Hrikalegt fylgistap hjá stjórninni Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2013 07:00 Stefanía Óskarsdóttir Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi. Kosningar 2013 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira