Menning

Baltasar meðal leiðbeinenda Sumarbúðir RIFF-hátíðarinnar í Skagafirði í maí.

Baltasar Kormákur ætlar að leiðbeina ungu kvikmyndagerðarfólki í handritagerð í sumarbúðum RIFF í maí.
Baltasar Kormákur ætlar að leiðbeina ungu kvikmyndagerðarfólki í handritagerð í sumarbúðum RIFF í maí.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur verður meðal leiðbeinenda í sumarbúðum RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, í handritagerð fyrir lengra komna. Námskeiðið fer fram í Skagafirði dagana 21.-25. maí næstkomandi.

Peter Wintonick, heimildarmyndaframleiðandi frá Kanada, verður einnig leiðbeinandi en verið er að ganga frá samningum við fleiri sem verða kynntir bráðlega. Þar á meðal standa yfir samningaviðræður við þekkta norræna leikstjóra.

Sumarbúðir eiga að vera vettvangur fyrir ungt afreksfólk í kvikmyndagerð til að bæta sig í handritaskrifum en þátttakendur verða að hafa lokið við minnst eina stuttmynd og vera að þróa næstu verkefni. Þegar hafa umsóknir borist frá Bandaríkjunum, Rúmeníu, Síle, Egyptalandi og víðar.

Áhugasömum er bent á að senda ferilskrá og stutta umsókn þar sem þeir segja frá áhugasviði sínu og list á netfangið [email protected] fyrir 20. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×