og húsum eiga að bera sig vel, vera glaðir og kátir, öðrum og sér til ununar. Þeir eiga að hætta þessu þvaðri um mjólkurkaffidrykkju og miðbæinn í Reykjavík. Þeir eiga að skila okkur aftur Morgunblaðinu og hætta að fjármagna þetta furðulega röfl sem Reykjavíkurbréfin eru að verða. Þeir eiga að tala við okkur og hætta að grenja. Og þeir eiga sóma síns vegna að hætta að líkja sér við ofsóttasta fólk veraldar fyrir það eitt að vera beðnir um að borga sanngjarnan hluta gróðans í sameiginlega sjóði. Gróði er góður. En græðgi er vond. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum var hér á ferð einn af þessum forvitnu, góðviljuðu og skynugu erlendu blaðamönnum sem hafa verið tíðir gestir á Íslandi eftir Hrun. Sam Knight heitir hann og skrifar fyrir enska tímaritið Prospect. Hann hafði áhuga á kvótakerfinu, var nokkuð hrifinn af því, en vildi kynna sér allar hliðar málsins eins og tíðkast meðal raunverulegra blaðamanna á raunverulegum fjölmiðlum. Meðal annars fór hann á fund Friðriks J. Arngrímssonar sem blaðamanninum þótti hafa margt til síns máls þegar kom að rökum fyrir hagkvæmni íslenska kvótakerfisins. En svo barst talið að samfélagslegri ábyrgð útvegsmanna. Knight skrifar í grein sinni, sem birtist árið 2011: „Angistin virðist tilheyra öllum á Íslandi um þessar mundir, ekki aðeins þeim sem finnst þeir hafa orðið undir í lífinu eða lent á vonarvöl að ósekju vegna hrunsins. Undir lok samtalsins spurði ég Friðrik hvort hann héldi að sjávarútvegsfyrirtækin hefðu skyldum að gegna við að hjálpa til við endurreisn þjóðarinnar. „Það höfum við svo sannarlega,“ sagði hann. En svo þagnaði hann og sagði trúnaðarfullur: „Ég veit ekki hversu mikið þú hefur heyrt af þessu, umræðunni. Í augum sumra stjórnmálamanna erum við eins og …“ Friðrik leitaði að rétta orðinu. „Okkur er kennt um allt.“ „Mafían?“ stakk ég upp á. „Það má kannski nota það orð,“ svaraði hann. „Þetta er samt frekar eins og Gyðingarnir í landi sem við þekkjum fyrir 60 árum síðan. Þetta er ótrúlegt.“* Ótrúlegt? Að sumir íslenskir stjórnmálamenn hafi sömu viðhorf til íslenskra útgerðarmanna og nasistar höfðu til Gyðinga í Þýskalandi? Vilji myrða þá? Útrýma þeim? Að til hafi staðið að koma upp þrælkunar- og útrýmingarbúðum og senda alla útgerðarmenn landsins þangað eftir að eigur þeirra hafi verið gerðar upptækar? Að umræður um að útgerðarmenn greiði til samfélagsins svolitla rentu af þeirri auðlind sem lög segja vera í þjóðareigu, séu sambærilegar við þá orðræðu sem nasistar viðhöfðu um Gyðinga? Ótrúlegt? Það má kannski nota það orð.„Okkur er kennt um allt“ Ummæli Friðriks J. Arngrímssonar í þessu viðtali fyrir tveimur árum eru vissulega til vitnis um þann þjóðarlöst að líta á það sem einhvers konar vígstöðu í lífsbaráttunni að vera ofsóttur, og hyllast menn þá til að útmála ofsóknirnar á hendur sér sem átakanlegast. Það þekkjum við. Þetta er viss tegund af íslenskum frekjukúltúr. En þessi ummæli eru eiginlega handan við hefðbundna íslenska kveinstafi. Þau sýna mann sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvað er við hæfi að segja við þokkalega upplýsta Evrópubúa og hvað ekki – heimaríkan heimalning, sem virðist ekki þekkja vel til sögu Evrópu. En fyrst og fremst sýna þessi ummæli stórundarlega sjálfsmynd íslenskra útgerðarmanna. Það er sérlega eftirtektarvert hvernig Friðrik hraðar sér í hlutskipti fórnarlambsins þegar hann er spurður um ábyrgð. Það er eins og hann kunni ekki aðra orðræðu. Hann tekur undir að íslenskir útgerðarmenn hafi samfélagslegum skyldum að gegna við þjóðfélagið, en í stað þess að útlista í hverju þær kunni að vera fólgnar leiða hugrenningartengslin hann óðara út í að að líkja kvótagreifum Íslands við örlög Gyðinga í Þýskalandi nasismans. Hann notar ekki tækifærið hér til að segja eitthvað jákvætt, uppbyggilegt, sameinandi, ábyrgðarfullt. Hann er fullur tortryggni – nei: hann er fullur ofsóknaróra. Hann gefur til kynna að ef þeir láti svo mikið sem tommu eftir þá sé þeim búin glötun og gasklefar. Það sorglega við þetta allt saman er að Íslendingar eru upp til hópa stoltir af sjávarútvegi sínum; þeir líta upp til íslensku sjómannanna sem er hugsanlega sú stétt hér á landi sem mestrar almennrar virðingar nýtur. Íslendingar vilja upp til hópa að útgerðin gangi vel, sjómenn hafi miklar tekjur, gróði sé í greininni, sjávarþorpin dafni og vel sé gengið um auðlindina. Flestir Íslendingar tengjast sjónum á einn eða annan hátt, hafa verið sjálfir til sjós eða eiga nána ættingja sem hann hafa stundað.Brjótum þennan múr! Útgerðarmenn þurfa að fara að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki Ísraelsmenn, lítill og harðsnúinn hópur sem býr við stöðugt umsátursástand þeirra sem vilja þá feiga. Slíkt viðhorf er einungis vitnisburður um einhvers konar allsherjar hópsefjun meðal þeirra sem komin er handan velsæmismarka. Þeir verða að fara að koma til byggða í hugmyndum sínum. Þeir eru partur af okkur hinum og við erum partur af þeim. Því fyrr sem þeir gera sér grein fyrir þessu því betra fyrir okkur öll – líka þá. Þeir verða þá að byrja á því að rífa þann grátmúr sem þeir hafa hlaðið kringum sig, allt frá því að fyrirrennari Friðriks J. Arngrímssonar hóf að ganga við sinn grátstaf í fjölmiðlum, eins og við munum öll sem komin erum á miðjan aldur. Þeir eiga að vera jákvæðir. Menn sem eiga svona mikið af skipum og fiskveiðiheimildum og Range-Roverum og húsum eiga að bera sig vel, vera glaðir og kátir, öðrum og sér til ununar. Þeir eiga að hætta þessu þvaðri um mjólkurkaffidrykkju og miðbæinn í Reykjavík. Þeir eiga að skila okkur aftur Morgunblaðinu og hætta að fjármagna þetta furðulega röfl sem Reykjavíkurbréfin eru að verða. Þeir eiga að tala við okkur og hætta að grenja. Og þeir eiga sóma síns vegna að hætta að líkja sér við ofsóttasta fólk veraldar fyrir það eitt að vera beðnir um að borga sanngjarnan hluta gróðans í sameiginlega sjóði. Gróði er góður. En græðgi er vond.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun