Að gleypa sæði svipar til þess að gleypa hor Sigga Dögg skrifar 21. mars 2013 16:30 SPURNING: "Þetta er kannski kjánalegt en mér finnst ég oft heyra að sæði geti verið gott fyrir líkamann, þá meina ég eins og að gleypa það. Ég las einhver staðar að það gæti hvíttað tennurnar, væri rakagefandi fyrir húðina og væri stútfullt af próteini og vítamínum. Svo reyndar sagði einn strákur að það gæti stækkað brjóstin á stelpum en það fannst mér frekar ótrúlegt en mig langar að vita, er sæði hollt og getur það gert allt þetta fyrir líkamann? SVAR: Gömlu góðu sæðismýturnar. Ég er mikil áhugamanneskja um sæði og ég man vel eftir sögusögnunum sem fylgdu undraverðum eiginleikum þess, en sæði átti að vera sérlega gott fyrir konur sem ekki framleiða þennan lífselexír sjálfar. Þegar næringarinnihald sæðis er skoðað þá kemur í ljós að það er samsett úr fjölda efna, þar á meðal er prótein, C-vítamín, sink, ýmis ensím og sykrur. Þú þarft þó ekki að hafa áhyggjur af því að skammturinn sé fitandi því meðalskammtur er bara rétt um matskeið, stundum meira og stundum minna. Þar sem skammturinn er frekar smár þá er erfitt að tala um að sæði hafa eitthvað sérstakt næringargildi fyrir líkamann. Ég hef líka alltaf gaman af því þegar talað er um tannhvíttun því ég þekki engan karlmann sem brundar á tannburstann og sparar sér þannig tannkremið. Tennur kvenna eru ekki frábrugðnar tönnum karla að þessu leyti svo ef sæði væri gott fyrir tennurnar þá væru karlmenn ekki aðeins að bursta sínar eigin tennur upp úr því heldur einnig að tappa reglulega af í flöskur og selja til snyrtivöruframleiðanda. Sama gildir um kremin. Þú gætir spurt næsta karlmann hvort svæðið í kringum nafla hans sé sérstaklega mjúkt þar sem það er algengur staður fyrir sæði að lenda við sjálfsfróun. Sæði hefur enga sérstaka kosti fyrir konur, ekki frekar en fyrir karla. Getnaður getur ekki orðið af því að gleypa sæði en viðkomandi getur smitast af kynsjúkdómum. Þá veldur það roða í augum og tímabundnum óþægindum ef það skýst þangað. Þó ber að geta að nýjar rannsóknir benda til þess að sæði geti haft áhrif á hormón í líkamanum en í þeim málum væri áhugavert að vita hvort áhrifin væru eins fyrir karla og konur. Mér finnst nefnilega stórmerkilegt að karlmönnum finnst mörgum hverjum fráleitt að smakka sitt eigið sæði en bjóða svo bólfélaganum upp á það eins og um hið mesta lostæti sé að ræða. Sæði er aldrei bragðgott, það er misvont á bragðið, óháð því hversu mikinn ananas þú borðar, og svipar til þess að gleypa hor. Þeir sem eru spenntir fyrir að bjóða upp á sæði skulu hafa smakkað það sjálfir áður en þeir bjóða það fram sem eitthvert góðgæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
SPURNING: "Þetta er kannski kjánalegt en mér finnst ég oft heyra að sæði geti verið gott fyrir líkamann, þá meina ég eins og að gleypa það. Ég las einhver staðar að það gæti hvíttað tennurnar, væri rakagefandi fyrir húðina og væri stútfullt af próteini og vítamínum. Svo reyndar sagði einn strákur að það gæti stækkað brjóstin á stelpum en það fannst mér frekar ótrúlegt en mig langar að vita, er sæði hollt og getur það gert allt þetta fyrir líkamann? SVAR: Gömlu góðu sæðismýturnar. Ég er mikil áhugamanneskja um sæði og ég man vel eftir sögusögnunum sem fylgdu undraverðum eiginleikum þess, en sæði átti að vera sérlega gott fyrir konur sem ekki framleiða þennan lífselexír sjálfar. Þegar næringarinnihald sæðis er skoðað þá kemur í ljós að það er samsett úr fjölda efna, þar á meðal er prótein, C-vítamín, sink, ýmis ensím og sykrur. Þú þarft þó ekki að hafa áhyggjur af því að skammturinn sé fitandi því meðalskammtur er bara rétt um matskeið, stundum meira og stundum minna. Þar sem skammturinn er frekar smár þá er erfitt að tala um að sæði hafa eitthvað sérstakt næringargildi fyrir líkamann. Ég hef líka alltaf gaman af því þegar talað er um tannhvíttun því ég þekki engan karlmann sem brundar á tannburstann og sparar sér þannig tannkremið. Tennur kvenna eru ekki frábrugðnar tönnum karla að þessu leyti svo ef sæði væri gott fyrir tennurnar þá væru karlmenn ekki aðeins að bursta sínar eigin tennur upp úr því heldur einnig að tappa reglulega af í flöskur og selja til snyrtivöruframleiðanda. Sama gildir um kremin. Þú gætir spurt næsta karlmann hvort svæðið í kringum nafla hans sé sérstaklega mjúkt þar sem það er algengur staður fyrir sæði að lenda við sjálfsfróun. Sæði hefur enga sérstaka kosti fyrir konur, ekki frekar en fyrir karla. Getnaður getur ekki orðið af því að gleypa sæði en viðkomandi getur smitast af kynsjúkdómum. Þá veldur það roða í augum og tímabundnum óþægindum ef það skýst þangað. Þó ber að geta að nýjar rannsóknir benda til þess að sæði geti haft áhrif á hormón í líkamanum en í þeim málum væri áhugavert að vita hvort áhrifin væru eins fyrir karla og konur. Mér finnst nefnilega stórmerkilegt að karlmönnum finnst mörgum hverjum fráleitt að smakka sitt eigið sæði en bjóða svo bólfélaganum upp á það eins og um hið mesta lostæti sé að ræða. Sæði er aldrei bragðgott, það er misvont á bragðið, óháð því hversu mikinn ananas þú borðar, og svipar til þess að gleypa hor. Þeir sem eru spenntir fyrir að bjóða upp á sæði skulu hafa smakkað það sjálfir áður en þeir bjóða það fram sem eitthvert góðgæti.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun