Jöfnum stöðu leigjenda og kaupenda Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun