Gjald til bjargar Þingvöllum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2013 07:00 Óvenjumikil aðsókn kafara hefur verið að Silfru á Þingvöllum það sem af er ári, eins og Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Tvö þúsund kafarar hafa stungið sér í gjána í marz og apríl, miklu fleiri en búizt var við. Rekstraráætlun þjóðgarðsins gerir ráð fyrir sex til sjö þúsund gestum á árinu öllu. Í byrjun marz var byrjað að innheimta tvö þúsund króna gjald af köfurunum. Tekjurnar af gjaldinu á að nota til að byggja upp aðstöðu fyrir kafara og ferðaþjónustufyrirtæki við gjána og jafnframt til að hindra náttúruspjöll, til dæmis með því að leggja stíga þar sem ferðamenn eru nú búnir að traðka niður mosann á gjárbörmunum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður er bara nokkuð sáttur við þróun mála; segir í samtali við blaðið að þessar auknu tekjur þýði að hægt sé að fara í framkvæmdir strax í sumar í stað þess að geyma það um ár. Á þessu afmarkaða svæði í þjóðgarðinum hefur verið brugðizt við stóraukinni aðsókn ferðamanna með gjaldtöku, sem gerir kleift að takmarka skaðann sem traðk þúsunda manna veldur, bæta öryggi og byggja upp aðstöðu sem stuðlar að jákvæðri upplifun af heimsókninni. Hugsanlega fælir gjaldið frá einhverja sem ekki tíma þúsundkallinum, en það virðist ekki koma að sök. Það er þá alveg hreint æpandi spurning af hverju ekki sé brugðizt eins við gríðarlegri aðsókn í Þingvallaþjóðgarð almennt. Fréttablaðið sagði frá því í gær að það sem af er árinu hefur ferðamönnum á Þingvöllum snarfjölgað. Aukinni aðsókn yfir vetrartímann fylgir stóraukið álag á viðkvæma náttúru Þingvalla, þar sem allt er víða orðið úttraðkað og komið forarsvað við fallegustu staðina sem vinsælast er að skoða. „Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður Jónasson leiðsögumaður í samtali við blaðið. Undir þetta tekur þjóðgarðsvörðurinn: „Þetta er skuggahliðin á átakinu Ísland allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi.“ Talið er að um 80 prósent erlendra ferðamanna á Íslandi sæki Þingvelli heim. Í fyrra kom um hálf milljón manna á Hakið, þar sem er útsýnisstaður og upplýsingamiðstöð um Þjóðgarðinn. Að gegnumumferð meðtalinni fór um milljón manna um þjóðgarðinn. Á þessu ári má búast við verulegri fjölgun frá þessum sláandi tölum. Ólafur Örn segir að í ár eigi að setja sextíu milljónir króna í að gera palla, stíga og girðingar sem verndi náttúruna og komi í veg fyrir óþarfa traðk. Það sér hver maður að það er hlægileg upphæð þegar gestirnir eru milljón. Ef hver gestur á Hakinu hefði reitt fram þúsund króna gjald í fyrra, væri nú úr hálfum milljarði króna að spila til að byggja upp aðstöðu og ráða fólk til að taka á móti þessum fjölda. Sem væri líklega hæfilegt. Í sumar stefnir í hreint ófremdarástand á þessum ægifagra stað, sem er í senn náttúruundur og þjóðarhelgidómur Íslendinga sögu sinnar vegna. Ætlum við að leyfa milljón túristum að trakða hann í svaðið? Eða fá stjórnvöld loksins hæfilega hvatningu til að gera það sem lengi hefur legið í augum uppi; að rukka aðgangseyri í þessari náttúruperlu og öðrum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Óvenjumikil aðsókn kafara hefur verið að Silfru á Þingvöllum það sem af er ári, eins og Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Tvö þúsund kafarar hafa stungið sér í gjána í marz og apríl, miklu fleiri en búizt var við. Rekstraráætlun þjóðgarðsins gerir ráð fyrir sex til sjö þúsund gestum á árinu öllu. Í byrjun marz var byrjað að innheimta tvö þúsund króna gjald af köfurunum. Tekjurnar af gjaldinu á að nota til að byggja upp aðstöðu fyrir kafara og ferðaþjónustufyrirtæki við gjána og jafnframt til að hindra náttúruspjöll, til dæmis með því að leggja stíga þar sem ferðamenn eru nú búnir að traðka niður mosann á gjárbörmunum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður er bara nokkuð sáttur við þróun mála; segir í samtali við blaðið að þessar auknu tekjur þýði að hægt sé að fara í framkvæmdir strax í sumar í stað þess að geyma það um ár. Á þessu afmarkaða svæði í þjóðgarðinum hefur verið brugðizt við stóraukinni aðsókn ferðamanna með gjaldtöku, sem gerir kleift að takmarka skaðann sem traðk þúsunda manna veldur, bæta öryggi og byggja upp aðstöðu sem stuðlar að jákvæðri upplifun af heimsókninni. Hugsanlega fælir gjaldið frá einhverja sem ekki tíma þúsundkallinum, en það virðist ekki koma að sök. Það er þá alveg hreint æpandi spurning af hverju ekki sé brugðizt eins við gríðarlegri aðsókn í Þingvallaþjóðgarð almennt. Fréttablaðið sagði frá því í gær að það sem af er árinu hefur ferðamönnum á Þingvöllum snarfjölgað. Aukinni aðsókn yfir vetrartímann fylgir stóraukið álag á viðkvæma náttúru Þingvalla, þar sem allt er víða orðið úttraðkað og komið forarsvað við fallegustu staðina sem vinsælast er að skoða. „Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður Jónasson leiðsögumaður í samtali við blaðið. Undir þetta tekur þjóðgarðsvörðurinn: „Þetta er skuggahliðin á átakinu Ísland allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi.“ Talið er að um 80 prósent erlendra ferðamanna á Íslandi sæki Þingvelli heim. Í fyrra kom um hálf milljón manna á Hakið, þar sem er útsýnisstaður og upplýsingamiðstöð um Þjóðgarðinn. Að gegnumumferð meðtalinni fór um milljón manna um þjóðgarðinn. Á þessu ári má búast við verulegri fjölgun frá þessum sláandi tölum. Ólafur Örn segir að í ár eigi að setja sextíu milljónir króna í að gera palla, stíga og girðingar sem verndi náttúruna og komi í veg fyrir óþarfa traðk. Það sér hver maður að það er hlægileg upphæð þegar gestirnir eru milljón. Ef hver gestur á Hakinu hefði reitt fram þúsund króna gjald í fyrra, væri nú úr hálfum milljarði króna að spila til að byggja upp aðstöðu og ráða fólk til að taka á móti þessum fjölda. Sem væri líklega hæfilegt. Í sumar stefnir í hreint ófremdarástand á þessum ægifagra stað, sem er í senn náttúruundur og þjóðarhelgidómur Íslendinga sögu sinnar vegna. Ætlum við að leyfa milljón túristum að trakða hann í svaðið? Eða fá stjórnvöld loksins hæfilega hvatningu til að gera það sem lengi hefur legið í augum uppi; að rukka aðgangseyri í þessari náttúruperlu og öðrum?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun