Martröð minningaleysisins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. júní 2013 13:00 Áður en ég sofna eftir S.J. Watson. Bækur. Áður en ég sofna. S.J. Watson. Þýðing: Jón St. Kristjánsson. JPV-útgáfa. Að vakna á hverjum morgni án nokkurra minninga um gærdaginn eða dagana þar á undan hlýtur að vera martröð líkast. Það er veruleiki Christine Lucas, söguhetjunnar í Áður en ég sofna eftir S. J. Watson. Hún man það sem gerst hefur þann daginn á meðan hún vakir en svefninn þurrkar allt út og nýr morgun þýðir nýtt upphaf á lífinu. Hún hefur ekki hugmynd um hver maðurinn við hliðina á henni í rúminu er, þekkir ekki konuna í speglinum og það sem verst er, hún hefur enga hugmynd um hvað olli því að hún missti minnið. Sagan fylgir henni frá því hún hefur að skrifa dagbók og safnar með því saman minningum sem leiða að lokum í ljós þann glæp sem minnistapinu olli. Áður en ég sofna er afar óvenjuleg spennusaga. Hér er ekki verið að eltast við glæpamann sem framið hefur einhvern tiltekinn glæp, hér er engin lögga, enginn blaðamaður, enginn lögfræðingur með einstæða hæfileika til að leysa flókna gátu. Hér er bara ofur venjuleg kona sem reynir að raða saman púsluspilinu um eigið líf og kemst smátt og smátt að raun um að veruleiki hennar er allur annar og óhugnanlegri en hana gæti nokkru sinni hafa grunað. Enginn alvitur sögumaður miðlar lesandanum upplýsingum, allt er séð í gegnum augu Christine og hvorki hún né lesandinn hefur nokkrar forsendur til að sigta lygi frá sannleika í því sem fólkið í kringum hana segir henni um fyrra líf. Hún – og lesandinn um leið – þykist oft vera komin með heillega mynd af sannleikanum í hendur, til þess eins að sjá hana molna aftur og þurfa að byrja að raða púslinu upp á nýtt. Watson er frábær sögumaður og þessi óvanalega frásagnaraðferð snarvirkar. Lesandinn er með öndina í hálsinum megnið af tímanum, grunar hinn og þennan af aðstandendum Christine um græsku, trúir sömu lygum og hún og á ekki séns á því að finna lausn gátunnar fyrr en um leið og hún. Virkilega frumleg og vel gerð spennusaga. Niðurstaða: Frumleg og vel byggð spennusaga sem fer með lesandann í óvissuferð með óvæntum endi. Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Áður en ég sofna. S.J. Watson. Þýðing: Jón St. Kristjánsson. JPV-útgáfa. Að vakna á hverjum morgni án nokkurra minninga um gærdaginn eða dagana þar á undan hlýtur að vera martröð líkast. Það er veruleiki Christine Lucas, söguhetjunnar í Áður en ég sofna eftir S. J. Watson. Hún man það sem gerst hefur þann daginn á meðan hún vakir en svefninn þurrkar allt út og nýr morgun þýðir nýtt upphaf á lífinu. Hún hefur ekki hugmynd um hver maðurinn við hliðina á henni í rúminu er, þekkir ekki konuna í speglinum og það sem verst er, hún hefur enga hugmynd um hvað olli því að hún missti minnið. Sagan fylgir henni frá því hún hefur að skrifa dagbók og safnar með því saman minningum sem leiða að lokum í ljós þann glæp sem minnistapinu olli. Áður en ég sofna er afar óvenjuleg spennusaga. Hér er ekki verið að eltast við glæpamann sem framið hefur einhvern tiltekinn glæp, hér er engin lögga, enginn blaðamaður, enginn lögfræðingur með einstæða hæfileika til að leysa flókna gátu. Hér er bara ofur venjuleg kona sem reynir að raða saman púsluspilinu um eigið líf og kemst smátt og smátt að raun um að veruleiki hennar er allur annar og óhugnanlegri en hana gæti nokkru sinni hafa grunað. Enginn alvitur sögumaður miðlar lesandanum upplýsingum, allt er séð í gegnum augu Christine og hvorki hún né lesandinn hefur nokkrar forsendur til að sigta lygi frá sannleika í því sem fólkið í kringum hana segir henni um fyrra líf. Hún – og lesandinn um leið – þykist oft vera komin með heillega mynd af sannleikanum í hendur, til þess eins að sjá hana molna aftur og þurfa að byrja að raða púslinu upp á nýtt. Watson er frábær sögumaður og þessi óvanalega frásagnaraðferð snarvirkar. Lesandinn er með öndina í hálsinum megnið af tímanum, grunar hinn og þennan af aðstandendum Christine um græsku, trúir sömu lygum og hún og á ekki séns á því að finna lausn gátunnar fyrr en um leið og hún. Virkilega frumleg og vel gerð spennusaga. Niðurstaða: Frumleg og vel byggð spennusaga sem fer með lesandann í óvissuferð með óvæntum endi.
Gagnrýni Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira