Frasa eða framkvæmdir? Ásgeir Böðvarsson og Eyjólfur Þorkelsson og Jón Pálmi Óskarsson skrifa 22. apríl 2013 15:00 Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun