Eiga píratar erindi við landsbyggðina? Bjarki Sigursveinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi. Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga. Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni. Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu. Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni. Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra. Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi. Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga. Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni. Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu. Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni. Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra. Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun