Barnafjölskyldur fluttar með valdi Mikael Torfason skrifar 29. maí 2013 07:00 Í gær voru 27 manns fluttir nauðugir með leiguflugi til Króatíu. Þetta voru fjölskyldur með börn sem höfðu selt aleigu sína til að freista gæfunnar á Íslandi. Ein konan úr hópnum var nýbúin að næla sér í vinnu við fiskvinnslu og ein stúlkan hafði fengið inni í grunnskóla í Reykjanesbæ. Það kostar íslenska skattgreiðendur minnst átta milljónir að leigja flugvélina en barnafjölskyldurnar voru fluttar út á Keflavíkurflugvöll í fylgd lögreglufólks. Fólkið hafði sótt um pólitískt hæli hér á landi en það átti erfitt með að sjá fyrir sér í heimalandi sínu vegna ofsókna. Þau eru af óæskilegum ættum, segja þau, og fá ekki að njóta sannmælis í Króatíu. Mörg hjónanna giftu sig þvert á hefðir hvað varðar þjóðerni og trúarbrögð og segjast hafa þurft að flytjast bæ úr bæ í heimalandinu í leit að betra lífi. Allar þessar frásagnir eru sláandi og sorglegar. Framkoma stjórnvalda er til skammar og við eigum ekki að sjá á forsíðu íslensks dagblaðs grátandi börn sem vísað er úr landi. Hvað þá þegar það er vitað að fyrsta júlí næstkomandi gengur Króatía í Evrópusambandið og þá getur fólkið snúið aftur og sest hér að. Það er Útlendingastofnun sem tók ákvörðun um að synja þessu fólki um hæli á Íslandi. Sú ákvörðun var kærð til innanríkisráðuneytisins en þar var litla hjálp að fá, hvorki hjá ráðuneytinu né hjá ráðherranum, Ögmundi Jónassyni. Sjálfsmynd þjóðar sem vísar barnafjölskyldum úr landi og leigir undir þær flugvél er æði skrýtin. Við erum einfaldlega ekki að breyta rétt. Þetta er ekki það Ísland sem við segjum frá þegar erlendur ferðamaður tekur okkur tali á kaffihúsi niðri í bæ. Þá segjum við allt aðra sögu en þá sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Upphaflega stóð til að senda 50 manns með þessari flugvél. Karla, konur og börn. En Króatía neitaði að taka við 23 því í þeim fjölskyldum eru konurnar með annað ríkisfang. Íslensk yfirvöld vildu ekki stía þeim í sundur og því bíða þau á Íslandi enn um sinn. Nema stofnanir okkar finni glufu og leigi aðra flugvél til að fljúga því fólki og börnunum þeirra úr landi. Það hefði verið flott byrjun hjá nýjum innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta til sín taka og aðstoða þetta fólk. Hún hins vegar taldi það ekki sitt hlutverk þegar hún ræddi við okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún sagði málið hafa verið lengi í vinnslu og í samræmi við íslensk lög. Hún var helst ósátt við að Króatía vildi ekki taka við þeim 23 sem sitja föst á Íslandi. Við eigum að geta gert miklu betur og þessum átta milljónum væri betur varið í að hjálpa þessu fólki að setjast hér að og koma sér fyrir. Króatía gengur sem fyrr segir í Evrópusambandið eftir mánuð og sum þeirra sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru ákveðin í að snúa þá til baka. Þá ættum við að sjá sóma okkar í að taka vel á móti þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Í gær voru 27 manns fluttir nauðugir með leiguflugi til Króatíu. Þetta voru fjölskyldur með börn sem höfðu selt aleigu sína til að freista gæfunnar á Íslandi. Ein konan úr hópnum var nýbúin að næla sér í vinnu við fiskvinnslu og ein stúlkan hafði fengið inni í grunnskóla í Reykjanesbæ. Það kostar íslenska skattgreiðendur minnst átta milljónir að leigja flugvélina en barnafjölskyldurnar voru fluttar út á Keflavíkurflugvöll í fylgd lögreglufólks. Fólkið hafði sótt um pólitískt hæli hér á landi en það átti erfitt með að sjá fyrir sér í heimalandi sínu vegna ofsókna. Þau eru af óæskilegum ættum, segja þau, og fá ekki að njóta sannmælis í Króatíu. Mörg hjónanna giftu sig þvert á hefðir hvað varðar þjóðerni og trúarbrögð og segjast hafa þurft að flytjast bæ úr bæ í heimalandinu í leit að betra lífi. Allar þessar frásagnir eru sláandi og sorglegar. Framkoma stjórnvalda er til skammar og við eigum ekki að sjá á forsíðu íslensks dagblaðs grátandi börn sem vísað er úr landi. Hvað þá þegar það er vitað að fyrsta júlí næstkomandi gengur Króatía í Evrópusambandið og þá getur fólkið snúið aftur og sest hér að. Það er Útlendingastofnun sem tók ákvörðun um að synja þessu fólki um hæli á Íslandi. Sú ákvörðun var kærð til innanríkisráðuneytisins en þar var litla hjálp að fá, hvorki hjá ráðuneytinu né hjá ráðherranum, Ögmundi Jónassyni. Sjálfsmynd þjóðar sem vísar barnafjölskyldum úr landi og leigir undir þær flugvél er æði skrýtin. Við erum einfaldlega ekki að breyta rétt. Þetta er ekki það Ísland sem við segjum frá þegar erlendur ferðamaður tekur okkur tali á kaffihúsi niðri í bæ. Þá segjum við allt aðra sögu en þá sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Upphaflega stóð til að senda 50 manns með þessari flugvél. Karla, konur og börn. En Króatía neitaði að taka við 23 því í þeim fjölskyldum eru konurnar með annað ríkisfang. Íslensk yfirvöld vildu ekki stía þeim í sundur og því bíða þau á Íslandi enn um sinn. Nema stofnanir okkar finni glufu og leigi aðra flugvél til að fljúga því fólki og börnunum þeirra úr landi. Það hefði verið flott byrjun hjá nýjum innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta til sín taka og aðstoða þetta fólk. Hún hins vegar taldi það ekki sitt hlutverk þegar hún ræddi við okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún sagði málið hafa verið lengi í vinnslu og í samræmi við íslensk lög. Hún var helst ósátt við að Króatía vildi ekki taka við þeim 23 sem sitja föst á Íslandi. Við eigum að geta gert miklu betur og þessum átta milljónum væri betur varið í að hjálpa þessu fólki að setjast hér að og koma sér fyrir. Króatía gengur sem fyrr segir í Evrópusambandið eftir mánuð og sum þeirra sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru ákveðin í að snúa þá til baka. Þá ættum við að sjá sóma okkar í að taka vel á móti þeim.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun