Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál Guðbjartur Hannesson skrifar 16. mars 2013 06:00 Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun