Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. apríl 2013 06:00 Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun