20% skuldalækkun 4. apríl 2013 07:00 Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun