Tvöfaldi ávinningurinn: ESB-aðild og nýtt Atlantshafsbandalag Einar Benediktsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Nú stendur fyrir dyrum myndun sameiginlegs svæðis viðskipta- og efnahagstengsla Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Á næsta misseri gæti ráðist hvort Íslandi nýtist síðtekið tækifæri að gerast aðili að Evrópusambandinu og þar með þessari nýju samningsgerð, sem ætlunin er að ljúka á næsta ári. Þetta tvöfalda sögulega tækifæri myndi öðru framar tryggja sjálfstæði Íslands um að ná föstum tökum á hagsælli efnahagsstjórn og styrkja samstarf við vina- og bandalagsþjóðir um öryggi á norðurslóðum. Þann 13. febrúar sl. birtu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti, Herman Van Rompuy og José Manuel Barroso, forsetar ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sameiginlega yfirlýsingu. Tekið var fram að farið skyldi eftir niðurstöðum sameiginlegrar nefndar aðilanna (US/EU High Level Working Group) sem hóf störf 2011 að nýjum samningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Stofna skal Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Partnership – TTIP) sem ætlað er að ná lengra en hinu hefðbundna viðskiptasamstarfi að fella niður tolla og opna markaði fyrir fjárfestingum, þjónustustarfsemi og opinberum útboðum. Sérstök áhersla skal lögð á samræmingu staðla og tæknikvaða. Athuganir hefðu sýnt að reglugerðaleg mismunun fæli í sér aukna kostnaðarbyrði sem næmi jafngildi 10% tolls, í sumum tilvikum 20%, þegar sjálfur tollurinn væri yfirleitt um 4%.Burðarás Viðskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru burðarás hagkerfis heimsins. Samanlögð verg þjóðarframleiðsla aðilanna er nær helmingur (47%) af framleiðslu heimsins og viðskiptin, sem daglega nema $ 2 milljörðum, eru þriðjungur heimsviðskiptanna. Umrætt vöruviðskiptafrelsi mun stuðla að aukningu framleiðslu og viðskipta og þá er ætlunin að opna markaði í þjónustustarfsemi, svo sem á sviði flutninga. Hvort og hvernig það kann að snerta flugsamgöngur verður ekki séð af fyrirliggjandi almennum upplýsingum. Þá er t.d. tekið fram, að ætlunin sé að ná víðtæku samkomulagi um heilbrigðisreglur varðandi matvæli. Einnig á því sviði kann það að vera íslenskum útflytjendum hagsmunamál að koma okkar sjónarmiðum á framfæri ef síkar reglur, eða framkvæmd þeirra, eru íþyngjandi og þar af leiðandi til kostnaðarauka. Markmið þessara samninga viðskiptarisanna tveggja er að skapa einn samofinn („integrated“) markað í vöruviðskiptum hverskyns, en reglugerðasamvinnan er þar mjög mikilvæg. Mest af þeim ávinningi sem nú er hægt að ná kæmi frá lækkun kostnaðar vegna óþarfa skriffinnsku og reglufargani. Það segir sig sjálft að þátttaka í þessu nýja Atlantshafsbandalagi viðskipta og efnahagstengsla er Íslandi öðru fremur brýnt þjóðarhagsmunamál. Útflutningur til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna samanlagt var 86% heildarinnar 2011. Útflutningur sjávarafurða og framleiðsla orkufreks iðnaðar hvílir á þeim markaðslöndum, sem reyndar á fyllilega við um hugbúnað, afþreyingu og tónlist, að ekki sé minnst á ferðaiðnaðinn og hinn mikla flugrekstur sem orðinn er. Engir framtíðarhagsmunir jafnast á við þá sem hér eru í húfi og mætti þá fyrst nefna erlendar fjárfestingar. Samfara ESB-aðild yrði náð afnámi fjármagnshafta og upptöku evru, sem eru frumskilyrði þess að rjúfa einangrun og stöðnun samfara fólksflótta.Sjálfsögð krafa Nú verður ekki hjá því komist, að svar fáist við þeirri spurningu hvort aðild að ESB við ásættanleg kjör standi Íslandi til boða. Það leyfi ég mér að vona enda hafi Evrópusamvinnan miðað að því að tryggja ólíkan hag hvers og svo sem verða má innan ramma góðrar, ábyrgar hagstjórnar. Þar sviku Grikkir og Kýpurbúar en ekki Finnar og Eistlendingar, sem nú uppskera góðan árangur. Því er það sjálfsögð krafa að samningunum um aðild verði hraðað svo sem föng eru á að afstaðri alþingiskosningunum 27. apríl. Á þeim tíma sem það kann að taka eiga Íslendingar kröfu réttlætis í að nálgast samningana um Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar. Reyndar hefur framkvæmdastjórn ESB þegar sýnt Íslendingum þá samstöðu að þeir fylgist með samningunum. Ísland er þá þegar að verulegu leyti aðili að Evrópusambandinu með EES-samningi og innleiðingu stórs hluta lagagjörninga aðildarríkja. Eftir er aðeins síðasta skrefið til fullrar þátttöku. Aðildarríki Evrópusambandsins, í og utan NATO, láta sig í vaxandi mæli varða öryggi á norðurslóðum. Sérstaklega ber að fagna því að lofther Svía og Finna hefur nú þátttöku í loftrýmisgæslu NATO-ríkja við Ísland. Evrópuþjóðir munu í vaxandi mæli sinna eigin öryggis- og varnarmálum, svo sem Bandaríkin draga sig í hlé frá stöðu kalda stríðsins. Það er öryggisatriði fyrir Ísland að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópusambandsins. Það er lýðveldinu Íslandi til lítils sóma að þegnarnir kvarti nú undan þróun á sviði landsmála sem jaðri við upplausn. Enginn dregur í efa þá erfiðleika sem við var að etja eftir bankahrunið 2008. Ekki skal gert lítið úr þeim mikla árangri að ná tökum á ríkisfjármálum, samvinnu við vinnumarkaðinn sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og atvinnustigi sem vekur eftirtekt. Á þeim grunni þarf að hefja nýja för með aðgætni að öllum tiltækum ráðum sé skjótlega beitt við vanda þeirra sem mestur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum myndun sameiginlegs svæðis viðskipta- og efnahagstengsla Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Á næsta misseri gæti ráðist hvort Íslandi nýtist síðtekið tækifæri að gerast aðili að Evrópusambandinu og þar með þessari nýju samningsgerð, sem ætlunin er að ljúka á næsta ári. Þetta tvöfalda sögulega tækifæri myndi öðru framar tryggja sjálfstæði Íslands um að ná föstum tökum á hagsælli efnahagsstjórn og styrkja samstarf við vina- og bandalagsþjóðir um öryggi á norðurslóðum. Þann 13. febrúar sl. birtu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti, Herman Van Rompuy og José Manuel Barroso, forsetar ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sameiginlega yfirlýsingu. Tekið var fram að farið skyldi eftir niðurstöðum sameiginlegrar nefndar aðilanna (US/EU High Level Working Group) sem hóf störf 2011 að nýjum samningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Stofna skal Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Partnership – TTIP) sem ætlað er að ná lengra en hinu hefðbundna viðskiptasamstarfi að fella niður tolla og opna markaði fyrir fjárfestingum, þjónustustarfsemi og opinberum útboðum. Sérstök áhersla skal lögð á samræmingu staðla og tæknikvaða. Athuganir hefðu sýnt að reglugerðaleg mismunun fæli í sér aukna kostnaðarbyrði sem næmi jafngildi 10% tolls, í sumum tilvikum 20%, þegar sjálfur tollurinn væri yfirleitt um 4%.Burðarás Viðskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru burðarás hagkerfis heimsins. Samanlögð verg þjóðarframleiðsla aðilanna er nær helmingur (47%) af framleiðslu heimsins og viðskiptin, sem daglega nema $ 2 milljörðum, eru þriðjungur heimsviðskiptanna. Umrætt vöruviðskiptafrelsi mun stuðla að aukningu framleiðslu og viðskipta og þá er ætlunin að opna markaði í þjónustustarfsemi, svo sem á sviði flutninga. Hvort og hvernig það kann að snerta flugsamgöngur verður ekki séð af fyrirliggjandi almennum upplýsingum. Þá er t.d. tekið fram, að ætlunin sé að ná víðtæku samkomulagi um heilbrigðisreglur varðandi matvæli. Einnig á því sviði kann það að vera íslenskum útflytjendum hagsmunamál að koma okkar sjónarmiðum á framfæri ef síkar reglur, eða framkvæmd þeirra, eru íþyngjandi og þar af leiðandi til kostnaðarauka. Markmið þessara samninga viðskiptarisanna tveggja er að skapa einn samofinn („integrated“) markað í vöruviðskiptum hverskyns, en reglugerðasamvinnan er þar mjög mikilvæg. Mest af þeim ávinningi sem nú er hægt að ná kæmi frá lækkun kostnaðar vegna óþarfa skriffinnsku og reglufargani. Það segir sig sjálft að þátttaka í þessu nýja Atlantshafsbandalagi viðskipta og efnahagstengsla er Íslandi öðru fremur brýnt þjóðarhagsmunamál. Útflutningur til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna samanlagt var 86% heildarinnar 2011. Útflutningur sjávarafurða og framleiðsla orkufreks iðnaðar hvílir á þeim markaðslöndum, sem reyndar á fyllilega við um hugbúnað, afþreyingu og tónlist, að ekki sé minnst á ferðaiðnaðinn og hinn mikla flugrekstur sem orðinn er. Engir framtíðarhagsmunir jafnast á við þá sem hér eru í húfi og mætti þá fyrst nefna erlendar fjárfestingar. Samfara ESB-aðild yrði náð afnámi fjármagnshafta og upptöku evru, sem eru frumskilyrði þess að rjúfa einangrun og stöðnun samfara fólksflótta.Sjálfsögð krafa Nú verður ekki hjá því komist, að svar fáist við þeirri spurningu hvort aðild að ESB við ásættanleg kjör standi Íslandi til boða. Það leyfi ég mér að vona enda hafi Evrópusamvinnan miðað að því að tryggja ólíkan hag hvers og svo sem verða má innan ramma góðrar, ábyrgar hagstjórnar. Þar sviku Grikkir og Kýpurbúar en ekki Finnar og Eistlendingar, sem nú uppskera góðan árangur. Því er það sjálfsögð krafa að samningunum um aðild verði hraðað svo sem föng eru á að afstaðri alþingiskosningunum 27. apríl. Á þeim tíma sem það kann að taka eiga Íslendingar kröfu réttlætis í að nálgast samningana um Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar. Reyndar hefur framkvæmdastjórn ESB þegar sýnt Íslendingum þá samstöðu að þeir fylgist með samningunum. Ísland er þá þegar að verulegu leyti aðili að Evrópusambandinu með EES-samningi og innleiðingu stórs hluta lagagjörninga aðildarríkja. Eftir er aðeins síðasta skrefið til fullrar þátttöku. Aðildarríki Evrópusambandsins, í og utan NATO, láta sig í vaxandi mæli varða öryggi á norðurslóðum. Sérstaklega ber að fagna því að lofther Svía og Finna hefur nú þátttöku í loftrýmisgæslu NATO-ríkja við Ísland. Evrópuþjóðir munu í vaxandi mæli sinna eigin öryggis- og varnarmálum, svo sem Bandaríkin draga sig í hlé frá stöðu kalda stríðsins. Það er öryggisatriði fyrir Ísland að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópusambandsins. Það er lýðveldinu Íslandi til lítils sóma að þegnarnir kvarti nú undan þróun á sviði landsmála sem jaðri við upplausn. Enginn dregur í efa þá erfiðleika sem við var að etja eftir bankahrunið 2008. Ekki skal gert lítið úr þeim mikla árangri að ná tökum á ríkisfjármálum, samvinnu við vinnumarkaðinn sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og atvinnustigi sem vekur eftirtekt. Á þeim grunni þarf að hefja nýja för með aðgætni að öllum tiltækum ráðum sé skjótlega beitt við vanda þeirra sem mestur er.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun